Warwick Davis á leið til Íslands í frí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. maí 2023 16:30 Warwick var afar hress þegar hann hitti íslenska hópinn og spenntur fyrir Íslandsförinni í þessum mánuði. Marteinn Ibsen Breski stórleikarinn Warwick Davis er á leið til Íslands í frí í þessum mánuði. Þetta sagði hann íslenskum aðdáendum sem mættu á sérstaka Stjörnustríðsráðstefnu í London um páskana. Þeirra á meðal er Marteinn Ibsen, stjórnarmaður í Íslandsdeild 501st Legion, Icelandic Outpost. Samtökin eru fyrir löngu orðin flestum kunn en meðlimir þeirra klæða sig upp í Stjörnustríðsbúninga, gleðja þannig almenning og styrkja hin ýmsu góðgerðarmál. „Við vorum þarna á Star Wars Celebration í London í algjöru Disney partýi. Það eru einhverjir tugir þúsunda aðdáenda sem mæta þangað og við rákumst bara á Warwick þarna í hurðinni,“ útskýrir Marteinn í samtali við Vísi. Sjálfur bregður hann gjarnan á leik í búningi Svarthöfða. Warwick er einn af frægustu leikurum Bretlandseyja og hefur komið fram í Stjörnustríðsmyndunum, Harry Potter myndunum og Willow myndinni og sjónvarpsþáttunum svo fátt eitt sé nefnt. Marteinn segir að um hafi verið að ræða sannkallaða Stjörnustríðshátíð í London þar sem stærstu stjörnurnar mættu úr myndunum mættu. Forsvarsmenn kvikmyndaversins Lucasfilm tilkynntu þar sömuleiðis ýmsar sjónvarpsseríur og kvikmyndir sem eru í bígerð og tengjast Stjörnustríðsheiminum. „Svo voru sýnd brot úr allskonar verkefnum sem enginn annar má sjá,“ segir Marteinn og fellst á það hlæjandi að hann sitji því á nokkrum hernaðarleyndarmálum Disney samsteypunnar sem á Lucasfilm. Horfðu á Mandalorian með Mandalorian teyminu Meðal þess sem ráðstefnugestir fengu að sjá var nýjasti þátturinn í sjónvarpsþáttaseríunni The Mandalorian. Marteinn segist hafa áttað sig á því að sýningu lokinni að teymið sem gerir þættina var einnig viðstatt sýninguna. Íslenski hópurinn komst að ýmsum hernaðarleyndarmálum um nýtt efni úr Star Wars heiminum á ráðstefnunni. Marteinn Ibsen „Þarna voru Jon Favreu, Dave Filoni og allir leikararnir úr þáttunum. Við tókum ekki eftir því fyrr en eftir að þátturinn var búinn, þá forðuðu þau sér út í myrkrinu.“ Báðir hafa þeir Jon Favreau og Dave Filoni verið helstu sprauturnar í sjónvarpsheimi Stjörnustríðsins sem byggður hefur verið upp undanfarin ár. Mjög áhugasamur um Ísland „Warwick var virkilega hress. Við hittum hann af einskærri tilviljun, hann var að ganga inn um starfsmannainngang fyrir þá sem eru með öðruvísi passa en hinir,“ segir Marteinn. Hann gaf honum merki Íslandsdeildar 501st. „Hann þakkaði kærlega fyrir og spurði hvaðan við værum og þegar við sögðumst vera frá Íslandi sagðist hann einmitt vera að fara til Íslands í næsta mánuði, bara með fjölskyldunni í frí.“ Leikarinn spurði Martein og félaga hvað hann ætti að sjá á Íslandi. „Við sögðum honum að hann ætti bara að sjá allt,“ segir Marteinn hlæjandi. Marteinn segir að hann alveg myndi þiggja fimm sentímetra í viðbót þegar hann bregður sér í búning Svarthöfða.Marteinn Ibsen Maí er mánuður Stjörnustríðs Íslandsdeild 501st hefur að sögn Marteins nóg fyrir stafni í maí. 40 ár eru um þessar mundir síðan Star Wars: Return of the Jedi var frumsýnd í kvikmyndahúsum og var hátíðarsýning í Sambíóum Kringlunni í vikunni. „Við mættum tíu í búning þangað og það var mikil stemning. Ég sé reyndar ekkert út um þennan Svarthöfðahjálm, þannig kannski vorum við fleiri,“ segir Marteinn enn hlæjandi. 501st ætlar svo að fagna sjálfum Stjörnustríðsdeginum sem er 4. maí á Bókasafni Hafnarfjarðar. „Við verðum þar reyndar tveimur dögum síðar, þann 6. maí og ætlum að mæta með hersveit Keisaraveldisins og hvetjum bara alla til þess að mæta í búningum.“ Það verður nóg um að vera hjá hinum íslenska Svarthöfða og félögum í 501st í maí. Marteinn Ibsen Star Wars Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Þeirra á meðal er Marteinn Ibsen, stjórnarmaður í Íslandsdeild 501st Legion, Icelandic Outpost. Samtökin eru fyrir löngu orðin flestum kunn en meðlimir þeirra klæða sig upp í Stjörnustríðsbúninga, gleðja þannig almenning og styrkja hin ýmsu góðgerðarmál. „Við vorum þarna á Star Wars Celebration í London í algjöru Disney partýi. Það eru einhverjir tugir þúsunda aðdáenda sem mæta þangað og við rákumst bara á Warwick þarna í hurðinni,“ útskýrir Marteinn í samtali við Vísi. Sjálfur bregður hann gjarnan á leik í búningi Svarthöfða. Warwick er einn af frægustu leikurum Bretlandseyja og hefur komið fram í Stjörnustríðsmyndunum, Harry Potter myndunum og Willow myndinni og sjónvarpsþáttunum svo fátt eitt sé nefnt. Marteinn segir að um hafi verið að ræða sannkallaða Stjörnustríðshátíð í London þar sem stærstu stjörnurnar mættu úr myndunum mættu. Forsvarsmenn kvikmyndaversins Lucasfilm tilkynntu þar sömuleiðis ýmsar sjónvarpsseríur og kvikmyndir sem eru í bígerð og tengjast Stjörnustríðsheiminum. „Svo voru sýnd brot úr allskonar verkefnum sem enginn annar má sjá,“ segir Marteinn og fellst á það hlæjandi að hann sitji því á nokkrum hernaðarleyndarmálum Disney samsteypunnar sem á Lucasfilm. Horfðu á Mandalorian með Mandalorian teyminu Meðal þess sem ráðstefnugestir fengu að sjá var nýjasti þátturinn í sjónvarpsþáttaseríunni The Mandalorian. Marteinn segist hafa áttað sig á því að sýningu lokinni að teymið sem gerir þættina var einnig viðstatt sýninguna. Íslenski hópurinn komst að ýmsum hernaðarleyndarmálum um nýtt efni úr Star Wars heiminum á ráðstefnunni. Marteinn Ibsen „Þarna voru Jon Favreu, Dave Filoni og allir leikararnir úr þáttunum. Við tókum ekki eftir því fyrr en eftir að þátturinn var búinn, þá forðuðu þau sér út í myrkrinu.“ Báðir hafa þeir Jon Favreau og Dave Filoni verið helstu sprauturnar í sjónvarpsheimi Stjörnustríðsins sem byggður hefur verið upp undanfarin ár. Mjög áhugasamur um Ísland „Warwick var virkilega hress. Við hittum hann af einskærri tilviljun, hann var að ganga inn um starfsmannainngang fyrir þá sem eru með öðruvísi passa en hinir,“ segir Marteinn. Hann gaf honum merki Íslandsdeildar 501st. „Hann þakkaði kærlega fyrir og spurði hvaðan við værum og þegar við sögðumst vera frá Íslandi sagðist hann einmitt vera að fara til Íslands í næsta mánuði, bara með fjölskyldunni í frí.“ Leikarinn spurði Martein og félaga hvað hann ætti að sjá á Íslandi. „Við sögðum honum að hann ætti bara að sjá allt,“ segir Marteinn hlæjandi. Marteinn segir að hann alveg myndi þiggja fimm sentímetra í viðbót þegar hann bregður sér í búning Svarthöfða.Marteinn Ibsen Maí er mánuður Stjörnustríðs Íslandsdeild 501st hefur að sögn Marteins nóg fyrir stafni í maí. 40 ár eru um þessar mundir síðan Star Wars: Return of the Jedi var frumsýnd í kvikmyndahúsum og var hátíðarsýning í Sambíóum Kringlunni í vikunni. „Við mættum tíu í búning þangað og það var mikil stemning. Ég sé reyndar ekkert út um þennan Svarthöfðahjálm, þannig kannski vorum við fleiri,“ segir Marteinn enn hlæjandi. 501st ætlar svo að fagna sjálfum Stjörnustríðsdeginum sem er 4. maí á Bókasafni Hafnarfjarðar. „Við verðum þar reyndar tveimur dögum síðar, þann 6. maí og ætlum að mæta með hersveit Keisaraveldisins og hvetjum bara alla til þess að mæta í búningum.“ Það verður nóg um að vera hjá hinum íslenska Svarthöfða og félögum í 501st í maí. Marteinn Ibsen
Star Wars Hollywood Íslandsvinir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira