„Hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. apríl 2023 08:59 Carroll mætir í dómshúsið í gær. Getty/Michael M. Santiago E Jean Carroll tókst á við Joe Tacopina, lögmann Donald Trump, í réttarsal í New York í gær og neitaði því ítrekað að hafa skáldað að hafa verið nauðgað af forsetanum fyrrverandi í verslun í borginni. „Ég er að segja þér það að hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki,“ sagði Carroll á einum tímapunkti þegar Tacopina gekk á hana. Carroll var meðal annars spurð að því hvers vegna hún hefði ekki stigið fyrr fram en hún svaraði á þann veg að hún hefði fundið hvata til þess í kjölfar uppljóstrana um kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein og upphafs #MeToo hreyfingarinnar. Hún sagði það aldrei hafa hvarflað að sér að greina frá nauðguninni þegar Trump bauð sig fram til forseta árið 2016. „Ég ætlaði aldrei að tala um það sem Trump gerði, Aldrei,“ svaraði hún aðspurð. Carroll, sem var dálkahöfundur, sagðist hafa farið inn í búningsklefa verslunarinnar með Trump í gamni, þar sem hann hafði beðið hana um að máta undirfatnað en hún skorað á hann til baka að máta sjálfur. Þegar hann réðist á hana hefði hún ósjálfrátt brugðist við með því að hlæja og haldið að það myndi róa Trump. Tacopina spurði Carroll ítrekað hvers vegna hún hefði ekki öskrað en hún sagðist hafa fundið fyrir of miklum sársauka til að öskra og það væri ekki hægt að álasa henni fyrir að öskra ekki. Þá benti hún á að þolendur væru oftsinnis spurðir að þessu, sem fældi þá frá því að leita til lögreglu. Þegar Tacopina gekk á hana lét hún þau orð falla sem getið er hér að ofan... öskur eða ekki öskur; Trump hefði nauðgað henni. Carroll hefur sjálf greint frá því að hafa fyrst brugðist við árásinni með því að fara að hlæja og einnig að hafa hlegið þegar hún sagði vinkonu sinni frá árásinni í síma. Hún sagðist hins vegar aðeins hafa gert það í geðshræringu, eins og til að sannfæra sjálfa sig um að þetta hefði ekki verið eins slæmt og hún upplifði. Þá hefðu vinir hennar gefið henni misvísandi ráð um hvort hún ætti að leita til lögreglu eða ekki. Réttarhöldin halda áfram á mánudag en ekki er gert ráð fyrir að Trump muni bera vitni í málinu. Umfjöllun Guardian. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 MeToo Donald Trump Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
„Ég er að segja þér það að hann nauðgaði mér, hvort sem ég öskraði eða ekki,“ sagði Carroll á einum tímapunkti þegar Tacopina gekk á hana. Carroll var meðal annars spurð að því hvers vegna hún hefði ekki stigið fyrr fram en hún svaraði á þann veg að hún hefði fundið hvata til þess í kjölfar uppljóstrana um kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein og upphafs #MeToo hreyfingarinnar. Hún sagði það aldrei hafa hvarflað að sér að greina frá nauðguninni þegar Trump bauð sig fram til forseta árið 2016. „Ég ætlaði aldrei að tala um það sem Trump gerði, Aldrei,“ svaraði hún aðspurð. Carroll, sem var dálkahöfundur, sagðist hafa farið inn í búningsklefa verslunarinnar með Trump í gamni, þar sem hann hafði beðið hana um að máta undirfatnað en hún skorað á hann til baka að máta sjálfur. Þegar hann réðist á hana hefði hún ósjálfrátt brugðist við með því að hlæja og haldið að það myndi róa Trump. Tacopina spurði Carroll ítrekað hvers vegna hún hefði ekki öskrað en hún sagðist hafa fundið fyrir of miklum sársauka til að öskra og það væri ekki hægt að álasa henni fyrir að öskra ekki. Þá benti hún á að þolendur væru oftsinnis spurðir að þessu, sem fældi þá frá því að leita til lögreglu. Þegar Tacopina gekk á hana lét hún þau orð falla sem getið er hér að ofan... öskur eða ekki öskur; Trump hefði nauðgað henni. Carroll hefur sjálf greint frá því að hafa fyrst brugðist við árásinni með því að fara að hlæja og einnig að hafa hlegið þegar hún sagði vinkonu sinni frá árásinni í síma. Hún sagðist hins vegar aðeins hafa gert það í geðshræringu, eins og til að sannfæra sjálfa sig um að þetta hefði ekki verið eins slæmt og hún upplifði. Þá hefðu vinir hennar gefið henni misvísandi ráð um hvort hún ætti að leita til lögreglu eða ekki. Réttarhöldin halda áfram á mánudag en ekki er gert ráð fyrir að Trump muni bera vitni í málinu. Umfjöllun Guardian.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 MeToo Donald Trump Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira