„Tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl“ Sverrir Mar Smárason skrifar 2. maí 2023 22:30 Víglundur Páll Einarsson hefur átt viðburðaríka ævi. Víglundur Páll Einarsson, fyrrum knattspyrnumaður, átti langan og farsælan feril í neðri deildum Íslands. Hann sinnti einnig mörgum öðrum hlutverkum en hlutverki leikmanns. Spilandi þjálfari, þjálfari, formaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri svo eitthvað sé nefnt. Ferill Víglundar spannar um 20 ár og kom hann víða við. Hann fór yfir langan feril sinn í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur neðri deildanna, á dögunum. Þar kom Víglundur inn á baráttu sína við áfengi og einna helst þá í tengslum við áföll í lífi sínu. Það er þekkt stef að karlmenn reyni að fela tilfinningar sínar, telji sig ekki mega gráta eða vera „veikburða“. Eftir mörg áföll og enga aðstoð lenti Víglundur á vegg eftir helgi fyrir sunnan, veturinn 2015-2016, stuttu eftir að hann tók við starfi sem aðalþjálfari Fjarðabyggðar í 1. deild karla. „Líklega kornið sem fyllti mælinn“ „Þarna spring ég á limminu. Ótrúlega margt sem hefur gengið á í mínu lífi sem maður hefur aldrei rætt við neinn. Þegar ég er tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl. Ég er endalaust að flytja á milli staða, er í sex grunnskólum á tíu árum. Skilnaður foreldra minna, mamma deyr og svo skilnaður hjá sjálfum mér sem var líklega kornið sem fyllti mælinn,“ segir Víglundur. „Þetta er samansafn áfalla sem maður fór á hnefanum, ræddi ekki við neinn. Ekki við pabba, vinina né neinn í kringum mig. Síðan kom einhver tímapunktur þegar ég var í Reykjavík, byrjaður að þjálfa Fjarðabyggð og á sama tíma að kveðja vinnufélagana á Vopnafirði. Þar hrundi ég í það og brotnaði. Endaði með því að ég keyrði fyrir utan geðdeild og bað um hjálp,“ segir Víglundur. Víglundur (til vinstri) og Sverrir Mar Smárason, þáttastjórnandi. „Besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Víglundur talar um að sú ákvörðun að biðja um hjálp hafi verið sú besta á hans lífsleið. Hann sé töluvert betri maður í dag, líði betur og lifi betur. „Það er sennilega besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Þar bara næ ég að opna mig og fer í fulla meðferð. Fer á Vog og síðan á Staðarfell og þeir fyrir austan styðja mig í þessu. Svo kem ég bara til baka sem miklu betri maður og lífið hefur verið miklu betra eftir þetta heldur en fyrir,“segir Víglundur. „Þetta hefur hjálpað mér. Auðvitað hef ég oft hugsað til þess að ef maður hefði ekki verið svona blautur, og oft var ástæðan fyrir því að maður leitaði í áfengið að reyna að deyfa ákveðnar tilfinningar, að þá hefði maður getað farið miklu lengra,“ segir Víglundur Páll einlægur. Mikill stuðningur vina og fjölskyldu Að upptöku lokinni bætti Víglundur því við að hræðslan við að viðurkenna vandann var í langan tíma óbærileg. Meðal annars hræðsla við að vera útskúfaður, að missa vini og detta úr vinahópum. Það hins vegar varð þveröfugt. Stuðningurinn frá fjölskyldu og vinum var ótrúlegur og að hann hafi fengið kveðjur frá mönnum í fótboltanum sem hann þekkti ekki persónulega en höfðu gengið í gegnum það sama. Allt þetta hjálpaði Víglundi að snúa við sínu lífi. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2. og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna í spilaranum hér fyrir ofan eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
Ferill Víglundar spannar um 20 ár og kom hann víða við. Hann fór yfir langan feril sinn í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur neðri deildanna, á dögunum. Þar kom Víglundur inn á baráttu sína við áfengi og einna helst þá í tengslum við áföll í lífi sínu. Það er þekkt stef að karlmenn reyni að fela tilfinningar sínar, telji sig ekki mega gráta eða vera „veikburða“. Eftir mörg áföll og enga aðstoð lenti Víglundur á vegg eftir helgi fyrir sunnan, veturinn 2015-2016, stuttu eftir að hann tók við starfi sem aðalþjálfari Fjarðabyggðar í 1. deild karla. „Líklega kornið sem fyllti mælinn“ „Þarna spring ég á limminu. Ótrúlega margt sem hefur gengið á í mínu lífi sem maður hefur aldrei rætt við neinn. Þegar ég er tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl. Ég er endalaust að flytja á milli staða, er í sex grunnskólum á tíu árum. Skilnaður foreldra minna, mamma deyr og svo skilnaður hjá sjálfum mér sem var líklega kornið sem fyllti mælinn,“ segir Víglundur. „Þetta er samansafn áfalla sem maður fór á hnefanum, ræddi ekki við neinn. Ekki við pabba, vinina né neinn í kringum mig. Síðan kom einhver tímapunktur þegar ég var í Reykjavík, byrjaður að þjálfa Fjarðabyggð og á sama tíma að kveðja vinnufélagana á Vopnafirði. Þar hrundi ég í það og brotnaði. Endaði með því að ég keyrði fyrir utan geðdeild og bað um hjálp,“ segir Víglundur. Víglundur (til vinstri) og Sverrir Mar Smárason, þáttastjórnandi. „Besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Víglundur talar um að sú ákvörðun að biðja um hjálp hafi verið sú besta á hans lífsleið. Hann sé töluvert betri maður í dag, líði betur og lifi betur. „Það er sennilega besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Þar bara næ ég að opna mig og fer í fulla meðferð. Fer á Vog og síðan á Staðarfell og þeir fyrir austan styðja mig í þessu. Svo kem ég bara til baka sem miklu betri maður og lífið hefur verið miklu betra eftir þetta heldur en fyrir,“segir Víglundur. „Þetta hefur hjálpað mér. Auðvitað hef ég oft hugsað til þess að ef maður hefði ekki verið svona blautur, og oft var ástæðan fyrir því að maður leitaði í áfengið að reyna að deyfa ákveðnar tilfinningar, að þá hefði maður getað farið miklu lengra,“ segir Víglundur Páll einlægur. Mikill stuðningur vina og fjölskyldu Að upptöku lokinni bætti Víglundur því við að hræðslan við að viðurkenna vandann var í langan tíma óbærileg. Meðal annars hræðsla við að vera útskúfaður, að missa vini og detta úr vinahópum. Það hins vegar varð þveröfugt. Stuðningurinn frá fjölskyldu og vinum var ótrúlegur og að hann hafi fengið kveðjur frá mönnum í fótboltanum sem hann þekkti ekki persónulega en höfðu gengið í gegnum það sama. Allt þetta hjálpaði Víglundi að snúa við sínu lífi. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2. og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna í spilaranum hér fyrir ofan eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Sjá meira
„Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30