Loftslagsmarkmið – aðgerða er þörf Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 2. maí 2023 11:31 Markmið núverandi ríkisstjórnar í loftslagsmálum eru metnaðarfull. Ríkisstjórnin vill gera betur en Parísarsamkomulagið og stefnir að kolefnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040. Auk þess er stefnt að því að Ísland nái að verða óháð jarðefnaeldsneyti í lofti, láði og legi árið 2050. Til að þessi markmið ríkisstjórnarinnar verði að veruleika þurfa allir Íslendingar að leggjast með stjórnvöldum á árarnar. Sameiginleg markmið Það er ekki ágreiningur um að við þurfum að ná þessum markmiðum og það er sátt um orkuskipti í samgöngum. Við erum sammála um að tími aðgerða er runninn upp og ég held að við séum meðvituð um ábyrgð okkar allra að þessum markmiðum. En það er ágreiningur um hvernig við ætlum að ná þessum markmiðum. Við erum sammála um að við viljum halda áfram að byggja upp velferðarþjóðfélag en það verður ekki gert nema að halda áfram að treysta raforkuöryggi um allt land ásamt því að huga að frekari orkuöflun með grænni orku. Ljóst er að það þarf að fara í umtalsverðar fjárfestingar í orkuskiptum, nýsköpun og tækniinnleiðingu svo markmiðin náist. Raforkuöryggi samanstendur af framboði á raforku, eftirspurn og flutningskerfi. Allt þetta þarf að vera til staðar og er stór þáttur í að við getum náð loflagsmarkmiðum stjórnvalda. Það er að tryggja nægjanlega raforku um allt land. Hlaða rafmagnsbílinn með jarðefnaeldsneyti Það virðist sem margir gerir sér ekki grein fyrir að við erum ekki búin að tryggja raforkuöryggi hringinn í kringum landið. Því miður er staðreyndin sú að á sama tíma og við ætlum okkur að verða kolefnishlutlaus erum við að nota milljónir tonna af jarðeldsneyti. Á Vestfjörðum hafa verið brennd yfir 2,1 milljónir lítra af olíu milli áranna 2021-2022 til þess að til að kynda fjarvarmaveitur og tryggja upphitun húsnæðis á svæðinu. Þá er ótalin olían sem fór í að tryggja raforkuöryggi í öflugri varaaflsstöð í Bolungarvík, það má því leiða líkur að því að einhver hafi hlaðið rafmagnsbílinn sinn fyrir vestan með jarðefniseldsneyti. Raforkuöryggi og framboð á nægri raforku er forsenda efnahagslegra framfara. Auk þess sem nægjanleg græn orkuframleiðsla leiðir okkur að markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum og er nauðsynleg fyrir orkuskipti í samgöngum og hjá fiskiskipum. Til þess þarf að vera aðgengi að grænni orku hringinn í kringum landið. Kolefnislosun frá landbúnaði Þá er kolefnislosun frá landbúnaði metin töluverð, en hún er metin út frá tveimur þáttum, annars vegar kolefnislosun frá framræstum jarðvegi og hins vegar losun sem verður vegna annarra þátta innan býlanna. Það þarf því að kortleggja sem næst raunverulega langtímakolefnislosun í framræstu ræktarlandi á Íslandi og þörf er á átaki í að mæla hana skipulega sem víðast. Væntanlega þarf að mæla út frá mismunandi jarðvegi og á mismunandi landsvæðum. Það er mjög mikilvægt að frekari og stöðug vöktun fari fram á kolefnislosun frá landbúnaði um allt land, ekki síst til þegar horft er til markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Það þarf samtakamátt til að ná árangri í loftslagsmálum og það eru margir þættir sem þarf að horfa til, það er ekki nein ein lausn. Fyrst og fremst þurfum við samvinnu og samtal til þess að komast áfram. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Loftslagsmál Alþingi Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Markmið núverandi ríkisstjórnar í loftslagsmálum eru metnaðarfull. Ríkisstjórnin vill gera betur en Parísarsamkomulagið og stefnir að kolefnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040. Auk þess er stefnt að því að Ísland nái að verða óháð jarðefnaeldsneyti í lofti, láði og legi árið 2050. Til að þessi markmið ríkisstjórnarinnar verði að veruleika þurfa allir Íslendingar að leggjast með stjórnvöldum á árarnar. Sameiginleg markmið Það er ekki ágreiningur um að við þurfum að ná þessum markmiðum og það er sátt um orkuskipti í samgöngum. Við erum sammála um að tími aðgerða er runninn upp og ég held að við séum meðvituð um ábyrgð okkar allra að þessum markmiðum. En það er ágreiningur um hvernig við ætlum að ná þessum markmiðum. Við erum sammála um að við viljum halda áfram að byggja upp velferðarþjóðfélag en það verður ekki gert nema að halda áfram að treysta raforkuöryggi um allt land ásamt því að huga að frekari orkuöflun með grænni orku. Ljóst er að það þarf að fara í umtalsverðar fjárfestingar í orkuskiptum, nýsköpun og tækniinnleiðingu svo markmiðin náist. Raforkuöryggi samanstendur af framboði á raforku, eftirspurn og flutningskerfi. Allt þetta þarf að vera til staðar og er stór þáttur í að við getum náð loflagsmarkmiðum stjórnvalda. Það er að tryggja nægjanlega raforku um allt land. Hlaða rafmagnsbílinn með jarðefnaeldsneyti Það virðist sem margir gerir sér ekki grein fyrir að við erum ekki búin að tryggja raforkuöryggi hringinn í kringum landið. Því miður er staðreyndin sú að á sama tíma og við ætlum okkur að verða kolefnishlutlaus erum við að nota milljónir tonna af jarðeldsneyti. Á Vestfjörðum hafa verið brennd yfir 2,1 milljónir lítra af olíu milli áranna 2021-2022 til þess að til að kynda fjarvarmaveitur og tryggja upphitun húsnæðis á svæðinu. Þá er ótalin olían sem fór í að tryggja raforkuöryggi í öflugri varaaflsstöð í Bolungarvík, það má því leiða líkur að því að einhver hafi hlaðið rafmagnsbílinn sinn fyrir vestan með jarðefniseldsneyti. Raforkuöryggi og framboð á nægri raforku er forsenda efnahagslegra framfara. Auk þess sem nægjanleg græn orkuframleiðsla leiðir okkur að markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum og er nauðsynleg fyrir orkuskipti í samgöngum og hjá fiskiskipum. Til þess þarf að vera aðgengi að grænni orku hringinn í kringum landið. Kolefnislosun frá landbúnaði Þá er kolefnislosun frá landbúnaði metin töluverð, en hún er metin út frá tveimur þáttum, annars vegar kolefnislosun frá framræstum jarðvegi og hins vegar losun sem verður vegna annarra þátta innan býlanna. Það þarf því að kortleggja sem næst raunverulega langtímakolefnislosun í framræstu ræktarlandi á Íslandi og þörf er á átaki í að mæla hana skipulega sem víðast. Væntanlega þarf að mæla út frá mismunandi jarðvegi og á mismunandi landsvæðum. Það er mjög mikilvægt að frekari og stöðug vöktun fari fram á kolefnislosun frá landbúnaði um allt land, ekki síst til þegar horft er til markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Það þarf samtakamátt til að ná árangri í loftslagsmálum og það eru margir þættir sem þarf að horfa til, það er ekki nein ein lausn. Fyrst og fremst þurfum við samvinnu og samtal til þess að komast áfram. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun