Innlent

Ákærður fyrir nauðgun á skemmtistað

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir að stinga getnaðarlimi sínum upp í munn konu á skemmtistað í mars á síðasta ári.
Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir að stinga getnaðarlimi sínum upp í munn konu á skemmtistað í mars á síðasta ári. Vísir/Vilhelm

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun á salerni ónefnds skemmtistaðar í Reykjavík í lok mars á síðasta ári. Maðurinn er sagður hafa stungið getnaðarlim sínum í munn konu sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar.

Atvikið átti sér stað þann 26. mars 2022 en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 

Í ákæru héraðssaksóknara er maðurinn sagður hafa með ólögmætri nauðung og með því að neyta aflsmunar stungið getnaðarlim sínum í munn konu þar sem hún sat á salerninu. Þá segir einnig í ákærunni að maðurinn hafi notfært sér það að konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar.

Konan krefst þess að maðurinn verði dæmdur til að greiða henni tvær milljónir króna í miskabætur auk vaxta. Einnig krefst hún þess að hann greiði sér þóknun vegna réttargæslu. Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×