Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 27. apríl 2023 16:02 Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. Síðastliðin 8 ár hefur einstaklingum sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á sjúkrahúsinu Vogi fjölgað úr 117 í 347 og eru nú tæplega fjórðungur innlagna. Á síðasta ári voru 36% þeirra sem lögðust inn á Vog vegna ópíóðafíknar 25 ára og yngri. Ópíóðar og morfínlyf eru sterk, mjög ávanabindandi og bráðdrepandi. 35 af þeim sem komið hafa á Vog létust á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. 35 mannslíf á einungis þremur mánuðum. Sé sú tala framreiknuð gætum við misst 80 einstaklinga úr ópíóðafíkn á þessu ári! Samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fær sjúkrahúsið Vogur greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga á ári. Árið 2022 fengu 347 manns slíka meðferð. Mismunurinn er 257 manns. Þetta dæmi gengur augljóslega ekki upp. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag spurði ég Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um nauðsynlegar aðgerðir vegna þessa alvarlega ástands. Fram kom að hann hyggst leggja tillögur fyrir ríkisstjórnina á fundi á morgun. Í mínum huga eru nokkrar brýnar aðgerðir lífsnauðsynlegar: Að leyfa lausasölu á lyfinu Naloxone, svo auðveldara sé að bjarga fólki sem lendir í öndunarstoppi vegna neyslu. Að koma á fót morfínklíník, með öðrum orðum öruggu neyslurými fyrir fíkla en í því felst augljós forvörn eins og yfirlæknir á Vogi hefur bent á. Að ríkissjóður geri Sjúkratryggingum kleift að semja við Vog um mun fleiri meðferðir en þær 90 sem nú eru í samningum. Það er algerlega óviðunandi staða að Vogur fái greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga af þeim 347 sem þurftu á henni að halda á árinu 2022. Það ríkir neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs á Íslandi. Ef um hópslys væri að ræða væri búið að virkja allar neyðaráætlanir í stjórnkerfinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Fíkn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins. Síðastliðin 8 ár hefur einstaklingum sem fengu lyfjameðferð við ópíóðafíkn á sjúkrahúsinu Vogi fjölgað úr 117 í 347 og eru nú tæplega fjórðungur innlagna. Á síðasta ári voru 36% þeirra sem lögðust inn á Vog vegna ópíóðafíknar 25 ára og yngri. Ópíóðar og morfínlyf eru sterk, mjög ávanabindandi og bráðdrepandi. 35 af þeim sem komið hafa á Vog létust á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. 35 mannslíf á einungis þremur mánuðum. Sé sú tala framreiknuð gætum við misst 80 einstaklinga úr ópíóðafíkn á þessu ári! Samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands fær sjúkrahúsið Vogur greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga á ári. Árið 2022 fengu 347 manns slíka meðferð. Mismunurinn er 257 manns. Þetta dæmi gengur augljóslega ekki upp. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag spurði ég Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra um nauðsynlegar aðgerðir vegna þessa alvarlega ástands. Fram kom að hann hyggst leggja tillögur fyrir ríkisstjórnina á fundi á morgun. Í mínum huga eru nokkrar brýnar aðgerðir lífsnauðsynlegar: Að leyfa lausasölu á lyfinu Naloxone, svo auðveldara sé að bjarga fólki sem lendir í öndunarstoppi vegna neyslu. Að koma á fót morfínklíník, með öðrum orðum öruggu neyslurými fyrir fíkla en í því felst augljós forvörn eins og yfirlæknir á Vogi hefur bent á. Að ríkissjóður geri Sjúkratryggingum kleift að semja við Vog um mun fleiri meðferðir en þær 90 sem nú eru í samningum. Það er algerlega óviðunandi staða að Vogur fái greitt fyrir meðferð 90 einstaklinga af þeim 347 sem þurftu á henni að halda á árinu 2022. Það ríkir neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs á Íslandi. Ef um hópslys væri að ræða væri búið að virkja allar neyðaráætlanir í stjórnkerfinu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun