Hefur ekki rætt við þjálfarann sinn um hvort hann taki við íslenska landsliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. apríl 2023 08:00 Janus Daði Smárason er leikmaður Kolstadþar sem hann leikur undir stjórn Christian Berge. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason var nokkuð sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins í handbolta er liðið vann öruggan sigur gegn Ísrael í undankeppni EM síðastliðinn fimmtudag. Janus átti fínan leik fyrir Ísland gegn Ísrael og skoraði fjögur mörk, en hann undirbýr sig nú með liðinu fyrir leik liðsins gegn Eistlandi sem fram fer í dag. „Mér fannst við gera þetta bara nokkuð vel. Þetta var þolinmæðisvinna og þeir spiluðu ekkert sérstaklega hraðan handbolta. Við vorum bara nokkuð „pro“ og erum bara ánægðir. Það komu allir með framlag og þetta var bara gott,“ sagði Janus í samtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt“ Málefni íslenska handboltalandsliðsins hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarið eins og svo oft áður. Björgvin Páll Gústavsson og Kristján Örn Kristjánsson kepptust við að birta skilaboðasendingar þeirra á milli og liðið er í raun án fastráðins þjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson var látinn fara í febrúar. Janus segir þetta þó ekki hafa haft áhrif á leikmenn liðsins. „Það er okkar hlutverk að æfa og taka á því og spila þessa leiki. Það er það eina sem við getum gert í kringum þessi mál og við erum að gera það vel hingað til. Það er bara leikur á morgun.“ „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt og ræddu það og þá er það bara búið. Maður sér fréttir hér og þar, en það er eitthvað sem við getum skoðað eftir helgi þegar þetta tímabil okkar er búið,“ bætti Janus við varðandi þjálfaramálin. Hefur ekki rætt við Berge Einn af þeim sem hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur þjálfari íslenska landsliðsins er hinn norski Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins. Berge steðfesti áhuga frá Íslandi á dögunum, en greint var frá því hér á Vísi fyrir helgi að líklega væri Berge búinn að hafna starfinu. Janus þekkir vel til Berge. Hann þjálfari norska liðsins Kolstad, en Janus er leikmaður liðsins. Hann segist þó ekki hafa rætt við þjálfara sinn um íslenska landsliðið. „Nei,“ sagði Janus stuttorður, aðspurður að því hvort hann hafi rætt við Berge um málið. „Hann er toppþjálfari, en svo verður HSÍ að ákveða hvað þeir gera.“ Hann segist einnig ekki hafa mikla skoðun á því hvort verðandi landsliðsþjálfari verði íslenskur eða erlendur. Leikur dagsins geti flokkast sem skyldusigur Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistum í lokaleik undankeppni EM í dag, en sigur tryggir liðinu efsta sæti riðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið. Janus segir að það sé vel hægt að flokka leik dagsins sem skyldusigur. „Já það er alveg hægt að flokka það þannig, en við þurfum að hafa fyrir því. Það gerist ekkert sjálfkrafa eins og handboltinn hefur sýnt. Eistarnir voru mjög flottir á móti Tékkum núna í vikunni og eru með betra lið en þegar við mættum þeim í Eistlandi. Þannig að við þurfum að eiga hörkuleik ef við ætlum að vinna,“ sagði Janus. Klippa: Janus Daði fyrir leik Íslands og Eistlands Landslið karla í handbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira
Janus átti fínan leik fyrir Ísland gegn Ísrael og skoraði fjögur mörk, en hann undirbýr sig nú með liðinu fyrir leik liðsins gegn Eistlandi sem fram fer í dag. „Mér fannst við gera þetta bara nokkuð vel. Þetta var þolinmæðisvinna og þeir spiluðu ekkert sérstaklega hraðan handbolta. Við vorum bara nokkuð „pro“ og erum bara ánægðir. Það komu allir með framlag og þetta var bara gott,“ sagði Janus í samtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt“ Málefni íslenska handboltalandsliðsins hafa verið á milli tannanna á fólki undanfarið eins og svo oft áður. Björgvin Páll Gústavsson og Kristján Örn Kristjánsson kepptust við að birta skilaboðasendingar þeirra á milli og liðið er í raun án fastráðins þjálfara eftir að Guðmundur Guðmundsson var látinn fara í febrúar. Janus segir þetta þó ekki hafa haft áhrif á leikmenn liðsins. „Það er okkar hlutverk að æfa og taka á því og spila þessa leiki. Það er það eina sem við getum gert í kringum þessi mál og við erum að gera það vel hingað til. Það er bara leikur á morgun.“ „Bjöggi og Donni díluðu saman við sitt og ræddu það og þá er það bara búið. Maður sér fréttir hér og þar, en það er eitthvað sem við getum skoðað eftir helgi þegar þetta tímabil okkar er búið,“ bætti Janus við varðandi þjálfaramálin. Hefur ekki rætt við Berge Einn af þeim sem hefur verið nefndur til sögunnar sem mögulegur þjálfari íslenska landsliðsins er hinn norski Christian Berge, fyrrverandi þjálfari norska landsliðsins. Berge steðfesti áhuga frá Íslandi á dögunum, en greint var frá því hér á Vísi fyrir helgi að líklega væri Berge búinn að hafna starfinu. Janus þekkir vel til Berge. Hann þjálfari norska liðsins Kolstad, en Janus er leikmaður liðsins. Hann segist þó ekki hafa rætt við þjálfara sinn um íslenska landsliðið. „Nei,“ sagði Janus stuttorður, aðspurður að því hvort hann hafi rætt við Berge um málið. „Hann er toppþjálfari, en svo verður HSÍ að ákveða hvað þeir gera.“ Hann segist einnig ekki hafa mikla skoðun á því hvort verðandi landsliðsþjálfari verði íslenskur eða erlendur. Leikur dagsins geti flokkast sem skyldusigur Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Eistum í lokaleik undankeppni EM í dag, en sigur tryggir liðinu efsta sæti riðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið. Janus segir að það sé vel hægt að flokka leik dagsins sem skyldusigur. „Já það er alveg hægt að flokka það þannig, en við þurfum að hafa fyrir því. Það gerist ekkert sjálfkrafa eins og handboltinn hefur sýnt. Eistarnir voru mjög flottir á móti Tékkum núna í vikunni og eru með betra lið en þegar við mættum þeim í Eistlandi. Þannig að við þurfum að eiga hörkuleik ef við ætlum að vinna,“ sagði Janus. Klippa: Janus Daði fyrir leik Íslands og Eistlands
Landslið karla í handbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Fótbolti „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu Sjá meira