Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í bænum þegar ljóst var að Napoli hafi tryggt sér sinn fyrsta sigur í Serie A frá árinu 1990. Diego Armando Maradona var á þeim tíma fyrirliði liðsins.
Fjölmiðlar segja manninn sem lést og þeir sem skotnir voru í gærkvöldi hafa tengst skipulagðri glæpastarfsemi.
Ansa segir sömuleiðis nokkrir hafi slasast af völdum flugelda og verið fluttir á sjúkrahús.
Þetta var í þriðja sinn sem karlalið Napoli fagnar Ítalíumeistaratitlinum í fótbolta. Victor Osimhen var hetja Napoli en hann skoraði jöfnunarmarkið í síðari hálfleik í leiknum gegn Udinese en liðinu dugði jafntefli í leiknum til að tryggja titilinn.