Kveðja Hannes Hólmstein með alþjóðlegri ráðstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 10:35 Hannes Hólmsteinn Gissurarson varð sjötugur í febrúar. Opinberir starfsmenn þurfa að láta af störfum við þann aldur. Vísir/Vilhelm Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar Íslands og barnabarn síðasta keisara Austurríkis eru á meðal frummælenda á alþjóðlegri ráðstefnu í tilefni starfsloka Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálaheimspeki, í næsta mánuði. Hannes varð sjötugur 19. febrúar. Í föstum pistli sínum í Morgunblaðinu harmaði hann að þá væri opinberum starfsmönnum gert að láta af störfum. Hann skrifaði jafnframt í Facebook-færslu í mars að honum yrði brátt gert að rýma skrifstofu sína í Odda á háskólasvæðinu. Þá geri hann ráð fyrir að nýta betur rannsóknasetur sitt í Rio de Janeiro í Brasilíu og dvelja stærri hluta úr árinu þar. Ráðstefna til heiðurs Hannesi verður haldin föstudaginn 12. maí. Þar heldur fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna erindi um ýmis málefni, þar á meðal peningamál, efnahagshrunið, stjórn fiskveiða og Úkraínustríðið. Davíð, Geir og Bjarni. Alvöru dagskrá. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins halda tölu á ráðstefnunni. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ætlar að ræða umbætur og frelsisvæðingu Íslands í stjórnartíð sinni. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, talar um „einstök“ viðbrögð íslenskra stjórnvalda við efnahagshruninu. Geir var forsætisráðherra þegar bankakerfið hrundi. Þá ætlar Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, að lýsa lærdómi af hröðum efnahagsbata Íslands eftir bankahrunið. Habsborgari í hópi ræðumanna Á meðal annarra ræðumanna er Gabriela von Habsburg, fyrrverandi sendiherra Georgíu í Þýskalandi og barnabarn Karls fyrsta, síðasta keisara Austurríkis, og Yana Hrynko, safnstjóri þjóðarmorðssafnsins í Kænugarði. Auk þeirra halda íslensku fræðimennirnir Þráinn Eggertsson, Þór Whitehead og Ragnar Árnason tölur. Eva Marín Hlynsdóttir, forseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, og Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, stýra ráðstefnunni. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verður veislustjóri í móttöku við lok ráðstefnunnar. Háskólar Vistaskipti Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Hannes varð sjötugur 19. febrúar. Í föstum pistli sínum í Morgunblaðinu harmaði hann að þá væri opinberum starfsmönnum gert að láta af störfum. Hann skrifaði jafnframt í Facebook-færslu í mars að honum yrði brátt gert að rýma skrifstofu sína í Odda á háskólasvæðinu. Þá geri hann ráð fyrir að nýta betur rannsóknasetur sitt í Rio de Janeiro í Brasilíu og dvelja stærri hluta úr árinu þar. Ráðstefna til heiðurs Hannesi verður haldin föstudaginn 12. maí. Þar heldur fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna erindi um ýmis málefni, þar á meðal peningamál, efnahagshrunið, stjórn fiskveiða og Úkraínustríðið. Davíð, Geir og Bjarni. Alvöru dagskrá. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins halda tölu á ráðstefnunni. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ætlar að ræða umbætur og frelsisvæðingu Íslands í stjórnartíð sinni. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, talar um „einstök“ viðbrögð íslenskra stjórnvalda við efnahagshruninu. Geir var forsætisráðherra þegar bankakerfið hrundi. Þá ætlar Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, að lýsa lærdómi af hröðum efnahagsbata Íslands eftir bankahrunið. Habsborgari í hópi ræðumanna Á meðal annarra ræðumanna er Gabriela von Habsburg, fyrrverandi sendiherra Georgíu í Þýskalandi og barnabarn Karls fyrsta, síðasta keisara Austurríkis, og Yana Hrynko, safnstjóri þjóðarmorðssafnsins í Kænugarði. Auk þeirra halda íslensku fræðimennirnir Þráinn Eggertsson, Þór Whitehead og Ragnar Árnason tölur. Eva Marín Hlynsdóttir, forseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, og Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, stýra ráðstefnunni. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verður veislustjóri í móttöku við lok ráðstefnunnar.
Háskólar Vistaskipti Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent