Kveðja Hannes Hólmstein með alþjóðlegri ráðstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 10:35 Hannes Hólmsteinn Gissurarson varð sjötugur í febrúar. Opinberir starfsmenn þurfa að láta af störfum við þann aldur. Vísir/Vilhelm Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar Íslands og barnabarn síðasta keisara Austurríkis eru á meðal frummælenda á alþjóðlegri ráðstefnu í tilefni starfsloka Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálaheimspeki, í næsta mánuði. Hannes varð sjötugur 19. febrúar. Í föstum pistli sínum í Morgunblaðinu harmaði hann að þá væri opinberum starfsmönnum gert að láta af störfum. Hann skrifaði jafnframt í Facebook-færslu í mars að honum yrði brátt gert að rýma skrifstofu sína í Odda á háskólasvæðinu. Þá geri hann ráð fyrir að nýta betur rannsóknasetur sitt í Rio de Janeiro í Brasilíu og dvelja stærri hluta úr árinu þar. Ráðstefna til heiðurs Hannesi verður haldin föstudaginn 12. maí. Þar heldur fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna erindi um ýmis málefni, þar á meðal peningamál, efnahagshrunið, stjórn fiskveiða og Úkraínustríðið. Davíð, Geir og Bjarni. Alvöru dagskrá. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins halda tölu á ráðstefnunni. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ætlar að ræða umbætur og frelsisvæðingu Íslands í stjórnartíð sinni. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, talar um „einstök“ viðbrögð íslenskra stjórnvalda við efnahagshruninu. Geir var forsætisráðherra þegar bankakerfið hrundi. Þá ætlar Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, að lýsa lærdómi af hröðum efnahagsbata Íslands eftir bankahrunið. Habsborgari í hópi ræðumanna Á meðal annarra ræðumanna er Gabriela von Habsburg, fyrrverandi sendiherra Georgíu í Þýskalandi og barnabarn Karls fyrsta, síðasta keisara Austurríkis, og Yana Hrynko, safnstjóri þjóðarmorðssafnsins í Kænugarði. Auk þeirra halda íslensku fræðimennirnir Þráinn Eggertsson, Þór Whitehead og Ragnar Árnason tölur. Eva Marín Hlynsdóttir, forseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, og Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, stýra ráðstefnunni. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verður veislustjóri í móttöku við lok ráðstefnunnar. Háskólar Vistaskipti Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum Sjá meira
Hannes varð sjötugur 19. febrúar. Í föstum pistli sínum í Morgunblaðinu harmaði hann að þá væri opinberum starfsmönnum gert að láta af störfum. Hann skrifaði jafnframt í Facebook-færslu í mars að honum yrði brátt gert að rýma skrifstofu sína í Odda á háskólasvæðinu. Þá geri hann ráð fyrir að nýta betur rannsóknasetur sitt í Rio de Janeiro í Brasilíu og dvelja stærri hluta úr árinu þar. Ráðstefna til heiðurs Hannesi verður haldin föstudaginn 12. maí. Þar heldur fjöldi stjórnmálamanna og fræðimanna erindi um ýmis málefni, þar á meðal peningamál, efnahagshrunið, stjórn fiskveiða og Úkraínustríðið. Davíð, Geir og Bjarni. Alvöru dagskrá. Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar úr röðum Sjálfstæðisflokksins halda tölu á ráðstefnunni. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ætlar að ræða umbætur og frelsisvæðingu Íslands í stjórnartíð sinni. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, talar um „einstök“ viðbrögð íslenskra stjórnvalda við efnahagshruninu. Geir var forsætisráðherra þegar bankakerfið hrundi. Þá ætlar Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, að lýsa lærdómi af hröðum efnahagsbata Íslands eftir bankahrunið. Habsborgari í hópi ræðumanna Á meðal annarra ræðumanna er Gabriela von Habsburg, fyrrverandi sendiherra Georgíu í Þýskalandi og barnabarn Karls fyrsta, síðasta keisara Austurríkis, og Yana Hrynko, safnstjóri þjóðarmorðssafnsins í Kænugarði. Auk þeirra halda íslensku fræðimennirnir Þráinn Eggertsson, Þór Whitehead og Ragnar Árnason tölur. Eva Marín Hlynsdóttir, forseti stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands, og Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, stýra ráðstefnunni. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins verður veislustjóri í móttöku við lok ráðstefnunnar.
Háskólar Vistaskipti Tímamót Skóla - og menntamál Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum Sjá meira