Verða passa sig á útivallargrýlunni sem hefur oft strítt strákunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2023 13:31 Bjarki Már Elísson skorar í fyrri leiknum á móti Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar í dag mikilvægan útileik á móti Ísrael í undankeppni Evrópumótsins. Með sigri í kvöld tryggir íslenska liðið sér endanlega sæti á sínu þrettánda Evrópumóti í röð og stígur um leið stórt skref í átt að því að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar. EM-sætið er ekki enn tölfræðilega tryggt því bæði Ísrael og Eistland gætu náð sætinu af íslenska liðinu í síðustu tveimur umferðunum. Þessi leikur á móti Ísrael er auðvitað samt svokallaður skyldusigur og þrátt fyrir að það vanti mikilvæga leikmenn í íslenska liðið þá á Ísland að vinna Ísrael í handbolta. Leikurinn fer hins vegar fram í Tel Aviv og útivallargrýlan hefur strítt strákunum okkar í síðustu undankeppnum. Íslenska liðið steinlá með fimm mörkum í síðasta útileik á móti Tékkum en sýndu svo sitt rétta andlit með því að vinna Tékka með níu marka mun í Laugardalshöllinni. Þarna erum við að tala um fjórtán marka sveiflu á nokkrum dögum. Karlalandsliðið hefur aðeins unnið 4 af 14 útileikjum sínum í síðustu fimm undankeppnum Evrópumótsins. Það gerir aðeins 29 prósent leikjanna. Á sama tíma hefur liðið unnið þrettán af fjórum heimaleikjum sínum í sömu keppnum. Af þessum fjórtán útileikjum hafa sjö tapast. Íslenska liðið hefur tapað í Litháen, í Portúgal, í Úkraínu, Í Norður-Makedóníu, í Svartfjallalandi og svo tvisvar í Tékklandi á þessum tíma. Árin þar á undan töpuðust útileiki í Austurríki og í Hvíta-Rússlandi auk þess að liðið hefur undanfarin ár tapað stigum á útivelli á móti Grikklandi, Serbíu og Norður-Makedóníu. Þökk sé frábærri frammistöðu í leikjum sínum á Íslandi hefur íslenska liðið ávallt náð að tryggja sig inn á Evrópumótið. Þessi tölfræði ætti hins vegar að koma okkar strákum upp á tærnar því það dugir ekkert einbeitingaleysi eða vanmat í þessum leik í dag. Þá gæti úitvallargrýlan bitið strákana einu sinni enn. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér inn á Vísi. Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Með sigri í kvöld tryggir íslenska liðið sér endanlega sæti á sínu þrettánda Evrópumóti í röð og stígur um leið stórt skref í átt að því að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar. EM-sætið er ekki enn tölfræðilega tryggt því bæði Ísrael og Eistland gætu náð sætinu af íslenska liðinu í síðustu tveimur umferðunum. Þessi leikur á móti Ísrael er auðvitað samt svokallaður skyldusigur og þrátt fyrir að það vanti mikilvæga leikmenn í íslenska liðið þá á Ísland að vinna Ísrael í handbolta. Leikurinn fer hins vegar fram í Tel Aviv og útivallargrýlan hefur strítt strákunum okkar í síðustu undankeppnum. Íslenska liðið steinlá með fimm mörkum í síðasta útileik á móti Tékkum en sýndu svo sitt rétta andlit með því að vinna Tékka með níu marka mun í Laugardalshöllinni. Þarna erum við að tala um fjórtán marka sveiflu á nokkrum dögum. Karlalandsliðið hefur aðeins unnið 4 af 14 útileikjum sínum í síðustu fimm undankeppnum Evrópumótsins. Það gerir aðeins 29 prósent leikjanna. Á sama tíma hefur liðið unnið þrettán af fjórum heimaleikjum sínum í sömu keppnum. Af þessum fjórtán útileikjum hafa sjö tapast. Íslenska liðið hefur tapað í Litháen, í Portúgal, í Úkraínu, Í Norður-Makedóníu, í Svartfjallalandi og svo tvisvar í Tékklandi á þessum tíma. Árin þar á undan töpuðust útileiki í Austurríki og í Hvíta-Rússlandi auk þess að liðið hefur undanfarin ár tapað stigum á útivelli á móti Grikklandi, Serbíu og Norður-Makedóníu. Þökk sé frábærri frammistöðu í leikjum sínum á Íslandi hefur íslenska liðið ávallt náð að tryggja sig inn á Evrópumótið. Þessi tölfræði ætti hins vegar að koma okkar strákum upp á tærnar því það dugir ekkert einbeitingaleysi eða vanmat í þessum leik í dag. Þá gæti úitvallargrýlan bitið strákana einu sinni enn. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér inn á Vísi. Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist
Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira