Lýðræði barna og ungmenna er í hættu Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir skrifar 29. apríl 2023 11:31 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013. Í honum er skýrt tekið fram að bera þarf virðingu fyrir skoðunum barna (12.gr) og að börn eiga rétt á því að deila hugmyndum sínum (13.gr). Þessar greinar vernda lýðræði, málfrelsi og tillögurétt barna og ungmenna. Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífarsamtök helstu ungmennafélaga landsins, til dæmis ungmennaráða félagasamtaka, ungliðahreyfingar stjórnmálahreyfinga og hagsmunafélög námsmanna. Í stefnuskrá LUF er barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ára aldur. Rökin á bak við þá stefnu er að með lægri kosningaaldri eykst lýðræði og þátttaka barna og ungmenna. Sú stefna hefur verið samþykkt af helstu ungmennafélögum landsins og er það því opinberlega skoðun meirihluta fulltrúa ungmenna að lækka þarf kosningaaldurinn. Rödd barna og ungmenna er afar mikilvæg, því allar ákvarðanir sem eru teknar hafa bein áhrif á okkur. En á meðan við bíðum eftir kosningarétti 16 og 17 ára einstaklinga, þá reiðum við okkur á rödd ungmennafélaga til að tryggja að lýðræði ungmenna viðhaldi sér. En hlusta stjórnvöld á ungmennafélög? Einfalda svarið er NEI! Stjórnvöld kveða reglulega á um mikilvægi þess að hlusta á börn og ungmenni, en raunin er sú að við þurfum að biðja ítrekað um fundi eða áheyrn til að ræða málefni sem snerta okkur á beinan hátt. Á þeim fundum, ef þeir þar að segja verða að raunveruleika, fáum við að greina frá okkar afstöðu, en okkar skoðun hefur sjaldan til aldrei áhrif á lokaniðurstöðuna. Svokallað samráð stjórnvalda við ungmenni er því aðeins sýndarmennska. Síðastliðið haust átti sér stað bylting í menntaskólum landsins þegar umræðan um kynferðisbrotamál átti sér stað. Það mál er birtingarmynd af uppsafnaðri reiði ungmenna eftir aðgerðarleysi stjórnvalda. Stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema var búin að óska eftir fundi með Ásmundi Einari, mennta- og barnamálaráðherra, síðan þann 29. ágúst sama ár um umræddan málaflokk án árangurs. Það þurfti herferð á samfélagsmiðlum og mótmæli til að fá athygli frá háttvirtum ráðherra. Eftir mikla vinnu fengu framhaldsskólanemar loksins að funda með ráðherra um gríðarlega alvarlegt mál sem skerðir á réttindum og velferð okkar. En börn og ungmenni eiga ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Við eigum okkar réttindi sem eru lögfest, og er það á ábyrgð stjórnvalda að uppfylla þau. Við sjáum þessi vinnubrögð ítrekað í stjórnsýslunni. Stjórnvöld vilja aðeins vinna með ungmennum þegar þau óttast slæma fréttaumfjöllun. Eins og áður kom fram, þá er lýðræði réttur barna. En í núverandi samfélagi er ekki tími né rými fyrir börn að berjast hörðum höndum til að láta rödd sína heyrast. Mikilvægt er að hafa í huga að það hafa ekki öll börn og ungmenni tök á því að helga öllum sínum frítíma í að tryggja sín réttindi sem eru nú þegar lögfest í íslenskum lögum. Við þurfum mörg að vinna, sinna námi og félagslífi. Flest öll störf í ungmennageiranum eru sjálfboðastörf. Ungmenni eru að vinna launalausa vinnu aukalega yfir fyrra vinnuálag, einfaldlega til að viðhalda okkar lýðræði. Mest öll vinnan í ungmennafélögum fer í að berjast fyrir tilverurétt félagana. Þegar börn og ungmenni vinna sem eftirlitsaðilar stjórnvalda, þá er lágmark að stjórnvöld hlusti og meðtaki hvað við höfum að segja. Rödd og skoðun barna og ungmenna er ómetanleg auðlind sem stjórnvöld vanvirða. Til stjórnvalda Þið þurfið að hætta þessari sýndarmennsku. Þið ítrekað takið ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án samráðs við okkur. Það er ekki nóg að boða börn og ungmenni á fund. Þið þurfið að hlusta á skoðanir okkar og innleiða þær í starfið ykkar. Ef ykkur mistekst að hlusta á okkur, er það beint brot á því lýðræði sem við höfum. Það eru tugir ungmenna sem vilja fá sæti við borðið til að koma skoðunum og hagsmunum okkar á framfæri. Þið þurfið ekki að leita langt. Við lifum nú á tækniöld þar sem auðvelt er að leita uppi tugi ungmennafélaga sem hafa mjög mikið til málanna að leggja. Hvenær ætlið þið að byrja að hlusta? Það er ekki til nein afsökun fyrir því að vinna ekki í samráði við börn og ungmenni, þetta er einfaldlega metnaðarleysi. Höfundur er formaður ungmennaráðs Barnaheilla og varaforseti Samband íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013. Í honum er skýrt tekið fram að bera þarf virðingu fyrir skoðunum barna (12.gr) og að börn eiga rétt á því að deila hugmyndum sínum (13.gr). Þessar greinar vernda lýðræði, málfrelsi og tillögurétt barna og ungmenna. Landssamband ungmennafélaga (LUF) er regnhlífarsamtök helstu ungmennafélaga landsins, til dæmis ungmennaráða félagasamtaka, ungliðahreyfingar stjórnmálahreyfinga og hagsmunafélög námsmanna. Í stefnuskrá LUF er barist fyrir því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ára aldur. Rökin á bak við þá stefnu er að með lægri kosningaaldri eykst lýðræði og þátttaka barna og ungmenna. Sú stefna hefur verið samþykkt af helstu ungmennafélögum landsins og er það því opinberlega skoðun meirihluta fulltrúa ungmenna að lækka þarf kosningaaldurinn. Rödd barna og ungmenna er afar mikilvæg, því allar ákvarðanir sem eru teknar hafa bein áhrif á okkur. En á meðan við bíðum eftir kosningarétti 16 og 17 ára einstaklinga, þá reiðum við okkur á rödd ungmennafélaga til að tryggja að lýðræði ungmenna viðhaldi sér. En hlusta stjórnvöld á ungmennafélög? Einfalda svarið er NEI! Stjórnvöld kveða reglulega á um mikilvægi þess að hlusta á börn og ungmenni, en raunin er sú að við þurfum að biðja ítrekað um fundi eða áheyrn til að ræða málefni sem snerta okkur á beinan hátt. Á þeim fundum, ef þeir þar að segja verða að raunveruleika, fáum við að greina frá okkar afstöðu, en okkar skoðun hefur sjaldan til aldrei áhrif á lokaniðurstöðuna. Svokallað samráð stjórnvalda við ungmenni er því aðeins sýndarmennska. Síðastliðið haust átti sér stað bylting í menntaskólum landsins þegar umræðan um kynferðisbrotamál átti sér stað. Það mál er birtingarmynd af uppsafnaðri reiði ungmenna eftir aðgerðarleysi stjórnvalda. Stjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema var búin að óska eftir fundi með Ásmundi Einari, mennta- og barnamálaráðherra, síðan þann 29. ágúst sama ár um umræddan málaflokk án árangurs. Það þurfti herferð á samfélagsmiðlum og mótmæli til að fá athygli frá háttvirtum ráðherra. Eftir mikla vinnu fengu framhaldsskólanemar loksins að funda með ráðherra um gríðarlega alvarlegt mál sem skerðir á réttindum og velferð okkar. En börn og ungmenni eiga ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum. Við eigum okkar réttindi sem eru lögfest, og er það á ábyrgð stjórnvalda að uppfylla þau. Við sjáum þessi vinnubrögð ítrekað í stjórnsýslunni. Stjórnvöld vilja aðeins vinna með ungmennum þegar þau óttast slæma fréttaumfjöllun. Eins og áður kom fram, þá er lýðræði réttur barna. En í núverandi samfélagi er ekki tími né rými fyrir börn að berjast hörðum höndum til að láta rödd sína heyrast. Mikilvægt er að hafa í huga að það hafa ekki öll börn og ungmenni tök á því að helga öllum sínum frítíma í að tryggja sín réttindi sem eru nú þegar lögfest í íslenskum lögum. Við þurfum mörg að vinna, sinna námi og félagslífi. Flest öll störf í ungmennageiranum eru sjálfboðastörf. Ungmenni eru að vinna launalausa vinnu aukalega yfir fyrra vinnuálag, einfaldlega til að viðhalda okkar lýðræði. Mest öll vinnan í ungmennafélögum fer í að berjast fyrir tilverurétt félagana. Þegar börn og ungmenni vinna sem eftirlitsaðilar stjórnvalda, þá er lágmark að stjórnvöld hlusti og meðtaki hvað við höfum að segja. Rödd og skoðun barna og ungmenna er ómetanleg auðlind sem stjórnvöld vanvirða. Til stjórnvalda Þið þurfið að hætta þessari sýndarmennsku. Þið ítrekað takið ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án samráðs við okkur. Það er ekki nóg að boða börn og ungmenni á fund. Þið þurfið að hlusta á skoðanir okkar og innleiða þær í starfið ykkar. Ef ykkur mistekst að hlusta á okkur, er það beint brot á því lýðræði sem við höfum. Það eru tugir ungmenna sem vilja fá sæti við borðið til að koma skoðunum og hagsmunum okkar á framfæri. Þið þurfið ekki að leita langt. Við lifum nú á tækniöld þar sem auðvelt er að leita uppi tugi ungmennafélaga sem hafa mjög mikið til málanna að leggja. Hvenær ætlið þið að byrja að hlusta? Það er ekki til nein afsökun fyrir því að vinna ekki í samráði við börn og ungmenni, þetta er einfaldlega metnaðarleysi. Höfundur er formaður ungmennaráðs Barnaheilla og varaforseti Samband íslenskra framhaldsskólanema.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun