Umfjöllun,viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 30-31 | Haukar taka forystuna eftir sigur í framlengingu Andri Már Eggertsson skrifar 11. maí 2023 21:41 Þorsteinn Leó Gunnarsson reynir að finna leiðina að marki Hauka. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Haukar unnu ótrúlegan eins mark sigur í framlengdum leik er liðið heimsótti Aftureldingu í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-31 og Haukar eru því komnir með forystu í einvíginu. Haukar fögnuðu sigriVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir dramatískt eins marks tap í síðasta leik mættu Mosfellingar með blóð á tönnunum. Afturelding nýtti sér lélegan varnarleik Hauka þar sem gestirnir voru afar opnir og Afturelding skoraði mörg auðveld mörk. Blær Hinriksson skoraði 3 mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, fékk nóg fjórum mörkum undir og tók leikhlé í stöðunni 7-3. Ólíkt Haukum var varnarleikur Aftureldingar afar góð þar sem menn voru hreyfanlegir og það var stutt á milli manna sem Haukar réðu illa við. Heimamenn voru allt í öllu í fyrri hálfleik og heimamenn gáfu Haukum aldrei færi á að koma til baka. Afturelding var fimm mörkum yfir í hálfleik 14-9. Jovan Kukobat var öflugur í marki AftureldingarVísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar breyttu um vörn í síðari hálfleik og fóru í fimm einn varnarleik sem setti Aftureldingu í vandræði í síðasta leik. Gestirnir byrjuðu vel og náðu að minnka forskot Aftureldingar niður í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiks. Takturinn í síðari hálfleik var þannig að þegar Haukar minnkuðu forskot Aftureldingar niður í þrjú mörk þá kom Afturelding með svar. Staðan var 27-23 þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir og þá breyttist leikurinn. Þorsteinn Leó skoraði 12 mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Það gekk allt upp hjá Haukum sem skoruðu þrjú mörk á stuttum kafla. Heimamenn voru klaufar undir lokin og Gunnar Kristinn Malquist Þórsson fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir ólöglega skiptingu sem var ansi dýrt. Haukar fengu tækifæri til að jafna leikinn einu marki undir. Ihor Kopyshynskyi braut á Ólafi Ægi og keyrði hann niður hjá auglýsingaskiltunum. Það myndaðist mikill hiti og eftir að dómararnir skoðuðu atvikið í endursýningu þá var niðurstaðan rautt spjald og víti á Ihor Kopyshynskyi. Það sauð allt upp úr við auglýsingaskiltiinVísir/Pawel Cieslikiewicz Það sauð allt upp úr við auglýsingaskiltiinVísir/Pawel Cieslikiewicz Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr vítinu og framlengja þurfti leikinn. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr vítinu og leikurinn var framlengdurVísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar byrjuðu framlenginguna tveimur fleiri og í sókn. Haukar tóku frumkvæðið og komust tveimur mörkum yfir. Afturelding kom til baka og jafnaði leikinn 30-30. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði sigurmarkið og tryggði Haukum sigur 30-31. Haukar fögnuðu sigri Vísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju unnu Haukar? Það var með ólíkindum að Haukar hafi náð að snúa þessum leik sér í hag. Í framlengingunni tóku Haukar frumkvæðið og komust tveimur mörkum yfir. Haukar áttu aðeins meira eftir á tanknum þar sem Guðmundur Bragi skoraði sigurmarkið. Heimamenn fengu nokkrar sekúndur til að jafna en skot Þorsteins fór yfir markið. Hverjir stóðu upp úr? Andri Már Rúnarsson var frábær í kvöld. Andri hélt Haukum á floti í fyrri hálfleik þegar þeir spiluðu illa. Andri Már endaði með 10 mörk úr 14 skotum. Guðmundur Bragi Ástþórsson var hetja Hauka þar sem hann skoraði sigurmarkið. Guðmundur endaði með sex mörk. Hvað gekk illa? Í þessu einvígi hefur alltaf liðið sem er undir í hálfleik endað á að vinna leikinn. Afturelding var mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik. Staðan var 27-23 þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir og Mosfellingar geta sjálfum sér um kennt. Hvað gerist næst? Næsti leikur er á Ásvöllum á sunnudaginn klukkan 16:00. Gunnar: Klaufaskapur og við köstuðum þessu frá okkur Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir eins marks tap 30-31. „Maður er orðlaus. Þetta var þvílíkur klaufaskapur og við köstuðum þessu frá okkur. Ég þarf að skoða þessi atriði. Við fengum tækifæri í venjulegum leiktíma en klikkuðum og vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Gunnar Magnússon eftir leik. Það sauð allt upp úr í lokasókn Hauka í venjulegum leiktíma þar sem Ihor Kopyshynskyi fékk rautt spjald og Haukar fengu víti sem Stefán Rafn skoraði úr og leikurinn fór í framlengingu. „Ihor sagði við mig að Ólafur Ægir togaði hann með sér. Ég ætla að láta hlutlausa aðila dæma um þetta. Ég ætla ekki að henda Ihor undir rútuna þar sem við gerðum mörg mistök undir lokin. Það var okkur að kenna að hleypa þessu upp í þennan dans.“ Haukar enduðu á að vinna í framlengingu og Gunnar viðurkenndi að bensínið hafi verið búið hjá sínu liði. „Já því miður var bensínið búið. Mér fannst síðustu fimm mínúturnar í venjulegum leiktíma fara með þetta hjá okkur þar sem við vorum algjörir klaufar,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Olís-deild karla Haukar Afturelding
Haukar unnu ótrúlegan eins mark sigur í framlengdum leik er liðið heimsótti Aftureldingu í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-31 og Haukar eru því komnir með forystu í einvíginu. Haukar fögnuðu sigriVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir dramatískt eins marks tap í síðasta leik mættu Mosfellingar með blóð á tönnunum. Afturelding nýtti sér lélegan varnarleik Hauka þar sem gestirnir voru afar opnir og Afturelding skoraði mörg auðveld mörk. Blær Hinriksson skoraði 3 mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, fékk nóg fjórum mörkum undir og tók leikhlé í stöðunni 7-3. Ólíkt Haukum var varnarleikur Aftureldingar afar góð þar sem menn voru hreyfanlegir og það var stutt á milli manna sem Haukar réðu illa við. Heimamenn voru allt í öllu í fyrri hálfleik og heimamenn gáfu Haukum aldrei færi á að koma til baka. Afturelding var fimm mörkum yfir í hálfleik 14-9. Jovan Kukobat var öflugur í marki AftureldingarVísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar breyttu um vörn í síðari hálfleik og fóru í fimm einn varnarleik sem setti Aftureldingu í vandræði í síðasta leik. Gestirnir byrjuðu vel og náðu að minnka forskot Aftureldingar niður í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiks. Takturinn í síðari hálfleik var þannig að þegar Haukar minnkuðu forskot Aftureldingar niður í þrjú mörk þá kom Afturelding með svar. Staðan var 27-23 þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir og þá breyttist leikurinn. Þorsteinn Leó skoraði 12 mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Það gekk allt upp hjá Haukum sem skoruðu þrjú mörk á stuttum kafla. Heimamenn voru klaufar undir lokin og Gunnar Kristinn Malquist Þórsson fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir ólöglega skiptingu sem var ansi dýrt. Haukar fengu tækifæri til að jafna leikinn einu marki undir. Ihor Kopyshynskyi braut á Ólafi Ægi og keyrði hann niður hjá auglýsingaskiltunum. Það myndaðist mikill hiti og eftir að dómararnir skoðuðu atvikið í endursýningu þá var niðurstaðan rautt spjald og víti á Ihor Kopyshynskyi. Það sauð allt upp úr við auglýsingaskiltiinVísir/Pawel Cieslikiewicz Það sauð allt upp úr við auglýsingaskiltiinVísir/Pawel Cieslikiewicz Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr vítinu og framlengja þurfti leikinn. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 27-27. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr vítinu og leikurinn var framlengdurVísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar byrjuðu framlenginguna tveimur fleiri og í sókn. Haukar tóku frumkvæðið og komust tveimur mörkum yfir. Afturelding kom til baka og jafnaði leikinn 30-30. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði sigurmarkið og tryggði Haukum sigur 30-31. Haukar fögnuðu sigri Vísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju unnu Haukar? Það var með ólíkindum að Haukar hafi náð að snúa þessum leik sér í hag. Í framlengingunni tóku Haukar frumkvæðið og komust tveimur mörkum yfir. Haukar áttu aðeins meira eftir á tanknum þar sem Guðmundur Bragi skoraði sigurmarkið. Heimamenn fengu nokkrar sekúndur til að jafna en skot Þorsteins fór yfir markið. Hverjir stóðu upp úr? Andri Már Rúnarsson var frábær í kvöld. Andri hélt Haukum á floti í fyrri hálfleik þegar þeir spiluðu illa. Andri Már endaði með 10 mörk úr 14 skotum. Guðmundur Bragi Ástþórsson var hetja Hauka þar sem hann skoraði sigurmarkið. Guðmundur endaði með sex mörk. Hvað gekk illa? Í þessu einvígi hefur alltaf liðið sem er undir í hálfleik endað á að vinna leikinn. Afturelding var mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik. Staðan var 27-23 þegar tæplega fjórar mínútur voru eftir og Mosfellingar geta sjálfum sér um kennt. Hvað gerist næst? Næsti leikur er á Ásvöllum á sunnudaginn klukkan 16:00. Gunnar: Klaufaskapur og við köstuðum þessu frá okkur Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir eins marks tap 30-31. „Maður er orðlaus. Þetta var þvílíkur klaufaskapur og við köstuðum þessu frá okkur. Ég þarf að skoða þessi atriði. Við fengum tækifæri í venjulegum leiktíma en klikkuðum og vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Gunnar Magnússon eftir leik. Það sauð allt upp úr í lokasókn Hauka í venjulegum leiktíma þar sem Ihor Kopyshynskyi fékk rautt spjald og Haukar fengu víti sem Stefán Rafn skoraði úr og leikurinn fór í framlengingu. „Ihor sagði við mig að Ólafur Ægir togaði hann með sér. Ég ætla að láta hlutlausa aðila dæma um þetta. Ég ætla ekki að henda Ihor undir rútuna þar sem við gerðum mörg mistök undir lokin. Það var okkur að kenna að hleypa þessu upp í þennan dans.“ Haukar enduðu á að vinna í framlengingu og Gunnar viðurkenndi að bensínið hafi verið búið hjá sínu liði. „Já því miður var bensínið búið. Mér fannst síðustu fimm mínúturnar í venjulegum leiktíma fara með þetta hjá okkur þar sem við vorum algjörir klaufar,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti