Leituðu að hring látinnar frænku í Reykjavíkurtjörn Máni Snær Þorláksson skrifar 8. maí 2023 15:20 Leitin bar ekki árangur í morgun en björgunarsveitin er þó ekki búin að gefast upp. Björgunarsveitin Suðurnes Maður á þrítugsaldri tapaði hring sínum er hann var að gefa öndunum í Reykjavíkurtjörn brauð. Kallað var eftir aðstoð björgunarsveitar til að leita að hringnum. Kafarar sem áttu lausa stund mættu á vettvang en leitin bar ekki árangur. Björgunarsveitin Suðurnes mætti á vettvang með tvo kafara. Í færslu sem björgunarsveitin birtir á Facebook-síðu sinni segir að um „óvenjulega“ aðstoð sé að ræða. Þessir tveir kafarar hafi átt lausa stund og byrjað leitina með myndavél. „Eftir um tveggja tíma leit var ákveðið að leita botninn með kafara. Því miður bar leitin ekki árangur í þetta skiptið en mun björgunarsveitin nýta þetta tækifæri til æfingar og halda leitinni eitthvað áfram.“ Óvenjuleg en frábær æfing Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, segir í samtali við fréttastofu að fjölskylda mannsins sem týndi hringnum hafi haft samband við björgunarsveitina. „Okkur fannst þetta svo skemmtilegt, þó svo þetta sé pínu óvenjulegt, að við urðum bara að hjálpa þeim,“ segir Haraldur. „Það voru tveir lausir kafarar sem eru í vaktavinnu, þeir hoppuðu á vagninn og voru svo indælir að kíkja á þetta.“ Kafað eftir hringnum í tjörninni.Björgunarsveitin Suðurnes Reykjavíkurtjörn verður seint flokkuð undir djúpt vatn og segir Haraldur að því myndi köfunin í tjörninni eiginlega flokkast undir yfirborðsköfun. „Allt svona er auðvitað frábær æfing fyrir okkur,“ segir hann. „En við notuðum að stórum hluta til myndavél. Við vorum alveg í tvo tíma að fara yfir svæðið með myndavél, fram og til baka og upp og niður.“ Þetta sé björgunarsveitarstarfið í hnotskurn Alls stóð leitin að hringnum yfir í um þrjá og hálfan tíma en sem fyrr segir bar hún ekki árangur. Björgunarsveitin er þó ekki af baki dottin. „Við ætlum að gefa þessu annan séns og reyna aftur,“ segir Haraldur. Kafararnir fundu ekki hringinn í fyrstu tilraun.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur bætir þá við að þeir þurfi að breyta til í næstu leit og reyna eitthvað annað. „Við verðum að skipta um taktík næst. Við verðum eitthvað að breyta um aðferð, þetta var ekki að gera sig í morgun,“ segir hann. Að lokum segir hann þessa leit gefa góða innsýn í starfið: „Þetta er björgunarstarfið í hnotskurn, að geta hjálpað náunganum, það er ekki nokkur spurning.“ Hringur með mikið tilfinningalegt gildi Faðir mannsins sem týndi hringnum hafði samband við fréttastofu eftir að hún birtist. Hann segir að sonur sinn sé ekki fjölskyldufaðir, hann sé ógiftur og því sé ekki um giftingarhring að ræða. Sonur hans hafi fengið hringinn að gjöf frá frænku sinni sem nú er látinn, hann sé því með mikið tilfinningalegt gildi. „Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum,“ segir faðir mannsins í samtali við fréttastofu. Eftir að hafa reynt að leita að hringnum með öðrum leiðum var þeim bent á að hafa samband við Harald. „Haraldur vildi endilega hjálpa okkur án greiðslu.“ Þá segir faðir mannsins að fjölskyldan sé afar þakklát björgunarsveitinni fyrir góðmennsku þeirra og hjálpsemi. Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá fjölskyldunni að ekki væri um giftingarhring að ræða heldur hring látinnar frænku. Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Björgunarsveitin Suðurnes mætti á vettvang með tvo kafara. Í færslu sem björgunarsveitin birtir á Facebook-síðu sinni segir að um „óvenjulega“ aðstoð sé að ræða. Þessir tveir kafarar hafi átt lausa stund og byrjað leitina með myndavél. „Eftir um tveggja tíma leit var ákveðið að leita botninn með kafara. Því miður bar leitin ekki árangur í þetta skiptið en mun björgunarsveitin nýta þetta tækifæri til æfingar og halda leitinni eitthvað áfram.“ Óvenjuleg en frábær æfing Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes, segir í samtali við fréttastofu að fjölskylda mannsins sem týndi hringnum hafi haft samband við björgunarsveitina. „Okkur fannst þetta svo skemmtilegt, þó svo þetta sé pínu óvenjulegt, að við urðum bara að hjálpa þeim,“ segir Haraldur. „Það voru tveir lausir kafarar sem eru í vaktavinnu, þeir hoppuðu á vagninn og voru svo indælir að kíkja á þetta.“ Kafað eftir hringnum í tjörninni.Björgunarsveitin Suðurnes Reykjavíkurtjörn verður seint flokkuð undir djúpt vatn og segir Haraldur að því myndi köfunin í tjörninni eiginlega flokkast undir yfirborðsköfun. „Allt svona er auðvitað frábær æfing fyrir okkur,“ segir hann. „En við notuðum að stórum hluta til myndavél. Við vorum alveg í tvo tíma að fara yfir svæðið með myndavél, fram og til baka og upp og niður.“ Þetta sé björgunarsveitarstarfið í hnotskurn Alls stóð leitin að hringnum yfir í um þrjá og hálfan tíma en sem fyrr segir bar hún ekki árangur. Björgunarsveitin er þó ekki af baki dottin. „Við ætlum að gefa þessu annan séns og reyna aftur,“ segir Haraldur. Kafararnir fundu ekki hringinn í fyrstu tilraun.Björgunarsveitin Suðurnes Haraldur bætir þá við að þeir þurfi að breyta til í næstu leit og reyna eitthvað annað. „Við verðum að skipta um taktík næst. Við verðum eitthvað að breyta um aðferð, þetta var ekki að gera sig í morgun,“ segir hann. Að lokum segir hann þessa leit gefa góða innsýn í starfið: „Þetta er björgunarstarfið í hnotskurn, að geta hjálpað náunganum, það er ekki nokkur spurning.“ Hringur með mikið tilfinningalegt gildi Faðir mannsins sem týndi hringnum hafði samband við fréttastofu eftir að hún birtist. Hann segir að sonur sinn sé ekki fjölskyldufaðir, hann sé ógiftur og því sé ekki um giftingarhring að ræða. Sonur hans hafi fengið hringinn að gjöf frá frænku sinni sem nú er látinn, hann sé því með mikið tilfinningalegt gildi. „Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum,“ segir faðir mannsins í samtali við fréttastofu. Eftir að hafa reynt að leita að hringnum með öðrum leiðum var þeim bent á að hafa samband við Harald. „Haraldur vildi endilega hjálpa okkur án greiðslu.“ Þá segir faðir mannsins að fjölskyldan sé afar þakklát björgunarsveitinni fyrir góðmennsku þeirra og hjálpsemi. Fréttin var uppfærð með upplýsingum frá fjölskyldunni að ekki væri um giftingarhring að ræða heldur hring látinnar frænku.
Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira