Ummæli Ágústs komu Lárusi á óvart: „Hef ekki tekið eftir þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2023 10:30 Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Bára Dröfn Ágúst Gylfason, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Bestu deildinni segir það hundfúlt að heyra skilaboð frá þjálfurum annarra liða í deildinni sem skipi sínum leikmönnum að sparka niður ungu leikmenn Stjörnunnar. Leikmenn séu sparkaðir út úr leikjum liðsins. Breiðablik vann á dögunum afar sannfærandi 2-0 sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Samsung vellinum í Bestu deild karla. Eftir fyrstu fimm umferðir mótsins sitja Stjörnumenn í fallsæti með þrjú stig og aðeins einn sigur. Í viðtali eftir leikinn gegn Blikum var Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. spurður sérstaklega út í frammistöðu Ísaks Andra Sigurgeirssonar 19 ára gamals leikmanns Stjörnunnar sem átti erfitt uppdráttar í leiknum. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum eru þeir sparkaðir niður út og suður og maður heyrir skilaboð frá þjálfurum andstæðingana á þá leið að það eigi bara að brjóta á þeim og sparka þá niður. Það er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi, að leikmenn sem eru frábærir og að reyna að standa sig séu bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Þetta sé ekki vandamál Stjörnunnar Viðtalið við Ágúst var til umræðu í uppgjörsþætti Bestu deildarinnar, Stúkan, á Stöð 2 Sport í gær þar sem Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður þáttarins sagði þetta ekki vera vandamál Stjörnunnar. „Þeir eru búnir að fá á sig níu mörk í síðustu þremur leikjum, það er stærra vandamál.“ Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, tóku undir með Guðmundi. „Þetta eru 2,4 mörk fengin á sig að meðaltali í leik,“ svaraði Lárus Orri. „Þessi ummæli Gústa koma mér á óvart. Ég hef séð alla leiki Stjörnunnar á þessu tímabili og hef ekki tekið eftir þessu (að ungir leikmenn Stjörnunnar séu sparkaðir niður) sérstaklega.“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar StúkunnarVísir/Skjáskot Albert Brynjar telur að með þessum ummælum hafi leikur Stjörnunnar við Víking Reykjavík á dögunum verið ofarlega í huga Ágústs. „Þar var Davíð Örn Atlason, bakvörður Víkinga, bara settur sérstaklega á Ísak Andra. Davíð Örn fer í viðtal eftir leik og þar talaði hann um að hann hafi viljað opna leikinn á því að fara svolítið fast í Ísak, bara eins og varnarmenn gera.“ Í leik Stjörnunnar og Breiðabliks hafi Andri Rafn Yeoman verið settur sérstaklega á Ísak Andra. „Ég held að Ágúst sé bara pirraður á að bæði þessi plön andstæðinga Stjörnunnar virkuðu.“ Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. 5. maí 2023 11:30 Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Breiðablik vann á dögunum afar sannfærandi 2-0 sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Samsung vellinum í Bestu deild karla. Eftir fyrstu fimm umferðir mótsins sitja Stjörnumenn í fallsæti með þrjú stig og aðeins einn sigur. Í viðtali eftir leikinn gegn Blikum var Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. spurður sérstaklega út í frammistöðu Ísaks Andra Sigurgeirssonar 19 ára gamals leikmanns Stjörnunnar sem átti erfitt uppdráttar í leiknum. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum eru þeir sparkaðir niður út og suður og maður heyrir skilaboð frá þjálfurum andstæðingana á þá leið að það eigi bara að brjóta á þeim og sparka þá niður. Það er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi, að leikmenn sem eru frábærir og að reyna að standa sig séu bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Þetta sé ekki vandamál Stjörnunnar Viðtalið við Ágúst var til umræðu í uppgjörsþætti Bestu deildarinnar, Stúkan, á Stöð 2 Sport í gær þar sem Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður þáttarins sagði þetta ekki vera vandamál Stjörnunnar. „Þeir eru búnir að fá á sig níu mörk í síðustu þremur leikjum, það er stærra vandamál.“ Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, tóku undir með Guðmundi. „Þetta eru 2,4 mörk fengin á sig að meðaltali í leik,“ svaraði Lárus Orri. „Þessi ummæli Gústa koma mér á óvart. Ég hef séð alla leiki Stjörnunnar á þessu tímabili og hef ekki tekið eftir þessu (að ungir leikmenn Stjörnunnar séu sparkaðir niður) sérstaklega.“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar StúkunnarVísir/Skjáskot Albert Brynjar telur að með þessum ummælum hafi leikur Stjörnunnar við Víking Reykjavík á dögunum verið ofarlega í huga Ágústs. „Þar var Davíð Örn Atlason, bakvörður Víkinga, bara settur sérstaklega á Ísak Andra. Davíð Örn fer í viðtal eftir leik og þar talaði hann um að hann hafi viljað opna leikinn á því að fara svolítið fast í Ísak, bara eins og varnarmenn gera.“ Í leik Stjörnunnar og Breiðabliks hafi Andri Rafn Yeoman verið settur sérstaklega á Ísak Andra. „Ég held að Ágúst sé bara pirraður á að bæði þessi plön andstæðinga Stjörnunnar virkuðu.“
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. 5. maí 2023 11:30 Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. 5. maí 2023 11:30