„Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. apríl 2023 13:00 Umslagið er eitt það þekktasta í íslensku póst pönk senunni. SH Draumur Stefán Grímsson, tónlistarmaður og skáld, er látinn 73 ára að aldri. Hann lést miðvikudaginn 26. apríl eftir tveggja vikna legu á spítala. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum Draumi. Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, söngvari og bassaleikari sveitarinnar minnist Stefáns með mikilli hlýju. „Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari,“ segir Gunnar sem er alinn upp í Kópavoginum þar sem Stefán bjó. En Stefán var félagi bróður vinar Gunnars. „Okkur nokkrum Kópavogsbúum fannst þetta geggjuð týpa. Bæði fyrir útlit og lífstíl. Hann vakti áhuga okkar og við bárum mikla virðingu fyrir honum.“ Lýsir Gunnar Stefáni sem lífskúnstner og allra handa listamanni. Hann átti Volkswagen og kött og hafði mjög einstak útlit. Dr. Gunni minnist Stefáns með hlýju.Árni Hjörvar Árnason „Stefán var mjög duglegur að mæta á tónleika upp úr 1980. Hann var í senunni og vegna útlitsins bar mikið á honum,“ segir Gunnar. Sjálfur hafi Stefán verið lunkinn með bassann og verið mikið í dub-bassaleik. Gaman að vekja eftirtekt Stefán var í ítarlegu viðtali hjá DV árið 2004. Þar greindi hann frá miklum vanda í sínu lífi. Foreldrar hans höfðu báðir látist úr krabbameini árið 1973 og eftir það sökk hann í djúpt þunglyndi og átti erfitt með áfengi. Hann glímdi einnig við aðrar geðfatlanir og flogaveiki og var öryrki. En Stefán hafði líka gaman af lífinu og var skapandi. Auk tónlistarinnar orti hann ljóð og málaði myndir. Þó að hann væri stundum feiminn við að sýna verkin. Í viðtalinu kemur fram að Stefán hafi verið mikill safnari sem henti aldrei neinu. Einnig að hann hafi verið kommúnisti, þó lítt hrifinn af Lenín eða Stalín, og trúaður á guð og sótti messur í Fíladelfíu. Hann hafði líka unnið bug á áfengisvandanum og sótti AA fundi. Stefán gekk oft um í þykkbotna kvenmannsskóm, með naglalakk og farða. „Ég er svoleiðis týpa og hef alltaf verið. Mér finnst gaman að vekja eftirtekt,“ sagði Stefán í viðtalinu. Stefán átti ekki alltaf auðvelt líf. Hann glímdi við andlega erfiðleika og flogaveiki.SH Draumur En hann var einnig með mikið og sítt skegg, sem hann sagðist hafa byrjað að safna í gagnfræðaskóla. „Þá byrjaði einhver að kalla mig geit sem hefur loðað við mig síðan.“ Lífsneistinn slokknar Eins og áður segir fengu meðlimir SH Draums Stefán til að sitja fyrir á plötunni. Er umslagið eitt það þekktasta í íslensku póst-pönk bylgjunni. „Okkur fannst þetta liggja í augum uppi. Hann var til í að sitja fyrir og afgangurinn er saga,“ segir Gunnar um tilurð þessa umslags. SH Draumur kom saman árið 2011 og hélt tónleika. Þar seldu þeir boli með myndinni frægu af Stefáni og hann fékk allan ágóðann af sölunni. „Við buðum honum á tónleikana sem heiðursgest en hann þáði það ekki. Hann bar fyrir sig félagsfælni,“ segir Gunnar. Hljómsveitin heimsótti hann hins vegar á sambýlið þar sem hann bjó seinustu árin. En þá var hann farinn að einangra sig meira. „Eins og vill gerast þá slokknar lífsneistinn hjá fólki,“ segir Gunnar. Andlát Tónlist Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, söngvari og bassaleikari sveitarinnar minnist Stefáns með mikilli hlýju. „Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari,“ segir Gunnar sem er alinn upp í Kópavoginum þar sem Stefán bjó. En Stefán var félagi bróður vinar Gunnars. „Okkur nokkrum Kópavogsbúum fannst þetta geggjuð týpa. Bæði fyrir útlit og lífstíl. Hann vakti áhuga okkar og við bárum mikla virðingu fyrir honum.“ Lýsir Gunnar Stefáni sem lífskúnstner og allra handa listamanni. Hann átti Volkswagen og kött og hafði mjög einstak útlit. Dr. Gunni minnist Stefáns með hlýju.Árni Hjörvar Árnason „Stefán var mjög duglegur að mæta á tónleika upp úr 1980. Hann var í senunni og vegna útlitsins bar mikið á honum,“ segir Gunnar. Sjálfur hafi Stefán verið lunkinn með bassann og verið mikið í dub-bassaleik. Gaman að vekja eftirtekt Stefán var í ítarlegu viðtali hjá DV árið 2004. Þar greindi hann frá miklum vanda í sínu lífi. Foreldrar hans höfðu báðir látist úr krabbameini árið 1973 og eftir það sökk hann í djúpt þunglyndi og átti erfitt með áfengi. Hann glímdi einnig við aðrar geðfatlanir og flogaveiki og var öryrki. En Stefán hafði líka gaman af lífinu og var skapandi. Auk tónlistarinnar orti hann ljóð og málaði myndir. Þó að hann væri stundum feiminn við að sýna verkin. Í viðtalinu kemur fram að Stefán hafi verið mikill safnari sem henti aldrei neinu. Einnig að hann hafi verið kommúnisti, þó lítt hrifinn af Lenín eða Stalín, og trúaður á guð og sótti messur í Fíladelfíu. Hann hafði líka unnið bug á áfengisvandanum og sótti AA fundi. Stefán gekk oft um í þykkbotna kvenmannsskóm, með naglalakk og farða. „Ég er svoleiðis týpa og hef alltaf verið. Mér finnst gaman að vekja eftirtekt,“ sagði Stefán í viðtalinu. Stefán átti ekki alltaf auðvelt líf. Hann glímdi við andlega erfiðleika og flogaveiki.SH Draumur En hann var einnig með mikið og sítt skegg, sem hann sagðist hafa byrjað að safna í gagnfræðaskóla. „Þá byrjaði einhver að kalla mig geit sem hefur loðað við mig síðan.“ Lífsneistinn slokknar Eins og áður segir fengu meðlimir SH Draums Stefán til að sitja fyrir á plötunni. Er umslagið eitt það þekktasta í íslensku póst-pönk bylgjunni. „Okkur fannst þetta liggja í augum uppi. Hann var til í að sitja fyrir og afgangurinn er saga,“ segir Gunnar um tilurð þessa umslags. SH Draumur kom saman árið 2011 og hélt tónleika. Þar seldu þeir boli með myndinni frægu af Stefáni og hann fékk allan ágóðann af sölunni. „Við buðum honum á tónleikana sem heiðursgest en hann þáði það ekki. Hann bar fyrir sig félagsfælni,“ segir Gunnar. Hljómsveitin heimsótti hann hins vegar á sambýlið þar sem hann bjó seinustu árin. En þá var hann farinn að einangra sig meira. „Eins og vill gerast þá slokknar lífsneistinn hjá fólki,“ segir Gunnar.
Andlát Tónlist Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira