Fyrst ríkið passi ekki upp á eftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. apríl 2023 07:00 Fulltrúar Frú Ragnheiðar ásamt Andra og Kristni frá Varlega með hundrað fentanýl-vímuefnapróf. Eftir að Arnar Máni vakti athygli á því að hann ætlaði að kaupa fentanýl-strimla af Varlega og gefa þá til Frú Ragnheiðar rigndi sambærilegum pöntunum inn. Á endanum hafði fjöldi fólks keypt samanlagt hundrað strimla sem gestir Frú Ragnheiðar geta notað til að athuga vímuefni sín. Aðsent Fyrirtækið Varlega selur vímuefnapróf sem gerir notendum kleift að athuga hvort vímuefni eru hrein eða menguð með öðrum efnum. Annar stofnanda segir að fyrst löggjafinn passi ekki upp á gæðaeftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir. Hann sér fram á að slík próf verði í framtíðinni staðalbúnaður í skaðaminnkandi úrræðum. Kristinn Ingvarsson og Andri Einarsson unnu báðir á gistiskýli fyrir heimilislausa úti á Granda. Þar sáu þeir að það var eftirspurn á Íslandi eftir vímuefnaprófum svo notendur gætu tryggt öryggi sitt. Jafnframt sáu þeir að framboðið á slíkum prófum væri ekkert og stofnuðu því Varlega. Vísir hafði samband við Kristinn til að ræða við hann um Varlega, ópíóðafaraldurinn og frumkvæði ungs manns úti í bæ sem leiddi til þess að frú Ragnheiður, skaðaminnkandi þjónusta, fékk hundrað vímuefnapróf frá Varlega. Youtube-myndband kveikjan að stofnun fyrirtækisins „Við kveikjum á perunni að framboðið á prófum þar sem notandinn athugar sjálfur sín vímuefni er ekkert á Íslandi. Slík próf hafa verið í almennri notkun í þvílíkt langan tíma erlendis en hafa ekki þekkst hérna heima,“ segir Kristinn um aðdragandann að stofnun Varlega. „Ég var bara að horfa á Youtube-myndband um svona próf og tékkaði hvort það væri einhver leið til að nálgast þetta á Íslandi af því þetta virkaði eitthvað svo almennt. En svo reyndist ekki vera,“ segir hann. „Við ákváðum því að kýla á þetta en á meðan við vorum í undirbúningsvinnu tékkuðum við hvort það væri einhver markaður fyrir þessu og ráðfærðum okkur við Svölu Jóhannesdóttur, einn helsta skaðaminnkunarsérfræðing á Íslandi.“ „Hún sagðist hafa orðið vör við eftirspurn og þá mest frá hinum almenna „recreational“ notenda,“ segir Kristinn. En með „recreational“ notanda er átt við fólk sem neytir vímuefna sér til dægrarstyttinga eða skemmtunar en er ekki endilega í neyð eða glímir við fíkn. Svala Jóhannesdóttir var lengi vel verkefnastýra Frú Ragnheiðar og er einn helsti skaðaminnkunarsérfræðingur landsins.Vísir/Arnar Vilja koma prófum til almennra notenda og þeirra sem eru í neyð „Okkar sjónarmið er að koma þessu til beggja hópa, normalísera þetta meðal hins almenna notenda og að viðkvæmasti hópurinn hafi tök á að nálgast þetta gæðaeftirlit líka, sem við lítum á sem öryggisatriði,“ segir Kristinn um markmiðið með Varlega. „Það eru milljón trilljón vímuefni til sem fólk notar og nánast öll eru ólögleg. Og á svörtum markaði er ekkert gæðaeftirlit. Það er enginn stimpill sem segir til um hvert innihaldið sé. Fyrst það þarf að vera þannig þá viljum við bjóða fólki að taka gæðaeftirlitið í eigin hendur,“ segir Kristinn. „Ef það er ekki löggjöf sem passar upp á þetta, verðurðu að passa upp á þig sjálfur.“ Svona lítur fentanýl-strimillinn út sem maður notar til að athuga hvort efni innihaldi fentanýl.Varlega Hvernig virka þessi vímuefnapróf þá, geturðu sagt frá því í stuttu máli? „Langflest þeirra eru þannig að það er eitt tiltekið próf, yfirleitt einnota, sem skimar fyrir einu vímuefni. Með prófinu ertu að ganga úr skugga um að þú hafir keypt það sem þú taldir þig hafa keypt áður en þú innbyrðir efnið,“ segir Kristinn um virkni prófanna. „Að sama skapi geturðu notað þetta í hina áttina, þú getur gengið úr skugga um að það sé ekki eitthvað í efninu af því stundum er efnum blandað saman.“ „Bæði er öðrum vímuefnum blandað út í fyrir einhver áhrif sem þú kærir þig ekkert endilega um og svo eru íblöndunarefni sem eru notuð til að drýgja efnið og hagnast meira. Það getur vel verið að þau fari illa í mann,“ segir Kristinn um hvernig hægt sé að nota prófin til að forðast ákveðin efni. Mest eftirspurn eftir fentanýl-strimlum Ég sá einmitt að það var verið að deila því á samfélagsmiðlum að það væri verið að pressa fentanýl út í pillur og önnur efni. Fentanýl hefur náttúrulega verið mikið í fréttum vegna hættanna við það en það væri þá dæmi um svona óæskilegt efni sem er blandað út í? „Fentanýl er náttúrulega mjög „extreme“ efni,“ segir Kristinn og bætir við „sú vara okkar sem við erum að reyna að pumpa út og við finnum mesta eftirspurn eftir eru fentanýl-prófin. Það eru einnota strimlar sem maður getur notað til að staðfesta eða útilokað að það sé fentanýl í því sem maður er að taka.“ „Ég treysti mér til að fullyrða að það vill enginn taka fentanýl inn án þess að vita það. Af því það þarf svo lítið magn til að hafa mikil og jafnvel stórhættuleg áhrif,“ bætir Kristinn við. Bandarískur fentanýl-strimill en slík próf hafa lengi verið við lýði í Bandaríkjunum enda ríkir þar töluvert hættulegra ástand, sérstaklega fyrir vímuefnanotendur.Getty/Michael Siluk „Það er verið að pressa þetta í alls konar efni, það er orðið risavandamál í til dæmis Bandaríkjunum. Heróin er skylst mér nánast alltaf með fentanýli í þar. Ég heyrði að það væri hætt að skima eftir því, bara gert ráð fyrir því. Svo eru það þessar heimatilbúnu oxý-pillur, gerðar til að líta út alveg eins og oxýcontin. Það er verið að pumpa fentanýli á fullu í þær.“ „Svo hef ég heyrt sögusagnir að það sama sé að gerast á Íslandi, verið að pressa fentanýli ofan í heimagerðar oxýcontin-töflur. Ég frétti líka að það væru sérlega góð áhrif af þessum heimagerðum töflum og maður spyr sig þá hvort það sé vegna þess að það sé fentanýl í þeim. Við erum að bíða eftir því að einhver sendi okkur slíka niðurstöðu úr vímuefnaprófi,“ segir Kristinn. Hundrað próf þökk sé hugmynd eins manns Það vildi einmitt svo til að það hafði maður samband við Varlega í fyrradag og vildi í ljósi nýjustu frétta kaupa fentanýl-próf og koma þeim til Frú Ragnheiðar. Eftir að hann deildi hugmynd sinni á samfélagsmiðlum vatt málið upp á sig og á endanum voru hundrað fentanýl-strimlar keyptir sem fóru síðan til Frú Ragnheiðar. Það ríkti mikil ánægja hjá bæði fulltrúum Varlega og Frú Ragnheiðar með vímuefnaprófin hundrað sem voru keypt.Aðsent „Það var ungur maður sem hafði samband við okkur að fyrra bragði sem vildi versla hjá okkur fentanýl-strimla og koma þeim beint til Frú Ragnheiðar. Við buðum honum að gera það, að setja athugasemd í pöntunina og við myndum koma strimlunum áleiðis,“ segir Kristinn. „Hann gerði það, lagði inn pöntun og í kjölfarið deildi hann því á samfélagsmiðlum og hvatti fólk til að gera slíkt hið sama. Þetta vatt upp á sig mjög fljótt og tveimur dögum síðar voru komin inn hundrað stykki og þessar pantanir eru enn að rúlla inn.“ Þá segir Kristinn að þeir hyggist hafa einhverja betri útfærslu á þessu inni á síðunni þannig að þeir sem hafi áhuga á að kaupa vímuefnapróf sem fari beint til skaðaminnkandi úrræða geti gert það. „Þetta var bara einn gaur út í bæ með góða hugmynd og svo vatt það upp á sig einn tveir og tíu. Það telur allt,“ segir Kristinn. Vilja koma prófum til þeirra sem hafa ekki efni á þeim Sala á vímuefnaprófum Varlega fer í gegnum vefsíðuna Varlega.is en þaðan getur fólk keypt prófin og fengið þau send heim eða í póstbox. Sömuleiðis selur verslunin Reykjavík Headshop prófin frá Varlega. Kristinn segir að þeir séu að vinna í að fá fleiri endursöluaðila og ætli að reyna að koma þeim til skaðaminnkandi úrræða. „Við erum byrjaðir í viðræðum um að skaffa skaðaminnkandi úrræðum prófin. Að geta dreift þessu að kostnaðarlausu til þeirra sem hafa ekki efni á að eyða pening í svona lagað. Það eru ekki síst þeir sem þurfa þetta auka öryggisskref en þeir eru síðasti hópurinn sem er tilbúinn að bæta þessum útgjaldalið við,“ segir Kristinn um næstu skref. Einnig segir Kristinn að þeir hyggist koma sterkir inn á næturlífið, sérstaklega viðburði á borð við rave. Þar vilji þeir geta boðið upp á próf og verið með vitundarvakningu meðal gesta varðandi prófin. Lógó Varlega er ekkert sérstaklega flókið, það er mynd af lítilli vímuefnaprófs-pípettu og vefsvæði fyrirtækisins, Varlega.is. Viðbrögðin alls staðar góð en kortarisarnir erfiðir Aðspurður út í viðbrögðin segir Kristinn þau hafa verið mjög jákvæð „hjá almenningi, notendum og skaðaminnkandi úrræðum.“ Það taki allir vel í þetta. „Vandinn með úrræðin að þau eru flest hver fjársvelt og rekin að öllu eða mestu leyti á styrkjum þannig þau þurfa að velja og hafna hvað þau taka inn,“ segir Kristinn um möguleika skaðaminnkandi úrræða. Aðspurður hvort þeir hafi lent í einhverjum leiðindum segir Kristinn þá ekki hafa lent í neinu slíku. „Einu vandkvæðin sem við höfum lent í er að við lendum á vegg hjá greiðslumiðlunum. Við getum ekki boðið upp á hefðbundna kortagreiðslugátt á vefnum okkar. Þetta eru aðilar sem þurfa að lúta alþjóðlegum reglum kortarisa og þar hefur alltaf komið rautt flagg á okkur,“ segir Kristinn um einu vandræðin. Hins vegar séu þeir komnir með nokkra greiðslumöguleika og það séu fleiri á leiðinni. Fólk sé orðið samdauna ástandinu Hvernig blasir þessi ópíóðafaraldur við þér í vinnu þinni á gistiskýlinu og í búsetuúrræðum? „Maður sjálfur verandi að vinna á gistiskýlum og enn frekar sá hópur sem er heimilislaus verða voðalega samdauna þessu. Þetta er daglegt brauð þar, ofskammtanir og slíkt, því miður. Það er mjög sjúkt að segja það.“ En sjáið einhvern mun á þessum „recreational“-hóp varðandi ofskammtanir og neyslu? „Nú tala ég bara út frá minni eigin tilfinningu en ekki gögnum. Það er klárlega mín tilfinning að ofskammtanir séu orðnar algengari í þessum „recreational“-hópi,“ segir Kristinn. „Það er erfitt að segja til um hvað veldur hverju sinni, hvort það séu efnin eða þá að fólk sé að fara óvarlega. En ég myndi segja að aukning væri mín tilfinning.“ Vímuefnapróf verði eðlilegur partur af notkun ólöglegra vímuefna Hver eru næstu skref í þessum málum? „Við vitum ekki hve hröð þróun í þessum málum verður en við sjáum fyrir okkur að þetta verði staðalbúnaður í skaðaminnkandi úrræðum hvort sem það eru búsetuúrræði, gistiskýli eða frú Ragnheiður á ferðinni. Að veikasti hópurinn fái sér að kostnaðarlausu að taka þetta öryggisskref. Að það verði normalíseruð rútína að tékka ef þú hefur ástæðu til þess.“ „Og að sama skapi hjá „recreational“ notendum að það verði eðlilegur partur af notkun ólöglegra vímuefna að athuga efnin og vera viss,“ segir Kristinn. „Við erum að setja okkur í samband við fleiri úrræði og ætlum að vera áberandi í auknu mæli, láta í okkur heyra. Hjól kerfisins snúast hægt en okkur finnst ánægjulegt að finna svart á hvítu að það er vilji fyrir hendi hjá einhverjum aðilum innan kerfisins. Ef þeir taka höndum saman þá geta hlutirnir eins breyst til hins betra. Vonandi fyrr en seinna,“ segir Kristinn að lokum. Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 „Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00 „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00 Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kristinn Ingvarsson og Andri Einarsson unnu báðir á gistiskýli fyrir heimilislausa úti á Granda. Þar sáu þeir að það var eftirspurn á Íslandi eftir vímuefnaprófum svo notendur gætu tryggt öryggi sitt. Jafnframt sáu þeir að framboðið á slíkum prófum væri ekkert og stofnuðu því Varlega. Vísir hafði samband við Kristinn til að ræða við hann um Varlega, ópíóðafaraldurinn og frumkvæði ungs manns úti í bæ sem leiddi til þess að frú Ragnheiður, skaðaminnkandi þjónusta, fékk hundrað vímuefnapróf frá Varlega. Youtube-myndband kveikjan að stofnun fyrirtækisins „Við kveikjum á perunni að framboðið á prófum þar sem notandinn athugar sjálfur sín vímuefni er ekkert á Íslandi. Slík próf hafa verið í almennri notkun í þvílíkt langan tíma erlendis en hafa ekki þekkst hérna heima,“ segir Kristinn um aðdragandann að stofnun Varlega. „Ég var bara að horfa á Youtube-myndband um svona próf og tékkaði hvort það væri einhver leið til að nálgast þetta á Íslandi af því þetta virkaði eitthvað svo almennt. En svo reyndist ekki vera,“ segir hann. „Við ákváðum því að kýla á þetta en á meðan við vorum í undirbúningsvinnu tékkuðum við hvort það væri einhver markaður fyrir þessu og ráðfærðum okkur við Svölu Jóhannesdóttur, einn helsta skaðaminnkunarsérfræðing á Íslandi.“ „Hún sagðist hafa orðið vör við eftirspurn og þá mest frá hinum almenna „recreational“ notenda,“ segir Kristinn. En með „recreational“ notanda er átt við fólk sem neytir vímuefna sér til dægrarstyttinga eða skemmtunar en er ekki endilega í neyð eða glímir við fíkn. Svala Jóhannesdóttir var lengi vel verkefnastýra Frú Ragnheiðar og er einn helsti skaðaminnkunarsérfræðingur landsins.Vísir/Arnar Vilja koma prófum til almennra notenda og þeirra sem eru í neyð „Okkar sjónarmið er að koma þessu til beggja hópa, normalísera þetta meðal hins almenna notenda og að viðkvæmasti hópurinn hafi tök á að nálgast þetta gæðaeftirlit líka, sem við lítum á sem öryggisatriði,“ segir Kristinn um markmiðið með Varlega. „Það eru milljón trilljón vímuefni til sem fólk notar og nánast öll eru ólögleg. Og á svörtum markaði er ekkert gæðaeftirlit. Það er enginn stimpill sem segir til um hvert innihaldið sé. Fyrst það þarf að vera þannig þá viljum við bjóða fólki að taka gæðaeftirlitið í eigin hendur,“ segir Kristinn. „Ef það er ekki löggjöf sem passar upp á þetta, verðurðu að passa upp á þig sjálfur.“ Svona lítur fentanýl-strimillinn út sem maður notar til að athuga hvort efni innihaldi fentanýl.Varlega Hvernig virka þessi vímuefnapróf þá, geturðu sagt frá því í stuttu máli? „Langflest þeirra eru þannig að það er eitt tiltekið próf, yfirleitt einnota, sem skimar fyrir einu vímuefni. Með prófinu ertu að ganga úr skugga um að þú hafir keypt það sem þú taldir þig hafa keypt áður en þú innbyrðir efnið,“ segir Kristinn um virkni prófanna. „Að sama skapi geturðu notað þetta í hina áttina, þú getur gengið úr skugga um að það sé ekki eitthvað í efninu af því stundum er efnum blandað saman.“ „Bæði er öðrum vímuefnum blandað út í fyrir einhver áhrif sem þú kærir þig ekkert endilega um og svo eru íblöndunarefni sem eru notuð til að drýgja efnið og hagnast meira. Það getur vel verið að þau fari illa í mann,“ segir Kristinn um hvernig hægt sé að nota prófin til að forðast ákveðin efni. Mest eftirspurn eftir fentanýl-strimlum Ég sá einmitt að það var verið að deila því á samfélagsmiðlum að það væri verið að pressa fentanýl út í pillur og önnur efni. Fentanýl hefur náttúrulega verið mikið í fréttum vegna hættanna við það en það væri þá dæmi um svona óæskilegt efni sem er blandað út í? „Fentanýl er náttúrulega mjög „extreme“ efni,“ segir Kristinn og bætir við „sú vara okkar sem við erum að reyna að pumpa út og við finnum mesta eftirspurn eftir eru fentanýl-prófin. Það eru einnota strimlar sem maður getur notað til að staðfesta eða útilokað að það sé fentanýl í því sem maður er að taka.“ „Ég treysti mér til að fullyrða að það vill enginn taka fentanýl inn án þess að vita það. Af því það þarf svo lítið magn til að hafa mikil og jafnvel stórhættuleg áhrif,“ bætir Kristinn við. Bandarískur fentanýl-strimill en slík próf hafa lengi verið við lýði í Bandaríkjunum enda ríkir þar töluvert hættulegra ástand, sérstaklega fyrir vímuefnanotendur.Getty/Michael Siluk „Það er verið að pressa þetta í alls konar efni, það er orðið risavandamál í til dæmis Bandaríkjunum. Heróin er skylst mér nánast alltaf með fentanýli í þar. Ég heyrði að það væri hætt að skima eftir því, bara gert ráð fyrir því. Svo eru það þessar heimatilbúnu oxý-pillur, gerðar til að líta út alveg eins og oxýcontin. Það er verið að pumpa fentanýli á fullu í þær.“ „Svo hef ég heyrt sögusagnir að það sama sé að gerast á Íslandi, verið að pressa fentanýli ofan í heimagerðar oxýcontin-töflur. Ég frétti líka að það væru sérlega góð áhrif af þessum heimagerðum töflum og maður spyr sig þá hvort það sé vegna þess að það sé fentanýl í þeim. Við erum að bíða eftir því að einhver sendi okkur slíka niðurstöðu úr vímuefnaprófi,“ segir Kristinn. Hundrað próf þökk sé hugmynd eins manns Það vildi einmitt svo til að það hafði maður samband við Varlega í fyrradag og vildi í ljósi nýjustu frétta kaupa fentanýl-próf og koma þeim til Frú Ragnheiðar. Eftir að hann deildi hugmynd sinni á samfélagsmiðlum vatt málið upp á sig og á endanum voru hundrað fentanýl-strimlar keyptir sem fóru síðan til Frú Ragnheiðar. Það ríkti mikil ánægja hjá bæði fulltrúum Varlega og Frú Ragnheiðar með vímuefnaprófin hundrað sem voru keypt.Aðsent „Það var ungur maður sem hafði samband við okkur að fyrra bragði sem vildi versla hjá okkur fentanýl-strimla og koma þeim beint til Frú Ragnheiðar. Við buðum honum að gera það, að setja athugasemd í pöntunina og við myndum koma strimlunum áleiðis,“ segir Kristinn. „Hann gerði það, lagði inn pöntun og í kjölfarið deildi hann því á samfélagsmiðlum og hvatti fólk til að gera slíkt hið sama. Þetta vatt upp á sig mjög fljótt og tveimur dögum síðar voru komin inn hundrað stykki og þessar pantanir eru enn að rúlla inn.“ Þá segir Kristinn að þeir hyggist hafa einhverja betri útfærslu á þessu inni á síðunni þannig að þeir sem hafi áhuga á að kaupa vímuefnapróf sem fari beint til skaðaminnkandi úrræða geti gert það. „Þetta var bara einn gaur út í bæ með góða hugmynd og svo vatt það upp á sig einn tveir og tíu. Það telur allt,“ segir Kristinn. Vilja koma prófum til þeirra sem hafa ekki efni á þeim Sala á vímuefnaprófum Varlega fer í gegnum vefsíðuna Varlega.is en þaðan getur fólk keypt prófin og fengið þau send heim eða í póstbox. Sömuleiðis selur verslunin Reykjavík Headshop prófin frá Varlega. Kristinn segir að þeir séu að vinna í að fá fleiri endursöluaðila og ætli að reyna að koma þeim til skaðaminnkandi úrræða. „Við erum byrjaðir í viðræðum um að skaffa skaðaminnkandi úrræðum prófin. Að geta dreift þessu að kostnaðarlausu til þeirra sem hafa ekki efni á að eyða pening í svona lagað. Það eru ekki síst þeir sem þurfa þetta auka öryggisskref en þeir eru síðasti hópurinn sem er tilbúinn að bæta þessum útgjaldalið við,“ segir Kristinn um næstu skref. Einnig segir Kristinn að þeir hyggist koma sterkir inn á næturlífið, sérstaklega viðburði á borð við rave. Þar vilji þeir geta boðið upp á próf og verið með vitundarvakningu meðal gesta varðandi prófin. Lógó Varlega er ekkert sérstaklega flókið, það er mynd af lítilli vímuefnaprófs-pípettu og vefsvæði fyrirtækisins, Varlega.is. Viðbrögðin alls staðar góð en kortarisarnir erfiðir Aðspurður út í viðbrögðin segir Kristinn þau hafa verið mjög jákvæð „hjá almenningi, notendum og skaðaminnkandi úrræðum.“ Það taki allir vel í þetta. „Vandinn með úrræðin að þau eru flest hver fjársvelt og rekin að öllu eða mestu leyti á styrkjum þannig þau þurfa að velja og hafna hvað þau taka inn,“ segir Kristinn um möguleika skaðaminnkandi úrræða. Aðspurður hvort þeir hafi lent í einhverjum leiðindum segir Kristinn þá ekki hafa lent í neinu slíku. „Einu vandkvæðin sem við höfum lent í er að við lendum á vegg hjá greiðslumiðlunum. Við getum ekki boðið upp á hefðbundna kortagreiðslugátt á vefnum okkar. Þetta eru aðilar sem þurfa að lúta alþjóðlegum reglum kortarisa og þar hefur alltaf komið rautt flagg á okkur,“ segir Kristinn um einu vandræðin. Hins vegar séu þeir komnir með nokkra greiðslumöguleika og það séu fleiri á leiðinni. Fólk sé orðið samdauna ástandinu Hvernig blasir þessi ópíóðafaraldur við þér í vinnu þinni á gistiskýlinu og í búsetuúrræðum? „Maður sjálfur verandi að vinna á gistiskýlum og enn frekar sá hópur sem er heimilislaus verða voðalega samdauna þessu. Þetta er daglegt brauð þar, ofskammtanir og slíkt, því miður. Það er mjög sjúkt að segja það.“ En sjáið einhvern mun á þessum „recreational“-hóp varðandi ofskammtanir og neyslu? „Nú tala ég bara út frá minni eigin tilfinningu en ekki gögnum. Það er klárlega mín tilfinning að ofskammtanir séu orðnar algengari í þessum „recreational“-hópi,“ segir Kristinn. „Það er erfitt að segja til um hvað veldur hverju sinni, hvort það séu efnin eða þá að fólk sé að fara óvarlega. En ég myndi segja að aukning væri mín tilfinning.“ Vímuefnapróf verði eðlilegur partur af notkun ólöglegra vímuefna Hver eru næstu skref í þessum málum? „Við vitum ekki hve hröð þróun í þessum málum verður en við sjáum fyrir okkur að þetta verði staðalbúnaður í skaðaminnkandi úrræðum hvort sem það eru búsetuúrræði, gistiskýli eða frú Ragnheiður á ferðinni. Að veikasti hópurinn fái sér að kostnaðarlausu að taka þetta öryggisskref. Að það verði normalíseruð rútína að tékka ef þú hefur ástæðu til þess.“ „Og að sama skapi hjá „recreational“ notendum að það verði eðlilegur partur af notkun ólöglegra vímuefna að athuga efnin og vera viss,“ segir Kristinn. „Við erum að setja okkur í samband við fleiri úrræði og ætlum að vera áberandi í auknu mæli, láta í okkur heyra. Hjól kerfisins snúast hægt en okkur finnst ánægjulegt að finna svart á hvítu að það er vilji fyrir hendi hjá einhverjum aðilum innan kerfisins. Ef þeir taka höndum saman þá geta hlutirnir eins breyst til hins betra. Vonandi fyrr en seinna,“ segir Kristinn að lokum.
Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 „Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00 „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00 Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. 28. apríl 2023 19:18
170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26
„Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“ Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu. 28. apríl 2023 06:00
„Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00
Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01