Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. maí 2023 07:23 Trump hefur neitað því að hafa nauðgað Carroll. AP/Sue Ogrocki Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. Trump neitaði að mæta í dómsal til að svara spurningum. Í skýrslutökunum sagði Trump ásakanir E Jean Carroll um að hann hafði nauðgað henni í verslun í New York „fáránlegar“. Hann sagðist aðspurður ekki muna hvenær hann hefði verið giftur hvaða eiginkonu sinni en að hann gæti komist að því. Þá svaraði hann: „Ég veit það ekki,“ þegar hann var spurður að því hvort hann hefði stundað framhjáhald. Trump sagðist afar sjaldan hafa lagt leið sína í Bergdorf Goodman, verslunina þar sem nauðgunin er sögð hafa átt sér stað. „Þetta er fáránleg, ógeðsleg saga. Þetta er bara uppspuni,“ sagði hann um ásakanir Carroll. Það náðist aðeins að spila hluta af upptökunum í gær en restin verður spiluð í dag. Fyrr um daginn hlýddi kviðdómurinn á vitnisburð Natöshu Stoynoff, blaðamanns hjá tímaritinu People, sem sagði að Trump hefði ýtt henni upp að vegg og kysst hana gegn vilja hennar í Mar-a-Lago árið 2005. Hún hafði ferðast þangað til að skrifa grein um fyrsta brúðkaupsafmæli hans og Melaniu Trump. Stoynoff lýsti því hvernig hún reyndi að ýta Trump frá sér en hann hefði þrýst sér upp við hana og kysst hana. Hann hefði hætt þegar aðstoðarmaður hans gekk inn í herbergið. Að sögn Stoynoff reyndi Trump síðar að fá hana til að sofa hjá sér og sagði kynlífið myndu verða „best“. Að sögn blaðamannsins upplifði hún mikla skömm og niðurlægingu og fór þess á leit við ritstjóra sinn að þurfa ekki að skrifa meira um Trump. Kviðdómurinn hlustaði einnig á fræga upptöku þar sem Trump segist „sjálfkrafa“ dragast að fallegum konum. „Ég byrja bara að kyssa þær; eins og segull. Bara kyssa. Ég bíð ekki einu sinni,“ segir hann á upptökunni. „Og þegar þú ert stjarna, þá leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Trump neitaði að mæta í dómsal til að svara spurningum. Í skýrslutökunum sagði Trump ásakanir E Jean Carroll um að hann hafði nauðgað henni í verslun í New York „fáránlegar“. Hann sagðist aðspurður ekki muna hvenær hann hefði verið giftur hvaða eiginkonu sinni en að hann gæti komist að því. Þá svaraði hann: „Ég veit það ekki,“ þegar hann var spurður að því hvort hann hefði stundað framhjáhald. Trump sagðist afar sjaldan hafa lagt leið sína í Bergdorf Goodman, verslunina þar sem nauðgunin er sögð hafa átt sér stað. „Þetta er fáránleg, ógeðsleg saga. Þetta er bara uppspuni,“ sagði hann um ásakanir Carroll. Það náðist aðeins að spila hluta af upptökunum í gær en restin verður spiluð í dag. Fyrr um daginn hlýddi kviðdómurinn á vitnisburð Natöshu Stoynoff, blaðamanns hjá tímaritinu People, sem sagði að Trump hefði ýtt henni upp að vegg og kysst hana gegn vilja hennar í Mar-a-Lago árið 2005. Hún hafði ferðast þangað til að skrifa grein um fyrsta brúðkaupsafmæli hans og Melaniu Trump. Stoynoff lýsti því hvernig hún reyndi að ýta Trump frá sér en hann hefði þrýst sér upp við hana og kysst hana. Hann hefði hætt þegar aðstoðarmaður hans gekk inn í herbergið. Að sögn Stoynoff reyndi Trump síðar að fá hana til að sofa hjá sér og sagði kynlífið myndu verða „best“. Að sögn blaðamannsins upplifði hún mikla skömm og niðurlægingu og fór þess á leit við ritstjóra sinn að þurfa ekki að skrifa meira um Trump. Kviðdómurinn hlustaði einnig á fræga upptöku þar sem Trump segist „sjálfkrafa“ dragast að fallegum konum. „Ég byrja bara að kyssa þær; eins og segull. Bara kyssa. Ég bíð ekki einu sinni,“ segir hann á upptökunni. „Og þegar þú ert stjarna, þá leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira