Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2023 07:31 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir mikilvægt að starfsemi menningarhúsa bæjarins séu í takt við tímann. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að ákvörðunin um niðurlagningu Héraðsskjalasafn sé tekin í tengslum við tillögur Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra um breytingar í starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Samhliða breytingum mun stöðugildum menningarhúsa bæjarins fækka úr 33 í 29. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Safneign Náttúrufræðistofu til Gerðarsafns Í tilkynningunni segir tillögurnar geri ráð fyrir frekari samþættingu á starfsemi menningarhúsanna samfara því sem fjármunum verði forgangsraðað með öðrum hætti. „Gert er ráð fyrir nýju upplifunar- og fræðslurými á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs sem tekið verður í notkun á árinu 2024. Rík áhersla verður lögð á viðburði, sýningar og fræðslu þar sem bókmenntir, myndlist, náttúruvísindi og tónlist mætast í einu og samarými sem miðar við börn og fjölskyldur,“ segir í tilkynningunni. Héraðsskjalasafn Kópavogs hefur verið til húsa á Digranesvegi 7 frá árinu 2012. Kópavogsbær Þá segir að safneign Náttúrufræðistofu, fræðsla, miðlun og rannsóknir á henni muni færast undir forstöðumann Gerðarsafns. Önnur rannsóknarstarfsemi á Náttúrufræðistofu og vöktun á vatnalífríki verði lögð niður og færð öðrum í samstarfi við Kópavogsbæ. Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa verði enn sjálfstæð, sérhæfð og viðurkennd söfn á sínum sérsviðum. Mikilvægt að starfsemin sé í taks við tímann Haft er eftir Ásdísi að fyrirhugaðar breytingar feli í sér mikil tækifæri. Menningarhúsin séu flaggskip bæjarins og mikilvægt að starfsemi þeirra sé í takt við tímann. „Við breytingarnar verður lögð áhersla á að auka enn frekar aðdráttarafl menningarhúsanna með því að fara nýjar leiðir og forgangsraða fjármunum betur í þágu bæjarbúa,“ segir Ásdís. Fram kemur að við gerð tillagnanna hafi verið byggt á greiningarvinnu KPMG og umsögnum forstöðumanna menningarhúsanna. Þá hafi menningarstefna Kópavogsbæjar verið höfð að leiðarljósi. Á heimasíðu Héraðsskjalasafns Kópavogs segir að það hafi verið stofnað árið 2000 og að aðdragandi stofnunarinnar hafi verið Bæjarskjalasafn Kópavogs sem hafi starfað á bæjarskrifstofum Kópavogs frá árinu 1978. Kópavogur Söfn Menning Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að ákvörðunin um niðurlagningu Héraðsskjalasafn sé tekin í tengslum við tillögur Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra um breytingar í starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Samhliða breytingum mun stöðugildum menningarhúsa bæjarins fækka úr 33 í 29. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Safneign Náttúrufræðistofu til Gerðarsafns Í tilkynningunni segir tillögurnar geri ráð fyrir frekari samþættingu á starfsemi menningarhúsanna samfara því sem fjármunum verði forgangsraðað með öðrum hætti. „Gert er ráð fyrir nýju upplifunar- og fræðslurými á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs sem tekið verður í notkun á árinu 2024. Rík áhersla verður lögð á viðburði, sýningar og fræðslu þar sem bókmenntir, myndlist, náttúruvísindi og tónlist mætast í einu og samarými sem miðar við börn og fjölskyldur,“ segir í tilkynningunni. Héraðsskjalasafn Kópavogs hefur verið til húsa á Digranesvegi 7 frá árinu 2012. Kópavogsbær Þá segir að safneign Náttúrufræðistofu, fræðsla, miðlun og rannsóknir á henni muni færast undir forstöðumann Gerðarsafns. Önnur rannsóknarstarfsemi á Náttúrufræðistofu og vöktun á vatnalífríki verði lögð niður og færð öðrum í samstarfi við Kópavogsbæ. Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa verði enn sjálfstæð, sérhæfð og viðurkennd söfn á sínum sérsviðum. Mikilvægt að starfsemin sé í taks við tímann Haft er eftir Ásdísi að fyrirhugaðar breytingar feli í sér mikil tækifæri. Menningarhúsin séu flaggskip bæjarins og mikilvægt að starfsemi þeirra sé í takt við tímann. „Við breytingarnar verður lögð áhersla á að auka enn frekar aðdráttarafl menningarhúsanna með því að fara nýjar leiðir og forgangsraða fjármunum betur í þágu bæjarbúa,“ segir Ásdís. Fram kemur að við gerð tillagnanna hafi verið byggt á greiningarvinnu KPMG og umsögnum forstöðumanna menningarhúsanna. Þá hafi menningarstefna Kópavogsbæjar verið höfð að leiðarljósi. Á heimasíðu Héraðsskjalasafns Kópavogs segir að það hafi verið stofnað árið 2000 og að aðdragandi stofnunarinnar hafi verið Bæjarskjalasafn Kópavogs sem hafi starfað á bæjarskrifstofum Kópavogs frá árinu 1978.
Kópavogur Söfn Menning Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12