Neitar að tjá sig um stöðu Ágústs sem situr í heitu sæti Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 11:04 Ágúst Gylfason fylgist með sínu liði í tapleiknum gegn FH í síðasta mánuði. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eftir eina verstu byrjun í sögu Stjörnumanna ríkir óvissa um stöðu þjálfara liðsins, Ágústs Gylfasonar, en Stjarnan hefur tapað fimm af fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta. Einu stig sín til þessa á tímabilinu fékk Stjarnan með 5-4 heimasigri gegn nýliðum HK á heimavelli í hreint ótrúlegum leik í 3. umferð. Liðið hefur hins vegar tapað gegn Víkingi, FH, Val, Breiðabliki og svo Fram í fyrrakvöld. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport Vísir hafði samband við Helga Hrannarr Jónsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, til að vita hvort að staða Ágústs væri enn trygg þrátt fyrir gengið í upphafi tímabils. „Ég vil ekki tjá mig neitt um þjálfaramál í Garðabæ,“ var það eina sem Helgi hafði að segja. Stjarnan er sem stendur í fallsæti, með þrjú stig eins og botnlið Fylkis, en getur komist upp fyrir KR, Keflavík og ÍBV með því að vinna ÍBV í Garðabæ á laugardaginn. Eftir bikarleik við Keflavík í næstu viku tekur Stjarnan svo á móti Fylki í öðrum mikilvægum slag í 8. umferð Bestu deildarinnar. Eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu viku ræddu sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport um það að sæti Ágústs væri orðið heitt, og nú hefur tapið gegn Fram bæst við. Ágúst tók við Stjörnunni af Þorvaldi Örlygssyni eftir leiktíðina 2021. Stjarnan hafði þá endað í 7. sæti en varð í 5. sæti á síðustu leiktíð. Jökull Elísabetarson hefur verið Ágústi til aðstoðar og eftir síðustu leiktíð framlengdi hann samning sinn við félagið. Samningurinn sem Ágúst gerði við Stjörnuna þegar hann var ráðinn gildir til loka þessa tímabils. Staða Stjörnunnar var rædd í Stúkunni á mánudaginn þar sem Atli Viðar Björnsson sagði frammistöðu liðsins gegn Fram hafa verið sérstaklega mikil vonbrigði: „Við höfum aðeins talað um að byrjunin hjá Stjörnunni sé vonbrigði, sem hún sannarlega er, en ég var tilbúinn að gefa þeim smá afslátt því eftir [fimmtu] umferð voru þeir búnir að spila við Val, Breiðablik, Víking, KR úti [og spútniklið HK]. Þetta var svínsleg byrjun. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er frammistaðan gegn Fram. Það var ekkert sem að benti til að þetta væri lið sem langaði til að spyrna sér við og koma sér af stað inn í mótið,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Atli Viðar um frammistöðu Stjörnunnar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Einu stig sín til þessa á tímabilinu fékk Stjarnan með 5-4 heimasigri gegn nýliðum HK á heimavelli í hreint ótrúlegum leik í 3. umferð. Liðið hefur hins vegar tapað gegn Víkingi, FH, Val, Breiðabliki og svo Fram í fyrrakvöld. Verstu byrjarnir Stjörnunnar í efstu deild, miðað við sex fyrstu leiki.Stöð 2 Sport Vísir hafði samband við Helga Hrannarr Jónsson, formann meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, til að vita hvort að staða Ágústs væri enn trygg þrátt fyrir gengið í upphafi tímabils. „Ég vil ekki tjá mig neitt um þjálfaramál í Garðabæ,“ var það eina sem Helgi hafði að segja. Stjarnan er sem stendur í fallsæti, með þrjú stig eins og botnlið Fylkis, en getur komist upp fyrir KR, Keflavík og ÍBV með því að vinna ÍBV í Garðabæ á laugardaginn. Eftir bikarleik við Keflavík í næstu viku tekur Stjarnan svo á móti Fylki í öðrum mikilvægum slag í 8. umferð Bestu deildarinnar. Eftir tapið gegn Breiðabliki í síðustu viku ræddu sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport um það að sæti Ágústs væri orðið heitt, og nú hefur tapið gegn Fram bæst við. Ágúst tók við Stjörnunni af Þorvaldi Örlygssyni eftir leiktíðina 2021. Stjarnan hafði þá endað í 7. sæti en varð í 5. sæti á síðustu leiktíð. Jökull Elísabetarson hefur verið Ágústi til aðstoðar og eftir síðustu leiktíð framlengdi hann samning sinn við félagið. Samningurinn sem Ágúst gerði við Stjörnuna þegar hann var ráðinn gildir til loka þessa tímabils. Staða Stjörnunnar var rædd í Stúkunni á mánudaginn þar sem Atli Viðar Björnsson sagði frammistöðu liðsins gegn Fram hafa verið sérstaklega mikil vonbrigði: „Við höfum aðeins talað um að byrjunin hjá Stjörnunni sé vonbrigði, sem hún sannarlega er, en ég var tilbúinn að gefa þeim smá afslátt því eftir [fimmtu] umferð voru þeir búnir að spila við Val, Breiðablik, Víking, KR úti [og spútniklið HK]. Þetta var svínsleg byrjun. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er frammistaðan gegn Fram. Það var ekkert sem að benti til að þetta væri lið sem langaði til að spyrna sér við og koma sér af stað inn í mótið,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Atli Viðar um frammistöðu Stjörnunnar Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira