Kergja hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. maí 2023 16:15 Frá vinstri: Gennaro Sangiugliano, menningarmálaráðherra Ítalíu, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og Antonoio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu. Sá síðastnefndi krefst þess að frönsk stjórnvöld biðji Meloni og alla ítölsku þjóðina afsökunar fyrir móðgandi ummæli í garð forsætisráðherrans. Antonio Masiello/Getty Images Kergja er hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu eftir að innanríkisráðherra Frakklands kallaði forsætisráðherra Ítalíu lygara í útvarpsviðtali í vikunni. Utanríkisráðherra Ítalíu aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar í lok vikunnar. Kallaði forsætisráðherrann vanhæfan lygara Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands var til viðtals hjá frönsku útvarpsstöðinni RMC í vikunni. Hann sagði þar að Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu væri algerlega ófær um að leysa innflytjendavandann á Ítalíu og að hún hefði lóðrétt logið að ítölskum almenningi þegar hún hefði lofað því í kosningabaráttunni í fyrra að hún myndi binda endi á stöðugan straum flóttamanna yfir Miðjarðarhafið og inn til Ítalíu. Neyðarástandi lýst yfir á Ítalíu Það sem af er ári hafa yfir 40.000 flóttamenn komið til Ítalíu, sem er fjórföldun miðað við sama tíma í fyrra. Ítalska ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi til 6 mánaða í síðasta mánuði og hefur þrengt að möguleikum ítalskra skipa til að koma flóttamönnum á siglingu á illa búnum fleytum til bjargar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Darmanin atyrðir ítölsk stjórnvöld. Í nóvember síðastliðnum sagði hann þau vera eigingjörn og sjálfselsk þegar þau bönnuðu skipi sem bjargað hafði 230 flóttamönnum úr sjónum að leggja að bryggju á Ítalíu. Skipið fór á endanum til Frakklands. Móðgun við þjóðina og krefst afsökunarbeiðni Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu segir ummælin tilefnislaus og dónaleg móðgun við forsætisráðherrann, og ekki bara hana heldur við alla ítölsku þjóðina og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar þar sem hann ætlaði að funda með utanríkisráðherra Frakklands. Þeim fundi var einmitt ætlað að bera klæði á vopnin eftir fremur köld samskipti síðustu ára, en fyrir fjórum árum kölluðu frönsk stjórnvöld sendiherra sinn heim frá Ítalíu eftir að leiðtogar þáverandi ríkisstjórnar Ítalíu létu frönsk stjórnvöld heyra það óþvegið. Tajani segir að hann fari ekki til Parísar fyrr en frönsk stjórnvöld biðji forláts á ummælum innanríkisráðherrans. Frakkland Ítalía Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira
Kallaði forsætisráðherrann vanhæfan lygara Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands var til viðtals hjá frönsku útvarpsstöðinni RMC í vikunni. Hann sagði þar að Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu væri algerlega ófær um að leysa innflytjendavandann á Ítalíu og að hún hefði lóðrétt logið að ítölskum almenningi þegar hún hefði lofað því í kosningabaráttunni í fyrra að hún myndi binda endi á stöðugan straum flóttamanna yfir Miðjarðarhafið og inn til Ítalíu. Neyðarástandi lýst yfir á Ítalíu Það sem af er ári hafa yfir 40.000 flóttamenn komið til Ítalíu, sem er fjórföldun miðað við sama tíma í fyrra. Ítalska ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi til 6 mánaða í síðasta mánuði og hefur þrengt að möguleikum ítalskra skipa til að koma flóttamönnum á siglingu á illa búnum fleytum til bjargar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Darmanin atyrðir ítölsk stjórnvöld. Í nóvember síðastliðnum sagði hann þau vera eigingjörn og sjálfselsk þegar þau bönnuðu skipi sem bjargað hafði 230 flóttamönnum úr sjónum að leggja að bryggju á Ítalíu. Skipið fór á endanum til Frakklands. Móðgun við þjóðina og krefst afsökunarbeiðni Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu segir ummælin tilefnislaus og dónaleg móðgun við forsætisráðherrann, og ekki bara hana heldur við alla ítölsku þjóðina og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar þar sem hann ætlaði að funda með utanríkisráðherra Frakklands. Þeim fundi var einmitt ætlað að bera klæði á vopnin eftir fremur köld samskipti síðustu ára, en fyrir fjórum árum kölluðu frönsk stjórnvöld sendiherra sinn heim frá Ítalíu eftir að leiðtogar þáverandi ríkisstjórnar Ítalíu létu frönsk stjórnvöld heyra það óþvegið. Tajani segir að hann fari ekki til Parísar fyrr en frönsk stjórnvöld biðji forláts á ummælum innanríkisráðherrans.
Frakkland Ítalía Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Sjá meira