Flúði frá Ítalíu eftir manndrápstilraun og fór huldu höfði á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. maí 2023 15:56 Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn. Getty 43 ára Nígeríumaður sem flúði óafplánaðan fangelsisdóm á Ítalíu og fór huldu höfði á Íslandi hefur nú verið afhentur lögregluyfirvöldum í Róm. Fjölmargir ítalskir fjölmiðlar greina frá málinu. Maðurinn var sakfelldur af dómstól á Ítalíu fyrir að hafa árið 2011 átt aðild að tilraun til manndráps. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að maðurinn hafi ásamt fjórtán öðrum Nígeríubúum veist að 24 ára samlanda þeirra og voru þeir vopnaðir kylfum, glerflösku og sveðju. Árásin átti sér stað í Tor Bella Monaca hverfinu í Róm. Hópurinn réðst á manninn með höggum og spörkum og skildi hann síðan eftir með lífshættulega áverka víðsvegar um líkamann. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús strax í kjölfarið og lifði hann árásina af. Maðurinn og samverkamenn hans voru í kjölfarið handteknir og ákærðir fyrir brotið. Fram kemur að dómur hafi fallið yfir manninum á fyrsta dómstigi árið 2013, sem síðan var staðfestur af áfrýjunardómstóli. Hæstiréttur ómerkti hins vegar dóminn árið 2016 og í kjölfarið var manninum sleppt úr varðhaldi, eftir að hafa setið inni í þrjú ár. Hann flúði land í kjölfarið og var hvergi að finna. Árið 2020 féll síðan aftur dómur í málinu og var manninum þá gert að sæta fangelsi í 11 ár og sex mánuði. Dómnum var áfrýjað en þeirri beiðni var hafnað á síðasta ári. Maðurinn fór á þeim tíma enn huldu höfði en talið er að hann komið til Íslands í júlí síðastliðnum. Sagðist hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu Evrópsk handtökuskipun á hendur manninum var gefin út í febrúar síðastliðnum. Í handtökuskipuninni var óskað eftir handtöku og afhendingu mannsins til fullnustu refsingar í samræmi við framangreindan dóm. Það var síðan fyrir tilstilli íslenskra lögregluyfirvalda að hægt var rekja slóð mannsins hingað til lands og í kjölfarið var hann handtekinn. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að við skýrslutökur hjá lögreglu hafi maðurinn ekki viljað tjá sig um sakargiftir og málsatvik. Sagðist hann ekki vilja vera afhentur ítölskum yfirvöldum og kvaðst óttast að hann yrði drepinn í fangelsi ef til þess kæmi. Þá sagðist hann hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu á Ítalíu en gaf þó ekki skýringu á því hvers vegna hann hefði talið nauðsynlegt að flýja land. Maðurinn hélt því einnig fram að hann hefði ekki vitað af hinum nýja dómi og því talið að hann væri frjáls ferða sinna. Með hliðsjón af hinni evrópsku handtökuskipun og fyrirliggjandi upplýsinga um málsmeðferð fyrir ítölskum dómstólum tók ríkissaksóknari ákvörðun þann 23. mars síðastliðinn um að fallast á beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu mannsins til Ítalíu á grundvelli handtökuskipunarinnar. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið fluttur í Civitavecchia fangelsið að beiðni dómsmálayfirvalda. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ítalía Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur af dómstól á Ítalíu fyrir að hafa árið 2011 átt aðild að tilraun til manndráps. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að maðurinn hafi ásamt fjórtán öðrum Nígeríubúum veist að 24 ára samlanda þeirra og voru þeir vopnaðir kylfum, glerflösku og sveðju. Árásin átti sér stað í Tor Bella Monaca hverfinu í Róm. Hópurinn réðst á manninn með höggum og spörkum og skildi hann síðan eftir með lífshættulega áverka víðsvegar um líkamann. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús strax í kjölfarið og lifði hann árásina af. Maðurinn og samverkamenn hans voru í kjölfarið handteknir og ákærðir fyrir brotið. Fram kemur að dómur hafi fallið yfir manninum á fyrsta dómstigi árið 2013, sem síðan var staðfestur af áfrýjunardómstóli. Hæstiréttur ómerkti hins vegar dóminn árið 2016 og í kjölfarið var manninum sleppt úr varðhaldi, eftir að hafa setið inni í þrjú ár. Hann flúði land í kjölfarið og var hvergi að finna. Árið 2020 féll síðan aftur dómur í málinu og var manninum þá gert að sæta fangelsi í 11 ár og sex mánuði. Dómnum var áfrýjað en þeirri beiðni var hafnað á síðasta ári. Maðurinn fór á þeim tíma enn huldu höfði en talið er að hann komið til Íslands í júlí síðastliðnum. Sagðist hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu Evrópsk handtökuskipun á hendur manninum var gefin út í febrúar síðastliðnum. Í handtökuskipuninni var óskað eftir handtöku og afhendingu mannsins til fullnustu refsingar í samræmi við framangreindan dóm. Það var síðan fyrir tilstilli íslenskra lögregluyfirvalda að hægt var rekja slóð mannsins hingað til lands og í kjölfarið var hann handtekinn. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að við skýrslutökur hjá lögreglu hafi maðurinn ekki viljað tjá sig um sakargiftir og málsatvik. Sagðist hann ekki vilja vera afhentur ítölskum yfirvöldum og kvaðst óttast að hann yrði drepinn í fangelsi ef til þess kæmi. Þá sagðist hann hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu á Ítalíu en gaf þó ekki skýringu á því hvers vegna hann hefði talið nauðsynlegt að flýja land. Maðurinn hélt því einnig fram að hann hefði ekki vitað af hinum nýja dómi og því talið að hann væri frjáls ferða sinna. Með hliðsjón af hinni evrópsku handtökuskipun og fyrirliggjandi upplýsinga um málsmeðferð fyrir ítölskum dómstólum tók ríkissaksóknari ákvörðun þann 23. mars síðastliðinn um að fallast á beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu mannsins til Ítalíu á grundvelli handtökuskipunarinnar. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið fluttur í Civitavecchia fangelsið að beiðni dómsmálayfirvalda. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ítalía Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira