Ríkið mun rukka vegna tilfærslu héraðsskjalasafna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2023 12:51 Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra hefur skipað starfshóp um framtíð skjalavörslu í landinu. Vísir/Arnar Menningarmálaráðherra segir að ríkið muni rukka þau sveitarfélög sem í sparnaðarskyni hafa ákveðið að loka sínum héraðsskjalasöfnun og færa Þjóðskjalasafni Íslands lögbundin verkefni þeirra. Ráðherra hefur skipað starfshóp um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu landsins. Vanda þurfi til verka við varðveislu sögu þjóðarinnar. Reykjavíkurborg tók ákvörðun um það í byrjun mars að leggja niður Borgarskjalasafn og að færa lögbundin verkefni þess undir Þjóðskjalasafn í kjölfar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins KPMG. Kópavogsbær gerði síðan slíkt hið sama með sitt héraðsskjalasafn - einnig í sparnaðarskyni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við fréttastofu þegar tillagan um málið kom fyrst fram að henni þætti ekki skynsamlegt að samþykkja svo afdrifaríka tillögu án þess að samkomulag um málið lægi fyrir við ríkið. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp undir forystu Kristínar Benediktsdóttur, dósents við lagadeild HÍ, um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu í landinu. „Það er alveg ljóst, og ég hef auðvitað sagt bæði borginni og öðrum sveitarfélögum, að ríkið mun rukka fyrir þá þjónustu sem við erum að fara að veita. Við erum núna að fara í þessa vinnu þar sem við erum að fara að kortleggja þetta vegna þess að ég hef auðvitað lagt ríka áherslu á það sem menningarmálaráðherra að eitt af því sem við gerum, og höfum gert mjög vel, það er að varðveita söguna. Nú eru auðvitað nýir tímar, við erum í þessari stafrænu byltingu og við leggjum áherslu á það að vinna mjög vel með sveitarfélögunum en auðvitað er það ekki þannig að þau geti lagt niður sína starfsemi og flutt allt yfir í þjóðskjalasafnið án þess að Þjóðskjalasafn Íslands taki ekki eitthvað fyrir það,“ segir Lilja. En hefur verið rætt um kostnaðarhlutföll í þessu samhengi? Því þetta kom dálítið skyndilega upp? Já, ég kannast við það líka en það sem við erum að gera núna er að kortleggja stöðuna. En þegar við höfum lokið þeirri vinnu, sem er mjög mikilvæg, þá getum við tekið ákvarðanir varðandi þetta framtíðarfyrirkomulag,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra. Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Reykjavíkurborg tók ákvörðun um það í byrjun mars að leggja niður Borgarskjalasafn og að færa lögbundin verkefni þess undir Þjóðskjalasafn í kjölfar skýrslu ráðgjafafyrirtækisins KPMG. Kópavogsbær gerði síðan slíkt hið sama með sitt héraðsskjalasafn - einnig í sparnaðarskyni. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við fréttastofu þegar tillagan um málið kom fyrst fram að henni þætti ekki skynsamlegt að samþykkja svo afdrifaríka tillögu án þess að samkomulag um málið lægi fyrir við ríkið. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp undir forystu Kristínar Benediktsdóttur, dósents við lagadeild HÍ, um framtíðarfyrirkomulag skjalavörslu í landinu. „Það er alveg ljóst, og ég hef auðvitað sagt bæði borginni og öðrum sveitarfélögum, að ríkið mun rukka fyrir þá þjónustu sem við erum að fara að veita. Við erum núna að fara í þessa vinnu þar sem við erum að fara að kortleggja þetta vegna þess að ég hef auðvitað lagt ríka áherslu á það sem menningarmálaráðherra að eitt af því sem við gerum, og höfum gert mjög vel, það er að varðveita söguna. Nú eru auðvitað nýir tímar, við erum í þessari stafrænu byltingu og við leggjum áherslu á það að vinna mjög vel með sveitarfélögunum en auðvitað er það ekki þannig að þau geti lagt niður sína starfsemi og flutt allt yfir í þjóðskjalasafnið án þess að Þjóðskjalasafn Íslands taki ekki eitthvað fyrir það,“ segir Lilja. En hefur verið rætt um kostnaðarhlutföll í þessu samhengi? Því þetta kom dálítið skyndilega upp? Já, ég kannast við það líka en það sem við erum að gera núna er að kortleggja stöðuna. En þegar við höfum lokið þeirri vinnu, sem er mjög mikilvæg, þá getum við tekið ákvarðanir varðandi þetta framtíðarfyrirkomulag,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra.
Söfn Menning Lokun Borgarskjalasafns Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31 Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12
Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. 7. mars 2023 06:31
Segir tillögu borgarstjóra „vanreifaða“ og „ótæka“ og vill vísa henni frá Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hyggst mun á borgarstjórnarfundi á morgun leggja til að tillögu borgarstjóra um niðurlagningu Borgarskjalasafns verið vísað frá á þeim grunni að tillagan sé vanreifuð og byggð á aðkomu ríkisins án þess að búið sé að ganga frá samkomulagi um málið við ríkið. 6. mars 2023 14:14