Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2023 08:32 Guðmundur Guðmundsson hætti með íslenska landsliðið 21. febrúar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið. Íslenska landsliðið er reyndar búið að spila fjóra landsleiki og tryggja sig inn á Evrópumótið í millitíðinni en það gerði það undir stjórn þeirra Gunnars Magnússonar og Ágústs Þórs Jóhannssonar sem tóku við liðinu tímabundið. Eftir stendur að Handknattleiksambandið er enn að leita að næsta framtíðarþjálfara íslenska landsliðsins. Það er reyndar sterkur orðrómur um að sá útvaldi sé Snorri Steinn Guðjónsson en það hefur ekki verið staðfest af þeim sem ráða. Það er vitað að viðkomandi þjálfari mun taka við gríðarlega spennandi liði sem hefur allt til alls til að gera góða hluti á næstu árum. HSÍ vill halda leit sinni á bak við tjöldin en á þessum tíma hafa menn verið að hlera að viðræður við nokkra aðila, innlenda sem erlenda, hafa verið í gangi. Fréttirnir hafa hins vegar meira snúist um það hvaða erlendir þjálfarar hafa gefið starfið frá sér auk þess að Dagur Sigurðsson þótti vinnubrögð sambandsins ekki boðleg og sagðist ekki getað unnið með þeim mönnum sem stýra HSÍ-skútunni í dag. Smám saman hefur því fækkað á óskalistanum og því stendur eftir nafn Snorra Steins Guðjónssonar með stórum stöfum. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983. Reyndar má deila um hvort ráðning Bogdans hafi í raun aðeins tekið nokkra daga eða allt sumarið því stjórnin sagði fjölmiðlum frá viðræðum sínum við Bogdan um leið og það kom í ljós að Hilmar Björnsson yrði ekki áfram. Það er því hægt að segja að þetta sé lengsta landsliðsþjálfaraleitin. Opinberlega kom það í ljós að Hilmar yrði ekki með liðið um leið og viðræður hófust við Bogdan í lok apríl 1983 og í júlímánuði sama ár fjölluðu fjölmiðlar að aðeins formsatriði stæðu í vegi fyrir að Bogdan tæki við. Bogdan þurfti að ganga frá sínum málum í Póllandi áður en hann gat endanlega tekið við íslenska liðinu en það var þó öllum ljóst að Bogdan yrði þjálfari liðsins. Hann átti síðan eftir að stýra íslenska liðinu í næstum því sjö ár með frábærum árangri. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir lengstu bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara það er frá því að það var tilkynnt að forverinn sé formlega hættur þar til að ráðning nýs þjálfara er staðfest. Lengsta bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara frá 1990: 73 dagar Ráðning eftirmanns Guðmundar Guðmundssonar 2023 70 dagar Ráðning Bogdan Kowalczyk 1983 69 dagar Ráðning Geirs Sveinssonar 2016 49 dagar Ráðning Hilmars Björnssonar 1980 32 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2008 24 dagar Ráðning Alfreðs Gíslason 2006 20 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2018 14 dagar Ráðning Þorbergs Aðalsteinssonar 1990 14 dagar Ráðning Arons Kristjánssonar 2012 Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Langbesti landsliðsþjálfari sögunnar Guðmundur Guðmundsson hætti í fyrradag sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Óvæntur endir á mögnuðum ferli hans sem landsliðsþjálfara Íslands. 23. febrúar 2023 10:01 Bogdan heiðursgestur í Víkinni í kvöld Bogdan Kowalczyk, mjög sigursæll þjálfari handboltaliðs Víkinga á áttunda og níunda áratugnum verður sérstakur heiðursgestur Víkinga í Víkinni í kvöld. 20. apríl 2015 15:30 Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira
Íslenska landsliðið er reyndar búið að spila fjóra landsleiki og tryggja sig inn á Evrópumótið í millitíðinni en það gerði það undir stjórn þeirra Gunnars Magnússonar og Ágústs Þórs Jóhannssonar sem tóku við liðinu tímabundið. Eftir stendur að Handknattleiksambandið er enn að leita að næsta framtíðarþjálfara íslenska landsliðsins. Það er reyndar sterkur orðrómur um að sá útvaldi sé Snorri Steinn Guðjónsson en það hefur ekki verið staðfest af þeim sem ráða. Það er vitað að viðkomandi þjálfari mun taka við gríðarlega spennandi liði sem hefur allt til alls til að gera góða hluti á næstu árum. HSÍ vill halda leit sinni á bak við tjöldin en á þessum tíma hafa menn verið að hlera að viðræður við nokkra aðila, innlenda sem erlenda, hafa verið í gangi. Fréttirnir hafa hins vegar meira snúist um það hvaða erlendir þjálfarar hafa gefið starfið frá sér auk þess að Dagur Sigurðsson þótti vinnubrögð sambandsins ekki boðleg og sagðist ekki getað unnið með þeim mönnum sem stýra HSÍ-skútunni í dag. Smám saman hefur því fækkað á óskalistanum og því stendur eftir nafn Snorra Steins Guðjónssonar með stórum stöfum. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983. Reyndar má deila um hvort ráðning Bogdans hafi í raun aðeins tekið nokkra daga eða allt sumarið því stjórnin sagði fjölmiðlum frá viðræðum sínum við Bogdan um leið og það kom í ljós að Hilmar Björnsson yrði ekki áfram. Það er því hægt að segja að þetta sé lengsta landsliðsþjálfaraleitin. Opinberlega kom það í ljós að Hilmar yrði ekki með liðið um leið og viðræður hófust við Bogdan í lok apríl 1983 og í júlímánuði sama ár fjölluðu fjölmiðlar að aðeins formsatriði stæðu í vegi fyrir að Bogdan tæki við. Bogdan þurfti að ganga frá sínum málum í Póllandi áður en hann gat endanlega tekið við íslenska liðinu en það var þó öllum ljóst að Bogdan yrði þjálfari liðsins. Hann átti síðan eftir að stýra íslenska liðinu í næstum því sjö ár með frábærum árangri. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir lengstu bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara það er frá því að það var tilkynnt að forverinn sé formlega hættur þar til að ráðning nýs þjálfara er staðfest. Lengsta bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara frá 1990: 73 dagar Ráðning eftirmanns Guðmundar Guðmundssonar 2023 70 dagar Ráðning Bogdan Kowalczyk 1983 69 dagar Ráðning Geirs Sveinssonar 2016 49 dagar Ráðning Hilmars Björnssonar 1980 32 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2008 24 dagar Ráðning Alfreðs Gíslason 2006 20 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2018 14 dagar Ráðning Þorbergs Aðalsteinssonar 1990 14 dagar Ráðning Arons Kristjánssonar 2012
Lengsta bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara frá 1990: 73 dagar Ráðning eftirmanns Guðmundar Guðmundssonar 2023 70 dagar Ráðning Bogdan Kowalczyk 1983 69 dagar Ráðning Geirs Sveinssonar 2016 49 dagar Ráðning Hilmars Björnssonar 1980 32 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2008 24 dagar Ráðning Alfreðs Gíslason 2006 20 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2018 14 dagar Ráðning Þorbergs Aðalsteinssonar 1990 14 dagar Ráðning Arons Kristjánssonar 2012
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Langbesti landsliðsþjálfari sögunnar Guðmundur Guðmundsson hætti í fyrradag sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Óvæntur endir á mögnuðum ferli hans sem landsliðsþjálfara Íslands. 23. febrúar 2023 10:01 Bogdan heiðursgestur í Víkinni í kvöld Bogdan Kowalczyk, mjög sigursæll þjálfari handboltaliðs Víkinga á áttunda og níunda áratugnum verður sérstakur heiðursgestur Víkinga í Víkinni í kvöld. 20. apríl 2015 15:30 Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira
Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00
Langbesti landsliðsþjálfari sögunnar Guðmundur Guðmundsson hætti í fyrradag sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Óvæntur endir á mögnuðum ferli hans sem landsliðsþjálfara Íslands. 23. febrúar 2023 10:01
Bogdan heiðursgestur í Víkinni í kvöld Bogdan Kowalczyk, mjög sigursæll þjálfari handboltaliðs Víkinga á áttunda og níunda áratugnum verður sérstakur heiðursgestur Víkinga í Víkinni í kvöld. 20. apríl 2015 15:30
Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59