Lögregla verst alla frétta af mannsláti á Selfossi: Misvísandi sögusagnir í umferð Margrét Björk Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 28. apríl 2023 23:07 Lögreglan á Selfossi gefur lítið upp um málið. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi verst allra frétta af mannsláti á Selfossi síðdegis í gær. Ung kona sá sig knúna til að setja færslu á samfélagsmiðla og upplýsa um að hún væri ekki sú látna, þar sem sögur þess efnis gengu um bæjarfélagið. Heimildir fréttastofu herma að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við málið séu hálfbræður. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Þá hafa gengið sögur um að andlátið hafi verið vegna ofskömmtunar fíkniefna en konan sem lést í gær var um þrítugt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttstofu til að fá upplýsingar um rannsókn málsins eða tildrög andlátsins hafa ekki fengist nein svör frá lögreglunni á Suðurlandi. Síðdegis fékkst það þó staðfest að búið væri að leiða mennina fyrir dómara og krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í eina viku. Dómari í málinu hefur ákveðið að nýta sér lögbundinn sólarhringsfrest til þess að kveða upp úrskurð um gæsluvarðhald. „Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja“ „Nú langar mig að koma fram og láta vita að ég er á lífi. Hef ekki gert annað en að svara símtölum og skilaboðum í allan morgun. Það eru sögusagnir um mig varðandi atburðinn sem átti sér stað hér á Selfossi í gærkvöldi. Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja og veit ekkert um þetta hræðilega mál.“ Svona hljómar færsla sem ung kona setti inn á Facebook í dag. Því er ljóst að á meðan lögregla gefur ekkert upp geta ýmsar sögur farið á kreik. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Árborg Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi. 27. apríl 2023 19:04 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Heimildir fréttastofu herma að mennirnir sem handteknir voru í tengslum við málið séu hálfbræður. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Þá hafa gengið sögur um að andlátið hafi verið vegna ofskömmtunar fíkniefna en konan sem lést í gær var um þrítugt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttstofu til að fá upplýsingar um rannsókn málsins eða tildrög andlátsins hafa ekki fengist nein svör frá lögreglunni á Suðurlandi. Síðdegis fékkst það þó staðfest að búið væri að leiða mennina fyrir dómara og krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim í eina viku. Dómari í málinu hefur ákveðið að nýta sér lögbundinn sólarhringsfrest til þess að kveða upp úrskurð um gæsluvarðhald. „Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja“ „Nú langar mig að koma fram og láta vita að ég er á lífi. Hef ekki gert annað en að svara símtölum og skilaboðum í allan morgun. Það eru sögusagnir um mig varðandi atburðinn sem átti sér stað hér á Selfossi í gærkvöldi. Ég vil að það sé á hreinu að ég er ekki þessi manneskja og veit ekkert um þetta hræðilega mál.“ Svona hljómar færsla sem ung kona setti inn á Facebook í dag. Því er ljóst að á meðan lögregla gefur ekkert upp geta ýmsar sögur farið á kreik. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Árborg Lögreglumál Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi. 27. apríl 2023 19:04 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31
Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts sem varð í bænum. Að sögn lögreglu eru málsatvik enn óljós og er frumrannsókn í gangi. 27. apríl 2023 19:04