Leggur til nýtt úrræði fyrir alvarlega veika fanga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. maí 2023 18:30 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Hann undirbýr nú minnisblað um málið sem hann segir forgangsmál í ráðuneytinu. Í Kompás var fjallað um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem fá ekki viðeigandi aðstoð í fangelsi og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Sérfræðingar hafa kallað eftir sértæku úrræði fyrir þennan hóp þar sem þeir fái lögbundna heilbrigðisþjónustu en hafa hingað til talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Hefur boðað minnisblað með tillögum í ríkisstjórn Dómsmálaráðherra mun á næstu dögum leggja fyrir ríkisstjórnina minnisblað með tillögum að úrræði fyrir þennan hóp. Hann leggur til sameiginlegt verkefni dómsmála- heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis sem snýr að uppbyggingu á vistunarúrræði fyrir þá fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda, þar sem þeir eru taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum. „Við erum tilbúin til að leggja þau lóð á vogarskálarnar og fara í úrræði sem getur þá nýst öllum aðilum. Við getum þá verið með þessa fanga og þá sem þurfa á öryggisvistun að halda, sem eru þá á vettvangi félagsmálayfirvalda, á einum og sama staðnum. Það er mikill ávinningur augljóslega af því í mínum augum að geta samnýtt þannig starfsfólk og þjónustu í kringum þá sem eru þarna veikastir og þurfa á mestri aðstoð að halda,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og bætir við að úrræðið þurfi að byggja upp á tiltölulega skömmum tíma. Samþætting sem henti öllum Í dag eru þeir sem þurfa á öryggisvistun að halda vistaðir hér og þar á landinu með tilheyrandi kostnaði og segir Jón því einnig mikinn fjárhagslegan ávinning af því að samnýta heilbrigðisstarfsfólk og fangaverði fyrir þessa hópa á einum stað. Dómsmálaráðuneytið sæi þannig um öryggisþáttinn, heilbrigðisráðuneytið kæmi að heilbrigðisþjónustunni og félagsmálaráðuneytið að málum þeirra borgara sem eru öryggisvistaðir. „Ég get séð fyrir mér ákveðna samþættingu sem hentar öllum aðilum og það gefur augaleið að sameina þannig þessa hópa mun einfalda allt ferlið, það verður líka miklu hagkvæmara í stað þess að hafa þetta fólk einstaklingsbundið í vistunarúrræðum víða um land.“ Áfram þurfi að efla heilbrigðisþjónustu í fangelsum Hann segir þörf á að byggja upp aðstöðu í grennd við Keflavíkurflugvöll til að mæta þeim mikla fjölda fólks sem sætir gæsluvarðhaldi á hverjum tíma vegna gruns um smygl á fíkniefnum til landsins og sér fyrir sér að hægt væri að byggja aðstöðu fyrir þennan veika hóp samhliða þeirri uppbyggingu. Þrátt fyrir að hann vilji ráðast í nýtt úrræði fyrir alvarlega veikt fólk segir hann mikilvægt að efla til muna heilbrigðisþjónustu í fangelsum. „Það er alveg ljóst að við þurfum líka í þessu bataferli að horfa til úrræði til að bæta enn frekar aðstöðu og læknismeðferð á því fólki sem ekki fer inn í þau úrræði sem við erum að tala um, heldur er áfram í fangelsum en þarf á aðstoð að halda til að geta komist aftur heilbrigðara út í samfélagið.“ Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. 3. maí 2023 12:30 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Í Kompás var fjallað um úrræðaleysi þegar kemur að alvarlega andlega veikum föngum sem fá ekki viðeigandi aðstoð í fangelsi og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið hættulegri en áður. Sérfræðingar hafa kallað eftir sértæku úrræði fyrir þennan hóp þar sem þeir fái lögbundna heilbrigðisþjónustu en hafa hingað til talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Hefur boðað minnisblað með tillögum í ríkisstjórn Dómsmálaráðherra mun á næstu dögum leggja fyrir ríkisstjórnina minnisblað með tillögum að úrræði fyrir þennan hóp. Hann leggur til sameiginlegt verkefni dómsmála- heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis sem snýr að uppbyggingu á vistunarúrræði fyrir þá fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda, þar sem þeir eru taldir hættulegir sjálfum sér eða öðrum. „Við erum tilbúin til að leggja þau lóð á vogarskálarnar og fara í úrræði sem getur þá nýst öllum aðilum. Við getum þá verið með þessa fanga og þá sem þurfa á öryggisvistun að halda, sem eru þá á vettvangi félagsmálayfirvalda, á einum og sama staðnum. Það er mikill ávinningur augljóslega af því í mínum augum að geta samnýtt þannig starfsfólk og þjónustu í kringum þá sem eru þarna veikastir og þurfa á mestri aðstoð að halda,“ segir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og bætir við að úrræðið þurfi að byggja upp á tiltölulega skömmum tíma. Samþætting sem henti öllum Í dag eru þeir sem þurfa á öryggisvistun að halda vistaðir hér og þar á landinu með tilheyrandi kostnaði og segir Jón því einnig mikinn fjárhagslegan ávinning af því að samnýta heilbrigðisstarfsfólk og fangaverði fyrir þessa hópa á einum stað. Dómsmálaráðuneytið sæi þannig um öryggisþáttinn, heilbrigðisráðuneytið kæmi að heilbrigðisþjónustunni og félagsmálaráðuneytið að málum þeirra borgara sem eru öryggisvistaðir. „Ég get séð fyrir mér ákveðna samþættingu sem hentar öllum aðilum og það gefur augaleið að sameina þannig þessa hópa mun einfalda allt ferlið, það verður líka miklu hagkvæmara í stað þess að hafa þetta fólk einstaklingsbundið í vistunarúrræðum víða um land.“ Áfram þurfi að efla heilbrigðisþjónustu í fangelsum Hann segir þörf á að byggja upp aðstöðu í grennd við Keflavíkurflugvöll til að mæta þeim mikla fjölda fólks sem sætir gæsluvarðhaldi á hverjum tíma vegna gruns um smygl á fíkniefnum til landsins og sér fyrir sér að hægt væri að byggja aðstöðu fyrir þennan veika hóp samhliða þeirri uppbyggingu. Þrátt fyrir að hann vilji ráðast í nýtt úrræði fyrir alvarlega veikt fólk segir hann mikilvægt að efla til muna heilbrigðisþjónustu í fangelsum. „Það er alveg ljóst að við þurfum líka í þessu bataferli að horfa til úrræði til að bæta enn frekar aðstöðu og læknismeðferð á því fólki sem ekki fer inn í þau úrræði sem við erum að tala um, heldur er áfram í fangelsum en þarf á aðstoð að halda til að geta komist aftur heilbrigðara út í samfélagið.“
Kompás Fangelsismál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18 „Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20 Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. 3. maí 2023 12:30 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. 4. maí 2023 08:18
„Getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa segir það hafa komið á óvart hve margir alvarlega veikir afpláni í fangelsi. Hún segir fólk ekki hætta að vera skjólstæðingar spítalans þó það hefji afplánun í fangelsi. Samstarf skorti á milli fangelsa og Landspítala. 1. maí 2023 08:20
Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. 3. maí 2023 12:30