Snjalltæki, sköpunargáfa og ýmislegt fleira Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 26. apríl 2023 13:31 Í nokkur ár hafa ýmsir sérfræðingar hér á landi komið fram og sagt að það sé hollt fyrir börn að leiðast og það sé nauðsynlegt fyrir sköpunargáfu þeirra. Þessu er yfirleitt haldið fram sem rökstuðningi fyrir því að minnka tíma í rafrænum miðlum. Það er búið að endurtaka þetta svo oft að líklega trúa flestir þessu. Nú vill svo til að það hafa verið gerðar tvær rannsóknir á sambandi snjallsímanotkunar og sköpunargáfu. Hvorug sýndi fram á mun á sköpunargáfu eftir snjallsímanotkun. Önnur var mjög fjölmenn eða með 16.932 þátttakendur. Það er því ekkert sem bendir til þess að notkun snjallsíma skerði sköpunargáfu. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á notkun samfélagsmiðla og sköpunargáfu. Í báðum kom fram fylgni á milli minni þátttöku á samfélagsmiðlun og frumlegri hugsunar. Þessar niðurstöður verður í skoða í ljósi rannsóknanna hér að ofan. Af hverju ætti þátttaka á samfélagsmiðlum að tengjast minni sköpunargáfu en ekki snjallsímanotkun? Ég held að enginn geti neitað því að það virðist rökrétt að fólk með mikla sköpunargáfu eyði frekar tíma sínum í sköpun en aðrir og það er erfitt að skapa á sama tíma og maður er á samfélagsmiðlum. Hins vegar er hægt að nota snjallsíma til sköpunar. Hluti af þessari grein var t.d. skrifuð á snjallsíma. Fyrst ég er á annað borð byrjuð að leiðrétta umræðuna þá er ágætis tækifæri til að leiðrétta tölur um tölvuleikjaröskun sem voru kynntar á ráðstefnu um daginn af prófessor í HÍ. Þar var gefið upp að nær fjórðungur íslenskra drengja sýnir merki um tölvuleikjaröskun, sem er viðurkennd geðröskun. Það stenst ekki af því að listinn sem notaður var (Internet Gaming Disorder scale) skimar ekki fyrir tölvuleikjaröskun og spurningar þar eiga lítið við þá röskun. Besta núverandi mat á tíðni tölvuleikjaröskunar er að almenn tíðni sé 1-3% en 4-5% fyrir unglingsdrengi. Það gæti samt verið ofmat. Talandi um tölvuleikjaröskun þá er ekki hægt að kópíra greinarskilyrði efnafíkniraskana yfir á greiningarskilyrði tölvuleikjaröskunar. Hún hefur einfaldari greinarskilmerki. Gott ef sérfræðingar gætu bara flett greiningarskilmerkjunum upp áður en þeir tala um hana svona til að koma í veg fyrir að þeir fari rangt með og ég sendi þeim tölvupóst til leiðréttingar. Sparar öllum pirring og áreiti. Fyrst ég er byrjuð á áreiti þá er vert að minna á að gagnamagn og áreiti eru tveir ólíkir hlutir. Ef ég horfi á róandi mynd af fallegum arni og hlusta á róandi tónlist í tölvunni minni þá er ekki það sama áreiti og ef ég væri að horfa á myndband af einhverjum afhöfða mann eða ef ég væri passa fjörug þriggja ára börn. Sama hversu mikið gagnamagn er á bak við myndina af arninum. Um daginn birtist grein í Heimildinni þar sem var vitnað í rannsókn frá Singapore sem var sögð sýna fram á að sjónvarpsáhorf barna orsakaði verra minni, verri einbeitingu og minni aðlögunarhæfni. En hvað stóð í rannsókninni: „However, the findings from this cohort study do not prove causation.“ Það er sem sagt ekki hægt að fullyrða um orsakasamband þrátt fyrir að það var gert í þessari frétt. Það þarf nefnilega oft að lesa frumheildir til að skilja rannsóknir. Ég veit það er erfitt, tekur tíma og það er þægilegra að láta einhvern túlka greinar fyrir sig en þú veist aldrei hvort sú túlkun er rétt. Þá erum við komin að röngum túlkunum. Ef þú veist það ekki þá er það ekki rétt að dópamín skapi velíðunartilfinningu. Tilraunir á rottum hafa sýnt að ef dópamínframleiðsla er stoppuð hjá þeim þá geta þær áfram fundið til vellíðunar við að fá verðlaun. Þannig getur dópamín ekki verið efnið sem veldur vellíðan. Þetta hefur verið vitað frá því á síðustu öld. Þannig að næst þegar einhver talar um að aukning dópamíns í tölvuleikjum eða við skroll á Tik-Tok veiti vellíðan þá geturðu verið öruggur um að viðkomandi er annað hvort að lepja upp vitleysu eftir einhverjum öðrum eða skildi ekki það sem hann las. Ég hef nú farið í gegnum helstu furðulegu fullyrðingar um tækjanotkun sem fram hafa komið síðustu mánuði. Mér finnst það alltaf merkilegt að sérfræðingar, sem segja réttilega að samfélagsmiðlar geti verið bergmálshellar, detti aldrei í hug að þeir gætu verið í staddir í einum slíkum og því væri ágætt að eyða tíma í að tékka hvort það sem „allir“ segja sé raunverulega stutt góðum rannsóknum. En góða hliðin er sú að það er alltaf von á fleiri furðulegum staðhæfingum um tækjanotkun, jafnvel bara strax á morgun. Ég bíð spennt. Ég hendi því kannski inn öðru helsti eftir nokkra mánuði. Þangað til: Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur. Heimildir 1 Olson, J. A., Sandra, D. A., Langer, E. J., Raz, A., & Veissière, S. P. (2022). Creativity and smartphone use: Three correlational studies. International Journal of Human–Computer Interaction, 1-6. 2 Rodríguez, F. M. M., Lozano, J. M. G., Mingorance, P. L., & Pérez-Mármol, J. M. (2020). Influence of smartphone use on emotional, cognitive and educational dimensions in university students. Sustainability, 12(16), 6646. 3 Upshaw, J. D., Davis, W. M., & Zabelina, D. L. (2021). iCreate: Social media use, divergent thinking, and real-life creative achievement. Translational Issues in Psychological Science. 4 Li, X., Li, Y., Wang, X., & Hu, W. (2023). Reduced brain activity and functional connectivity during creative idea generation in individuals with smartphone addiction. Social Cognitive and Affective Neuroscience, 18(1), nsac052. 5 Menntavísindastofnun Háskóla Íslands (2022) Íslenska æskulýðsrannsóknin: Niðurstöður fyrir 6., 8. og 10. bekk vor 2022 - 2. hluti. 6 Reed, G. M., First, M. B., Billieux, J., Cloitre, M., Briken, P., Achab, S., ... & Bryant, R. A. (2022). Emerging experience with selected new categories in the ICD‐11: Complex PTSD, prolonged grief disorder, gaming disorder, and compulsive sexual behaviour disorder. World Psychiatry, 21(2), 189-213. 7 Law, E. C., Han, M. X., Lai, Z., Lim, S., Ong, Z. Y., Ng, V., ... & Nelson, C. A. (2023). Associations between infant screen use, electroencephalography markers, and cognitive Outcomes. JAMA pediatrics, 177(3), 311-318. 8 Berridge, K. C., & Robinson, T. E. (1998). What is the role of dopamine in reward: hedonic impact, reward learning, or incentive salience?. Brain research reviews, 28(3), 309-369. Fyrir áhugasama er til auðlesnari grein: Berridge, K. C., & Kringelbach, M. L. (2015). Pleasure systems in the brain. Neuron, 86(3), 646-664. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Í nokkur ár hafa ýmsir sérfræðingar hér á landi komið fram og sagt að það sé hollt fyrir börn að leiðast og það sé nauðsynlegt fyrir sköpunargáfu þeirra. Þessu er yfirleitt haldið fram sem rökstuðningi fyrir því að minnka tíma í rafrænum miðlum. Það er búið að endurtaka þetta svo oft að líklega trúa flestir þessu. Nú vill svo til að það hafa verið gerðar tvær rannsóknir á sambandi snjallsímanotkunar og sköpunargáfu. Hvorug sýndi fram á mun á sköpunargáfu eftir snjallsímanotkun. Önnur var mjög fjölmenn eða með 16.932 þátttakendur. Það er því ekkert sem bendir til þess að notkun snjallsíma skerði sköpunargáfu. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á notkun samfélagsmiðla og sköpunargáfu. Í báðum kom fram fylgni á milli minni þátttöku á samfélagsmiðlun og frumlegri hugsunar. Þessar niðurstöður verður í skoða í ljósi rannsóknanna hér að ofan. Af hverju ætti þátttaka á samfélagsmiðlum að tengjast minni sköpunargáfu en ekki snjallsímanotkun? Ég held að enginn geti neitað því að það virðist rökrétt að fólk með mikla sköpunargáfu eyði frekar tíma sínum í sköpun en aðrir og það er erfitt að skapa á sama tíma og maður er á samfélagsmiðlum. Hins vegar er hægt að nota snjallsíma til sköpunar. Hluti af þessari grein var t.d. skrifuð á snjallsíma. Fyrst ég er á annað borð byrjuð að leiðrétta umræðuna þá er ágætis tækifæri til að leiðrétta tölur um tölvuleikjaröskun sem voru kynntar á ráðstefnu um daginn af prófessor í HÍ. Þar var gefið upp að nær fjórðungur íslenskra drengja sýnir merki um tölvuleikjaröskun, sem er viðurkennd geðröskun. Það stenst ekki af því að listinn sem notaður var (Internet Gaming Disorder scale) skimar ekki fyrir tölvuleikjaröskun og spurningar þar eiga lítið við þá röskun. Besta núverandi mat á tíðni tölvuleikjaröskunar er að almenn tíðni sé 1-3% en 4-5% fyrir unglingsdrengi. Það gæti samt verið ofmat. Talandi um tölvuleikjaröskun þá er ekki hægt að kópíra greinarskilyrði efnafíkniraskana yfir á greiningarskilyrði tölvuleikjaröskunar. Hún hefur einfaldari greinarskilmerki. Gott ef sérfræðingar gætu bara flett greiningarskilmerkjunum upp áður en þeir tala um hana svona til að koma í veg fyrir að þeir fari rangt með og ég sendi þeim tölvupóst til leiðréttingar. Sparar öllum pirring og áreiti. Fyrst ég er byrjuð á áreiti þá er vert að minna á að gagnamagn og áreiti eru tveir ólíkir hlutir. Ef ég horfi á róandi mynd af fallegum arni og hlusta á róandi tónlist í tölvunni minni þá er ekki það sama áreiti og ef ég væri að horfa á myndband af einhverjum afhöfða mann eða ef ég væri passa fjörug þriggja ára börn. Sama hversu mikið gagnamagn er á bak við myndina af arninum. Um daginn birtist grein í Heimildinni þar sem var vitnað í rannsókn frá Singapore sem var sögð sýna fram á að sjónvarpsáhorf barna orsakaði verra minni, verri einbeitingu og minni aðlögunarhæfni. En hvað stóð í rannsókninni: „However, the findings from this cohort study do not prove causation.“ Það er sem sagt ekki hægt að fullyrða um orsakasamband þrátt fyrir að það var gert í þessari frétt. Það þarf nefnilega oft að lesa frumheildir til að skilja rannsóknir. Ég veit það er erfitt, tekur tíma og það er þægilegra að láta einhvern túlka greinar fyrir sig en þú veist aldrei hvort sú túlkun er rétt. Þá erum við komin að röngum túlkunum. Ef þú veist það ekki þá er það ekki rétt að dópamín skapi velíðunartilfinningu. Tilraunir á rottum hafa sýnt að ef dópamínframleiðsla er stoppuð hjá þeim þá geta þær áfram fundið til vellíðunar við að fá verðlaun. Þannig getur dópamín ekki verið efnið sem veldur vellíðan. Þetta hefur verið vitað frá því á síðustu öld. Þannig að næst þegar einhver talar um að aukning dópamíns í tölvuleikjum eða við skroll á Tik-Tok veiti vellíðan þá geturðu verið öruggur um að viðkomandi er annað hvort að lepja upp vitleysu eftir einhverjum öðrum eða skildi ekki það sem hann las. Ég hef nú farið í gegnum helstu furðulegu fullyrðingar um tækjanotkun sem fram hafa komið síðustu mánuði. Mér finnst það alltaf merkilegt að sérfræðingar, sem segja réttilega að samfélagsmiðlar geti verið bergmálshellar, detti aldrei í hug að þeir gætu verið í staddir í einum slíkum og því væri ágætt að eyða tíma í að tékka hvort það sem „allir“ segja sé raunverulega stutt góðum rannsóknum. En góða hliðin er sú að það er alltaf von á fleiri furðulegum staðhæfingum um tækjanotkun, jafnvel bara strax á morgun. Ég bíð spennt. Ég hendi því kannski inn öðru helsti eftir nokkra mánuði. Þangað til: Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur. Heimildir 1 Olson, J. A., Sandra, D. A., Langer, E. J., Raz, A., & Veissière, S. P. (2022). Creativity and smartphone use: Three correlational studies. International Journal of Human–Computer Interaction, 1-6. 2 Rodríguez, F. M. M., Lozano, J. M. G., Mingorance, P. L., & Pérez-Mármol, J. M. (2020). Influence of smartphone use on emotional, cognitive and educational dimensions in university students. Sustainability, 12(16), 6646. 3 Upshaw, J. D., Davis, W. M., & Zabelina, D. L. (2021). iCreate: Social media use, divergent thinking, and real-life creative achievement. Translational Issues in Psychological Science. 4 Li, X., Li, Y., Wang, X., & Hu, W. (2023). Reduced brain activity and functional connectivity during creative idea generation in individuals with smartphone addiction. Social Cognitive and Affective Neuroscience, 18(1), nsac052. 5 Menntavísindastofnun Háskóla Íslands (2022) Íslenska æskulýðsrannsóknin: Niðurstöður fyrir 6., 8. og 10. bekk vor 2022 - 2. hluti. 6 Reed, G. M., First, M. B., Billieux, J., Cloitre, M., Briken, P., Achab, S., ... & Bryant, R. A. (2022). Emerging experience with selected new categories in the ICD‐11: Complex PTSD, prolonged grief disorder, gaming disorder, and compulsive sexual behaviour disorder. World Psychiatry, 21(2), 189-213. 7 Law, E. C., Han, M. X., Lai, Z., Lim, S., Ong, Z. Y., Ng, V., ... & Nelson, C. A. (2023). Associations between infant screen use, electroencephalography markers, and cognitive Outcomes. JAMA pediatrics, 177(3), 311-318. 8 Berridge, K. C., & Robinson, T. E. (1998). What is the role of dopamine in reward: hedonic impact, reward learning, or incentive salience?. Brain research reviews, 28(3), 309-369. Fyrir áhugasama er til auðlesnari grein: Berridge, K. C., & Kringelbach, M. L. (2015). Pleasure systems in the brain. Neuron, 86(3), 646-664.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun