Að vinna með fyrrverandi Gyða Hjartardóttir skrifar 10. maí 2023 11:30 Það getur verið flókið og sársaukafullt ferli að skilja. Áskoranir foreldra í tengslum við skilnað eru þekktar og er það staðfest með rannsóknum að líkamleg og andleg líðan fráskilinna foreldra fyrst á eftir skilnaðinn er almennt verri en annarra foreldra. Það er því eðlilegt að fólk upplifi áskoranir í tengslum við og í kjölfar skilnaðar, sem getur haft áhrif á getu til þess að takast á við þær áskoranir sem við vitum að fylgja því að takast á við nýtt líf eftir skilnað, eins og að fara úr parsambandi yfir í foreldrasamstarf. Fjölmargar rannsóknir sýna jafnframt að hátt átakastig hefur hvað neikvæðust áhrif á börn eftir skilnað foreldra. Áberandi er skert vellíðan barnanna á fimm meginsviðum og fer versnandi eftir því sem átakastig á milli foreldra hækkar. Ágreiningur foreldra hefur hvað mest neikvæð áhrif á foreldrasamband á milli foreldra og barna, á líkamlega og andlega vellíðan barna, á félagslega vellíðan í tengslum við vini og vellíðan barna í skólanum. Það er því til mikils að vinna fyrir börn og foreldra að leggja sig fram og gera það sem við vitum að dregur úr þessum neikvæðu áhrifum. Eitt af því sem hefur sýnt sig að skila foreldrum hvað mestum árangri eftir skilnað er að líta á foreldrasamstarfið og hitt foreldrið eins og að eiga góðan samstarfsfélaga á vinnustað. Góðir samstarfsfélagar þurfa ekki að elska hvort annað og líta ekki endilega á hvort annað sem vini, en þeir tala kurteislega saman og vinna saman að ýmsum verkefnum. Góðir samstarfsfélagar tala oft saman en aðallega um verkefni tengd börnunum og síður um einkalíf sitt eða tilfinningar. Góðir samstarfélagar treysta hvort öðru sem foreldri og hafa lokið parasambandinu. Góðir samstarfsfélagar geta alveg fundið fyrir erfiðum tilfinningum í garð hvors annars en þeim tekst iðulega að ná málamiðlun um börnin og horfa fram hjá því sem veldur þeim gremju. Því ósk þeirra um að gera það sem er börnunum fyrir bestu vegur þyngra en tilfinningar þeirra sjálfra. Í öllu góðu samstarfi getur komið upp sú staða að fólk sé ekki sammála og þá getur gagnast að hugsa hvernig þið mynduð tala eða skrifa til samstarfsfélaga á vinnustað og þannig einbeita sér að markmiðinu en láta ekki tilfinningarnar taka yfir. Þá getur skipt máli að skapa skýra ramma, sem getur komið í veg fyrir misskilning og óþægilegar uppákomur, eins og að ákveða fyrirfram hvar eigi að hittast, tíma og tímalengd, hvað eigi að ræða og fylgja dagskrá til að fara ekki að tala um gömul mál og særindi. Jafnframt að vera búin að ákveða nokkrar grunnreglur, eins og að grípa ekki fram í fyrir hvort öðru, að hlusta á hvort annað og tala kurteislega þrátt fyrir að vera ekki sammála. Með þessu móti er hægt er að draga verulega úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn (og fullorðna), þar sem lögð er áhersla á að daglegt líf barnanna gangi vel fyrir sig með sameiginlegum römmum, mörkum og samkomulagi. Það ferli er ekki auðvelt og yfirleitt ekki án áskorana, en engu að síður mjög gerlegt og mikilvægt, einkum til að tryggja að börnunum líði sem best, um það snýst samvinnan. Það verður ekki of oft sagt að það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið mestum skaða gagnvart börnum heldur það hvernig staðið er að honum og þar getum við haft áhrif til góðs. Höfundur er umsjónar- og ábyrgðaraðili www.samvinnaeftirskilnad.is á Íslandi og einn af eigendum www.skilnaður.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið og sársaukafullt ferli að skilja. Áskoranir foreldra í tengslum við skilnað eru þekktar og er það staðfest með rannsóknum að líkamleg og andleg líðan fráskilinna foreldra fyrst á eftir skilnaðinn er almennt verri en annarra foreldra. Það er því eðlilegt að fólk upplifi áskoranir í tengslum við og í kjölfar skilnaðar, sem getur haft áhrif á getu til þess að takast á við þær áskoranir sem við vitum að fylgja því að takast á við nýtt líf eftir skilnað, eins og að fara úr parsambandi yfir í foreldrasamstarf. Fjölmargar rannsóknir sýna jafnframt að hátt átakastig hefur hvað neikvæðust áhrif á börn eftir skilnað foreldra. Áberandi er skert vellíðan barnanna á fimm meginsviðum og fer versnandi eftir því sem átakastig á milli foreldra hækkar. Ágreiningur foreldra hefur hvað mest neikvæð áhrif á foreldrasamband á milli foreldra og barna, á líkamlega og andlega vellíðan barna, á félagslega vellíðan í tengslum við vini og vellíðan barna í skólanum. Það er því til mikils að vinna fyrir börn og foreldra að leggja sig fram og gera það sem við vitum að dregur úr þessum neikvæðu áhrifum. Eitt af því sem hefur sýnt sig að skila foreldrum hvað mestum árangri eftir skilnað er að líta á foreldrasamstarfið og hitt foreldrið eins og að eiga góðan samstarfsfélaga á vinnustað. Góðir samstarfsfélagar þurfa ekki að elska hvort annað og líta ekki endilega á hvort annað sem vini, en þeir tala kurteislega saman og vinna saman að ýmsum verkefnum. Góðir samstarfsfélagar tala oft saman en aðallega um verkefni tengd börnunum og síður um einkalíf sitt eða tilfinningar. Góðir samstarfélagar treysta hvort öðru sem foreldri og hafa lokið parasambandinu. Góðir samstarfsfélagar geta alveg fundið fyrir erfiðum tilfinningum í garð hvors annars en þeim tekst iðulega að ná málamiðlun um börnin og horfa fram hjá því sem veldur þeim gremju. Því ósk þeirra um að gera það sem er börnunum fyrir bestu vegur þyngra en tilfinningar þeirra sjálfra. Í öllu góðu samstarfi getur komið upp sú staða að fólk sé ekki sammála og þá getur gagnast að hugsa hvernig þið mynduð tala eða skrifa til samstarfsfélaga á vinnustað og þannig einbeita sér að markmiðinu en láta ekki tilfinningarnar taka yfir. Þá getur skipt máli að skapa skýra ramma, sem getur komið í veg fyrir misskilning og óþægilegar uppákomur, eins og að ákveða fyrirfram hvar eigi að hittast, tíma og tímalengd, hvað eigi að ræða og fylgja dagskrá til að fara ekki að tala um gömul mál og særindi. Jafnframt að vera búin að ákveða nokkrar grunnreglur, eins og að grípa ekki fram í fyrir hvort öðru, að hlusta á hvort annað og tala kurteislega þrátt fyrir að vera ekki sammála. Með þessu móti er hægt er að draga verulega úr neikvæðum áhrifum skilnaðar á börn (og fullorðna), þar sem lögð er áhersla á að daglegt líf barnanna gangi vel fyrir sig með sameiginlegum römmum, mörkum og samkomulagi. Það ferli er ekki auðvelt og yfirleitt ekki án áskorana, en engu að síður mjög gerlegt og mikilvægt, einkum til að tryggja að börnunum líði sem best, um það snýst samvinnan. Það verður ekki of oft sagt að það er ekki skilnaðurinn sjálfur sem getur valdið mestum skaða gagnvart börnum heldur það hvernig staðið er að honum og þar getum við haft áhrif til góðs. Höfundur er umsjónar- og ábyrgðaraðili www.samvinnaeftirskilnad.is á Íslandi og einn af eigendum www.skilnaður.is.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun