Kveðja Hannes Hólmstein með alþjóðlegri ráðstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 10:35 Hannes Hólmsteinn Gissurarson varð sjötugur í febrúar. Opinberir starfsmenn þurfa að láta af störfum við þann aldur. Vísir/Vilhelm Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar Íslands og barnabarn síðasta keisara Austurríkis eru á meðal frummælenda á alþjóðlegri ráðstefnu í tilefni starfsloka Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálaheimspeki, í næsta mánuði. Hannes varð sjötugur 19. febrúar. Í föstum pistli sínum í Morgunblaðinu harmaði hann að þá væri opinberum starfsmönnum gert að láta af störfum. Hann skrifaði jafnframt í Facebook-færslu í mars að honum yrði brátt gert að rýma skrifstofu sína í Odda á háskólasvæðinu. Þá geri hann ráð fyrir að nýta betur rannsóknasetur sitt í Rio de Janeiro í Brasilíu og dvelja stærri hluta úr árinu þar. Ráðstefna til heiðurs Hannesi verður haldin föstudaginn 12. maí. Þar heldur fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna erindi um ýmis málefni, þar á meðal peningamál, efnahagshrunið, stjórn fiskveiða og Úkraínustríðið. Davíð, Geir og Bjarni. Alvöru dagskrá. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins halda tölu á ráðstefnunni. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ætlar að ræða umbætur og frelsisvæðingu Íslands í stjórnartíð sinni. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, talar um „einstök“ viðbrögð íslenskra stjórnvalda við efnahagshruninu. Geir var forsætisráðherra þegar bankakerfið hrundi. Þá ætlar Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, að lýsa lærdómi af hröðum efnahagsbata Íslands eftir bankahrunið. Habsborgari í hópi ræðumanna Á meðal annarra ræðumanna er Gabriela von Habsburg, fyrrverandi sendiherra Georgíu í Þýskalandi og barnabarn Karls fyrsta, síðasta keisara Austurríkis, og Yana Hrynko, safnstjóri þjóðarmorðssafnsins í Kænugarði. Auk þeirra halda íslensku fræðimennirnir Þráinn Eggertsson, Þór Whitehead og Ragnar Árnason tölur. Eva Marín Hlynsdóttir, forseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, og Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, stýra ráðstefnunni. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verður veislustjóri í móttöku við lok ráðstefnunnar. Háskólar Vistaskipti Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Hannes varð sjötugur 19. febrúar. Í föstum pistli sínum í Morgunblaðinu harmaði hann að þá væri opinberum starfsmönnum gert að láta af störfum. Hann skrifaði jafnframt í Facebook-færslu í mars að honum yrði brátt gert að rýma skrifstofu sína í Odda á háskólasvæðinu. Þá geri hann ráð fyrir að nýta betur rannsóknasetur sitt í Rio de Janeiro í Brasilíu og dvelja stærri hluta úr árinu þar. Ráðstefna til heiðurs Hannesi verður haldin föstudaginn 12. maí. Þar heldur fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna erindi um ýmis málefni, þar á meðal peningamál, efnahagshrunið, stjórn fiskveiða og Úkraínustríðið. Davíð, Geir og Bjarni. Alvöru dagskrá. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins halda tölu á ráðstefnunni. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ætlar að ræða umbætur og frelsisvæðingu Íslands í stjórnartíð sinni. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, talar um „einstök“ viðbrögð íslenskra stjórnvalda við efnahagshruninu. Geir var forsætisráðherra þegar bankakerfið hrundi. Þá ætlar Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, að lýsa lærdómi af hröðum efnahagsbata Íslands eftir bankahrunið. Habsborgari í hópi ræðumanna Á meðal annarra ræðumanna er Gabriela von Habsburg, fyrrverandi sendiherra Georgíu í Þýskalandi og barnabarn Karls fyrsta, síðasta keisara Austurríkis, og Yana Hrynko, safnstjóri þjóðarmorðssafnsins í Kænugarði. Auk þeirra halda íslensku fræðimennirnir Þráinn Eggertsson, Þór Whitehead og Ragnar Árnason tölur. Eva Marín Hlynsdóttir, forseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, og Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, stýra ráðstefnunni. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verður veislustjóri í móttöku við lok ráðstefnunnar.
Háskólar Vistaskipti Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira