Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. maí 2023 06:54 Clinton hjónin ræddu við David Rubenstein í New York í gær. Getty/Jamie McCarthy Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. Clinton segist hafa áttað sig á þessu eftir samtal við Pútín í Davos. Að sögn Clinton gerði Pútín lítið úr samkomulaginu sem Boris Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseti, hefði samþykkt um að virða yfirráð Úkraínu yfir eigin landi gegn því að stjórnvöld í Kænugarði létu af hendi kjarnorkuvopn frá Sovét-tímanum. „Vladimir Pútín tjáði mér árið 2011, þremur árum áður en hann tók Krímskaga, að hann væri ekki sammála samkomulaginu sem ég komst að við Boris Jeltsín,“ er haft eftir Clinton. „Hann sagði: „Ég er ekki sammála því. Og ég styð það ekki. Og ég er ekki bundinn af því.“ Frá þeim degi vissi ég að þetta væri bara tímaspursmál,“ segir Clinton. Bill Clinton said he realised in 2011 it was 'just a matter of time' before Vladimir Putin would move on Ukraine after a chilling discussion with Russia s president in Davos https://t.co/ETrC40ztwd— Financial Times (@FinancialTimes) May 5, 2023 Í sömu umfjöllun Financial Times er haft eftir Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að til að binda enda á átökin í Úkraínu verði Úkraínumenn að sigra Rússa, eða að minnsta kosti ná aftur því landsvæði í austurhluta landsins sem nú er á valdi Rússa. „Þá vantar vogarafl,“ segir Clinton. „Ég myndi ekki undir neinum kringumstæðum treysta Pútín við samningaborðið, nema Úkraínumenn, með okkar stuðningi, hafi nægilegt vogarafl.“ Hér má lesa umfjöllun Guardian en grein FT er á bak við greiðsluvegg. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bill Clinton Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Clinton segist hafa áttað sig á þessu eftir samtal við Pútín í Davos. Að sögn Clinton gerði Pútín lítið úr samkomulaginu sem Boris Jeltsín, þáverandi Rússlandsforseti, hefði samþykkt um að virða yfirráð Úkraínu yfir eigin landi gegn því að stjórnvöld í Kænugarði létu af hendi kjarnorkuvopn frá Sovét-tímanum. „Vladimir Pútín tjáði mér árið 2011, þremur árum áður en hann tók Krímskaga, að hann væri ekki sammála samkomulaginu sem ég komst að við Boris Jeltsín,“ er haft eftir Clinton. „Hann sagði: „Ég er ekki sammála því. Og ég styð það ekki. Og ég er ekki bundinn af því.“ Frá þeim degi vissi ég að þetta væri bara tímaspursmál,“ segir Clinton. Bill Clinton said he realised in 2011 it was 'just a matter of time' before Vladimir Putin would move on Ukraine after a chilling discussion with Russia s president in Davos https://t.co/ETrC40ztwd— Financial Times (@FinancialTimes) May 5, 2023 Í sömu umfjöllun Financial Times er haft eftir Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að til að binda enda á átökin í Úkraínu verði Úkraínumenn að sigra Rússa, eða að minnsta kosti ná aftur því landsvæði í austurhluta landsins sem nú er á valdi Rússa. „Þá vantar vogarafl,“ segir Clinton. „Ég myndi ekki undir neinum kringumstæðum treysta Pútín við samningaborðið, nema Úkraínumenn, með okkar stuðningi, hafi nægilegt vogarafl.“ Hér má lesa umfjöllun Guardian en grein FT er á bak við greiðsluvegg.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bill Clinton Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira