Ríkið mun rukka vegna tilfærslu héraðsskjalasafna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2023 12:51 Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra hefur skipað starfshóp um framtíð skjalavörslu í landinu. Vísir/Arnar Menningarmálaráðherra segir að ríkið muni rukka þau sveitarfélög sem í sparnaðarskyni hafa ákveðið að loka sínum héraðsskjalasöfnun og færa Þjóðskjalasafni Íslands lögbundin verkefni þeirra. Ráðherra hefur skipað starfshóp um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu landsins. Vanda þurfi til verka við varðveislu sögu þjóðarinnar. Reykjavíkurborg tók ákvörðun um það í byrjun mars að leggja niður Borgarskjalasafn og að færa lögbundin verkefni þess undir Þjóðskjalasafn í kjölfar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins KPMG. Kópavogsbær gerði síðan slíkt hið sama með sitt héraðsskjalasafn - einnig í sparnaðarskyni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við fréttastofu þegar tillagan um málið kom fyrst fram að henni þætti ekki skynsamlegt að samþykkja svo afdrifaríka tillögu án þess að samkomulag um málið lægi fyrir við ríkið. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp undir forystu Kristínar Benediktsdóttur, dósents við lagadeild HÍ, um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu í landinu. „Það er alveg ljóst, og ég hef auðvitað sagt bæði borginni og öðrum sveitarfélögum, að ríkið mun rukka fyrir þá þjónustu sem við erum að fara að veita. Við erum núna að fara í þessa vinnu þar sem við erum að fara að kortleggja þetta vegna þess að ég hef auðvitað lagt ríka áherslu á það sem menningarmálaráðherra að eitt af því sem við gerum, og höfum gert mjög vel, það er að varðveita söguna. Nú eru auðvitað nýir tímar, við erum í þessari stafrænu byltingu og við leggjum áherslu á það að vinna mjög vel með sveitarfélögunum en auðvitað er það ekki þannig að þau geti lagt niður sína starfsemi og flutt allt yfir í þjóðskjalasafnið án þess að Þjóðskjalasafn Íslands taki ekki eitthvað fyrir það,“ segir Lilja. En hefur verið rætt um kostnaðarhlutföll í þessu samhengi? Því þetta kom dálítið skyndilega upp? Já, ég kannast við það líka en það sem við erum að gera núna er að kortleggja stöðuna. En þegar við höfum lokið þeirri vinnu, sem er mjög mikilvæg, þá getum við tekið ákvarðanir varðandi þetta framtíðarfyrirkomulag,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra. Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Reykjavíkurborg tók ákvörðun um það í byrjun mars að leggja niður Borgarskjalasafn og að færa lögbundin verkefni þess undir Þjóðskjalasafn í kjölfar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins KPMG. Kópavogsbær gerði síðan slíkt hið sama með sitt héraðsskjalasafn - einnig í sparnaðarskyni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við fréttastofu þegar tillagan um málið kom fyrst fram að henni þætti ekki skynsamlegt að samþykkja svo afdrifaríka tillögu án þess að samkomulag um málið lægi fyrir við ríkið. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp undir forystu Kristínar Benediktsdóttur, dósents við lagadeild HÍ, um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu í landinu. „Það er alveg ljóst, og ég hef auðvitað sagt bæði borginni og öðrum sveitarfélögum, að ríkið mun rukka fyrir þá þjónustu sem við erum að fara að veita. Við erum núna að fara í þessa vinnu þar sem við erum að fara að kortleggja þetta vegna þess að ég hef auðvitað lagt ríka áherslu á það sem menningarmálaráðherra að eitt af því sem við gerum, og höfum gert mjög vel, það er að varðveita söguna. Nú eru auðvitað nýir tímar, við erum í þessari stafrænu byltingu og við leggjum áherslu á það að vinna mjög vel með sveitarfélögunum en auðvitað er það ekki þannig að þau geti lagt niður sína starfsemi og flutt allt yfir í þjóðskjalasafnið án þess að Þjóðskjalasafn Íslands taki ekki eitthvað fyrir það,“ segir Lilja. En hefur verið rætt um kostnaðarhlutföll í þessu samhengi? Því þetta kom dálítið skyndilega upp? Já, ég kannast við það líka en það sem við erum að gera núna er að kortleggja stöðuna. En þegar við höfum lokið þeirri vinnu, sem er mjög mikilvæg, þá getum við tekið ákvarðanir varðandi þetta framtíðarfyrirkomulag,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra.
Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12
Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31
Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14