Verða passa sig á útivallargrýlunni sem hefur oft strítt strákunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2023 13:31 Bjarki Már Elísson skorar í fyrri leiknum á móti Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar í dag mikilvægan útileik á móti Ísrael í undankeppni Evrópumótsins. Með sigri í kvöld tryggir íslenska liðið sér endanlega sæti á sínu þrettánda Evrópumóti í röð og stígur um leið stórt skref í átt að því að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar. EM-sætið er ekki enn tölfræðilega tryggt því bæði Ísrael og Eistland gætu náð sætinu af íslenska liðinu í síðustu tveimur umferðunum. Þessi leikur á móti Ísrael er auðvitað samt svokallaður skyldusigur og þrátt fyrir að það vanti mikilvæga leikmenn í íslenska liðið þá á Ísland að vinna Ísrael í handbolta. Leikurinn fer hins vegar fram í Tel Aviv og útivallargrýlan hefur strítt strákunum okkar í síðustu undankeppnum. Íslenska liðið steinlá með fimm mörkum í síðasta útileik á móti Tékkum en sýndu svo sitt rétta andlit með því að vinna Tékka með níu marka mun í Laugardalshöllinni. Þarna erum við að tala um fjórtán marka sveiflu á nokkrum dögum. Karlalandsliðið hefur aðeins unnið 4 af 14 útileikjum sínum í síðustu fimm undankeppnum Evrópumótsins. Það gerir aðeins 29 prósent leikjanna. Á sama tíma hefur liðið unnið þrettán af fjórum heimaleikjum sínum í sömu keppnum. Af þessum fjórtán útileikjum hafa sjö tapast. Íslenska liðið hefur tapað í Litháen, í Portúgal, í Úkraínu, Í Norður-Makedóníu, í Svartfjallalandi og svo tvisvar í Tékklandi á þessum tíma. Árin þar á undan töpuðust útileiki í Austurríki og í Hvíta-Rússlandi auk þess að liðið hefur undanfarin ár tapað stigum á útivelli á móti Grikklandi, Serbíu og Norður-Makedóníu. Þökk sé frábærri frammistöðu í leikjum sínum á Íslandi hefur íslenska liðið ávallt náð að tryggja sig inn á Evrópumótið. Þessi tölfræði ætti hins vegar að koma okkar strákum upp á tærnar því það dugir ekkert einbeitingaleysi eða vanmat í þessum leik í dag. Þá gæti úitvallargrýlan bitið strákana einu sinni enn. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér inn á Vísi. Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Með sigri í kvöld tryggir íslenska liðið sér endanlega sæti á sínu þrettánda Evrópumóti í röð og stígur um leið stórt skref í átt að því að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar. EM-sætið er ekki enn tölfræðilega tryggt því bæði Ísrael og Eistland gætu náð sætinu af íslenska liðinu í síðustu tveimur umferðunum. Þessi leikur á móti Ísrael er auðvitað samt svokallaður skyldusigur og þrátt fyrir að það vanti mikilvæga leikmenn í íslenska liðið þá á Ísland að vinna Ísrael í handbolta. Leikurinn fer hins vegar fram í Tel Aviv og útivallargrýlan hefur strítt strákunum okkar í síðustu undankeppnum. Íslenska liðið steinlá með fimm mörkum í síðasta útileik á móti Tékkum en sýndu svo sitt rétta andlit með því að vinna Tékka með níu marka mun í Laugardalshöllinni. Þarna erum við að tala um fjórtán marka sveiflu á nokkrum dögum. Karlalandsliðið hefur aðeins unnið 4 af 14 útileikjum sínum í síðustu fimm undankeppnum Evrópumótsins. Það gerir aðeins 29 prósent leikjanna. Á sama tíma hefur liðið unnið þrettán af fjórum heimaleikjum sínum í sömu keppnum. Af þessum fjórtán útileikjum hafa sjö tapast. Íslenska liðið hefur tapað í Litháen, í Portúgal, í Úkraínu, Í Norður-Makedóníu, í Svartfjallalandi og svo tvisvar í Tékklandi á þessum tíma. Árin þar á undan töpuðust útileiki í Austurríki og í Hvíta-Rússlandi auk þess að liðið hefur undanfarin ár tapað stigum á útivelli á móti Grikklandi, Serbíu og Norður-Makedóníu. Þökk sé frábærri frammistöðu í leikjum sínum á Íslandi hefur íslenska liðið ávallt náð að tryggja sig inn á Evrópumótið. Þessi tölfræði ætti hins vegar að koma okkar strákum upp á tærnar því það dugir ekkert einbeitingaleysi eða vanmat í þessum leik í dag. Þá gæti úitvallargrýlan bitið strákana einu sinni enn. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér inn á Vísi. Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist
Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira