Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2023 13:02 Volodymyr Zelenskyy og Sauli Niinisto á blaðamannafundi í hádeginu. vísir/Einar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti og Sauli Niinistö Finnlandsforseti ávörpuðu fjölmiðla í forsetahöllinni í Helsinki í dag. Þétt var setið á fundinum líkt og sést á myndum Einars Árnasonar tökumanns en hann er var í salnum ásamt Heimi Má Péturssyni fréttamanni. Fulltrúar íslenskra fjölmiðla eru í finnsku forsetahöllinni í dag.vísir/Heimir Már Selenskí minntist á hversu stutt er á milli Helsinki og átakanna í Úkraínu. Sterkar varnir Úkraínumanna og aðstoð NATO-ríkjanna komi hins vegar í veg fyrir að Rússar nái nokkurn tímann þangað. Heimir Már rakti það helsta sem kom fram á fundinum í hádegisfréttum Bylgjunnar og sagði Selenskí meðal annars hafa boðað mikil tíðindi í stríðinu á þessu ári. Þá sagði hann nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum gagnvart Rússum og ítrekaði ákall um þotur og hergögn. Heimir Már Pétursson hlýðir á ræðu Selenskís.vísir/Einar Selenskí tekur þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna í dag og samkvæmt Stjórnarráðinu stendur til að ræða áframhaldandi stuðning við Úkraínu, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Að neðan má sjá frá því þegar Selenskí kom á fund finnska forsetans í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Selenskí í dag. Þar stendur meðal annars til að ræða leiðtogafund Evrópuráðsins sem fer fram í Reykjavík 16. til 17. maí. Á eftir verður blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna, finnska forsetans og Úkraínuforseta. Sýnt verður frá honum í beinni á Vísi. Ekki hafði verið tilkynnt um heimsókn Selenskís fyrir fram af öryggisástæðum.vísir/Einar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Finnland Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Selenskí Úkraínuforseti og Sauli Niinistö Finnlandsforseti ávörpuðu fjölmiðla í forsetahöllinni í Helsinki í dag. Þétt var setið á fundinum líkt og sést á myndum Einars Árnasonar tökumanns en hann er var í salnum ásamt Heimi Má Péturssyni fréttamanni. Fulltrúar íslenskra fjölmiðla eru í finnsku forsetahöllinni í dag.vísir/Heimir Már Selenskí minntist á hversu stutt er á milli Helsinki og átakanna í Úkraínu. Sterkar varnir Úkraínumanna og aðstoð NATO-ríkjanna komi hins vegar í veg fyrir að Rússar nái nokkurn tímann þangað. Heimir Már rakti það helsta sem kom fram á fundinum í hádegisfréttum Bylgjunnar og sagði Selenskí meðal annars hafa boðað mikil tíðindi í stríðinu á þessu ári. Þá sagði hann nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum gagnvart Rússum og ítrekaði ákall um þotur og hergögn. Heimir Már Pétursson hlýðir á ræðu Selenskís.vísir/Einar Selenskí tekur þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna í dag og samkvæmt Stjórnarráðinu stendur til að ræða áframhaldandi stuðning við Úkraínu, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Að neðan má sjá frá því þegar Selenskí kom á fund finnska forsetans í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Selenskí í dag. Þar stendur meðal annars til að ræða leiðtogafund Evrópuráðsins sem fer fram í Reykjavík 16. til 17. maí. Á eftir verður blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna, finnska forsetans og Úkraínuforseta. Sýnt verður frá honum í beinni á Vísi. Ekki hafði verið tilkynnt um heimsókn Selenskís fyrir fram af öryggisástæðum.vísir/Einar
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Finnland Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira