Áfellisdómur ESA og blóðmerar Björn M. Sigurjónsson skrifar 10. maí 2023 13:01 Með áliti sínu þann 10. maí 2023 hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komist að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr merum og eftirfarandi vinnsla PMSG hormóns falli undir reglur um notkun dýra í tilraunaskyni sem tíundaðar eru í rg. 460/2017. Þetta eru miklar fréttir og góðar fyrir okkur sem höfum barist gegn þessarri óiðju síðastliðin misseri. Í bréfinu til matvælaráðuneytisins eru tíunduð rök ESA fyrir niðurstöðunni og við lesturinn er sláandi hve málsmeðferð ráðuneytisins og MAST er vond. Við sem höfum lagt fram álit eftir álit, samhljóma áliti ESA, með næstum sömu rökum, höfum furðað okkur á útúrsnúningum MAST og ráðuneytis, útímóa túlkunum lögfræðinga þeirra og lagaálitum sem virðast miða að því að koma starfseminni undan því eftirliti sem kveðið er á um í lögum. Sem dæmi má nefna að þegar þágildandi leyfi til blóðtöku úr merum rann út árið 2020, gaf þáverandi lögfræðingur MAST út það álit að reglur um tilraunadýr ættu við og því ætti að beita, þó ekki væri nema 20. gr. laga um dýravelferð sem kveður á um leyfisskyldu. Þessu álti var vikið til hliðar fyrir áliti lögfræðings Ísteka, sem tíundaði innihaldslaus rök gegn leyfisskyldu. Afleiðingin var sú að Ísteka starfaði án leyfis til sumarsins 2022. Þá um vorið hafði SDÍ kært þessa stjórnsýslu MAST til ráðherra. Tveimur mánuðum síðar hafði ráðherra sett reglugerð sem kvað á um leyfisskyldu. Hið ömurlega í reglugerðarsetningu ráðherra er að nákvæmlega engar breytingar eru á iðjunni, þrátt fyrir vísindaleg rök fyrir því að takmarka blóðmagn og milda þjáningar meranna. Það skipti engu máli fyrir dýravelferð þó reglugerðin væri sett, merarnar voru jafnilla settar fyrir og eftir reglugerð. Þrátt fyrir ótal röksemdir lækna, dýralækna og annarra sérfræðinga þess efnis að of langt væri gengið í blóðtökunni. Ráðherra gekk purrkunarlaust erinda einkafyrirtækis með efnisinnihaldi reglugerðarinnar. Þá er hlutur MAST ótalinn. Svo mörg rök hníga að því, að þeir sem halda þar um taumana á málaflokknum um blóðmerahald, eigi að víkja til hliðar, að óhjákvæmilegt er að svo verði. Þetta er einfaldlega allt of langt gengið og of gróft, til þess að stofnunin MAST getið notið nokkurs trausts. Stofnunin er mikilvægt stjórnsýsluvald í dýravelferð og landbúnaði. Stofnunin verður að vera skilvirk og vammlaus. Málsmeðferð stofnunarinnar í málefnum blóðmerahalds (og öðrum málum er varða dýravelferð) er svo vond stjórnsýsla að útilokað er að hægt sé að endurvekja traust almennings til hennar nema stórtækar breytingar á mannahaldi eigi sér stað. Við lestur álits ESA er augljóst að matvælaráðuneytið tekur aldrei sjálfstæða afstöðu til málaflokksins heldur bergmálar álit MAST. Þetta er út yfir öll mörk. Nú verður ráðuneytið að taka af skarið. Höfundur er í stjórn samtaka um Dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýraheilbrigði Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Sjá meira
Með áliti sínu þann 10. maí 2023 hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komist að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr merum og eftirfarandi vinnsla PMSG hormóns falli undir reglur um notkun dýra í tilraunaskyni sem tíundaðar eru í rg. 460/2017. Þetta eru miklar fréttir og góðar fyrir okkur sem höfum barist gegn þessarri óiðju síðastliðin misseri. Í bréfinu til matvælaráðuneytisins eru tíunduð rök ESA fyrir niðurstöðunni og við lesturinn er sláandi hve málsmeðferð ráðuneytisins og MAST er vond. Við sem höfum lagt fram álit eftir álit, samhljóma áliti ESA, með næstum sömu rökum, höfum furðað okkur á útúrsnúningum MAST og ráðuneytis, útímóa túlkunum lögfræðinga þeirra og lagaálitum sem virðast miða að því að koma starfseminni undan því eftirliti sem kveðið er á um í lögum. Sem dæmi má nefna að þegar þágildandi leyfi til blóðtöku úr merum rann út árið 2020, gaf þáverandi lögfræðingur MAST út það álit að reglur um tilraunadýr ættu við og því ætti að beita, þó ekki væri nema 20. gr. laga um dýravelferð sem kveður á um leyfisskyldu. Þessu álti var vikið til hliðar fyrir áliti lögfræðings Ísteka, sem tíundaði innihaldslaus rök gegn leyfisskyldu. Afleiðingin var sú að Ísteka starfaði án leyfis til sumarsins 2022. Þá um vorið hafði SDÍ kært þessa stjórnsýslu MAST til ráðherra. Tveimur mánuðum síðar hafði ráðherra sett reglugerð sem kvað á um leyfisskyldu. Hið ömurlega í reglugerðarsetningu ráðherra er að nákvæmlega engar breytingar eru á iðjunni, þrátt fyrir vísindaleg rök fyrir því að takmarka blóðmagn og milda þjáningar meranna. Það skipti engu máli fyrir dýravelferð þó reglugerðin væri sett, merarnar voru jafnilla settar fyrir og eftir reglugerð. Þrátt fyrir ótal röksemdir lækna, dýralækna og annarra sérfræðinga þess efnis að of langt væri gengið í blóðtökunni. Ráðherra gekk purrkunarlaust erinda einkafyrirtækis með efnisinnihaldi reglugerðarinnar. Þá er hlutur MAST ótalinn. Svo mörg rök hníga að því, að þeir sem halda þar um taumana á málaflokknum um blóðmerahald, eigi að víkja til hliðar, að óhjákvæmilegt er að svo verði. Þetta er einfaldlega allt of langt gengið og of gróft, til þess að stofnunin MAST getið notið nokkurs trausts. Stofnunin er mikilvægt stjórnsýsluvald í dýravelferð og landbúnaði. Stofnunin verður að vera skilvirk og vammlaus. Málsmeðferð stofnunarinnar í málefnum blóðmerahalds (og öðrum málum er varða dýravelferð) er svo vond stjórnsýsla að útilokað er að hægt sé að endurvekja traust almennings til hennar nema stórtækar breytingar á mannahaldi eigi sér stað. Við lestur álits ESA er augljóst að matvælaráðuneytið tekur aldrei sjálfstæða afstöðu til málaflokksins heldur bergmálar álit MAST. Þetta er út yfir öll mörk. Nú verður ráðuneytið að taka af skarið. Höfundur er í stjórn samtaka um Dýravelferð á Íslandi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun