Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum heyrum við í jarðeðlisfræðingi hjá Veðurstofunni um hina kröftugu skjálftahrinu sem hófst í Kötlu í morgun.

Fluglitakóði hefur verið settur á gult og fólki er ráðið frá því að vera við rætur jökulsins vegna hættu á gasmengun. 

Þá gerum við upp leiðtogafund norrænu ráðherranna með Selenskí Úkraínuforseta sem fram fór í gær og ræðum við Ingu Sæland um leigumarkaðinn hér á landi og leiðir til úrbóta.

Einnig heyrum við í rannsóknardósent við Háskólann sem segir að notkun ensku í talmáli unglinga einskorðist ekki við Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×