Einnig kíktu hún við í Reykjavík rituals studio og skoðaði náttúrulegar húðvörur og Self mastery námskeið. Marín ræddi við formann Hampfélagsins um CBD hampvörur sem gjörbreytt hafa lífi margra.
Heilandi flotmeðferðir njóta vinsælda hér á landi. Unnur Valdís Kristjánsdóttir er hönnuður Flothettunnar sem er höfuðfat sem notað er til að halda manni á floti og upplifa algjöra slökun í þyngdarleysi vatnsins.
„Flotmeðferð, þá er verið að taka flotið svolítið lengra. Það er að sjálfsögðu flotslökun í vatni í þyngdarleysi en inn í það blandast líkamsmiðaðri meðhöndlun og nudd vatninu meðan maður flýtur. Svo í meðferðinni er líka ákveðin hluti að fljóta með sjálfum sér sem er mikilvægt, að detta inn í sína eigin kyrrð,“ segir Unnur.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.