Leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2023 07:31 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir mikilvægt að starfsemi menningarhúsa bæjarins séu í takt við tímann. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar og fara í samvinnu við Þjóðskjalasafn um að taka við safnkostinum. Ákvörðunin er tekin fáeinum vikum eftir að borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að leggja niður Borgarskjalasafn. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að ákvörðunin um niðurlagningu Héraðsskjalasafn sé tekin í tengslum við tillögur Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra um breytingar í starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Samhliða breytingum mun stöðugildum menningarhúsa bæjarins fækka úr 33 í 29. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Safneign Náttúrufræðistofu til Gerðarsafns Í tilkynningunni segir tillögurnar geri ráð fyrir frekari samþættingu á starfsemi menningarhúsanna samfara því sem fjármunum verði forgangsraðað með öðrum hætti. „Gert er ráð fyrir nýju upplifunar- og fræðslurými á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs sem tekið verður í notkun á árinu 2024. Rík áhersla verður lögð á viðburði, sýningar og fræðslu þar sem bókmenntir, myndlist, náttúruvísindi og tónlist mætast í einu og samarými sem miðar við börn og fjölskyldur,“ segir í tilkynningunni. Héraðsskjalasafn Kópavogs hefur verið til húsa á Digranesvegi 7 frá árinu 2012. Kópavogsbær Þá segir að safneign Náttúrufræðistofu, fræðsla, miðlun og rannsóknir á henni muni færast undir forstöðumann Gerðarsafns. Önnur rannsóknarstarfsemi á Náttúrufræðistofu og vöktun á vatnalífríki verði lögð niður og færð öðrum í samstarfi við Kópavogsbæ. Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa verði enn sjálfstæð, sérhæfð og viðurkennd söfn á sínum sérsviðum. Mikilvægt að starfsemin sé í taks við tímann Haft er eftir Ásdísi að fyrirhugaðar breytingar feli í sér mikil tækifæri. Menningarhúsin séu flaggskip bæjarins og mikilvægt að starfsemi þeirra sé í takt við tímann. „Við breytingarnar verður lögð áhersla á að auka enn frekar aðdráttarafl menningarhúsanna með því að fara nýjar leiðir og forgangsraða fjármunum betur í þágu bæjarbúa,“ segir Ásdís. Fram kemur að við gerð tillagnanna hafi verið byggt á greiningarvinnu KPMG og umsögnum forstöðumanna menningarhúsanna. Þá hafi menningarstefna Kópavogsbæjar verið höfð að leiðarljósi. Á heimasíðu Héraðsskjalasafns Kópavogs segir að það hafi verið stofnað árið 2000 og að aðdragandi stofnunarinnar hafi verið Bæjarskjalasafn Kópavogs sem hafi starfað á bæjarskrifstofum Kópavogs frá árinu 1978. Kópavogur Söfn Menning Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að ákvörðunin um niðurlagningu Héraðsskjalasafn sé tekin í tengslum við tillögur Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra um breytingar í starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Samhliða breytingum mun stöðugildum menningarhúsa bæjarins fækka úr 33 í 29. Menningarhús bæjarins eru nú Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs, Lindasafn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Salurinn, auk Héraðsskjalasafns Kópavogs. Safneign Náttúrufræðistofu til Gerðarsafns Í tilkynningunni segir tillögurnar geri ráð fyrir frekari samþættingu á starfsemi menningarhúsanna samfara því sem fjármunum verði forgangsraðað með öðrum hætti. „Gert er ráð fyrir nýju upplifunar- og fræðslurými á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs sem tekið verður í notkun á árinu 2024. Rík áhersla verður lögð á viðburði, sýningar og fræðslu þar sem bókmenntir, myndlist, náttúruvísindi og tónlist mætast í einu og samarými sem miðar við börn og fjölskyldur,“ segir í tilkynningunni. Héraðsskjalasafn Kópavogs hefur verið til húsa á Digranesvegi 7 frá árinu 2012. Kópavogsbær Þá segir að safneign Náttúrufræðistofu, fræðsla, miðlun og rannsóknir á henni muni færast undir forstöðumann Gerðarsafns. Önnur rannsóknarstarfsemi á Náttúrufræðistofu og vöktun á vatnalífríki verði lögð niður og færð öðrum í samstarfi við Kópavogsbæ. Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa verði enn sjálfstæð, sérhæfð og viðurkennd söfn á sínum sérsviðum. Mikilvægt að starfsemin sé í taks við tímann Haft er eftir Ásdísi að fyrirhugaðar breytingar feli í sér mikil tækifæri. Menningarhúsin séu flaggskip bæjarins og mikilvægt að starfsemi þeirra sé í takt við tímann. „Við breytingarnar verður lögð áhersla á að auka enn frekar aðdráttarafl menningarhúsanna með því að fara nýjar leiðir og forgangsraða fjármunum betur í þágu bæjarbúa,“ segir Ásdís. Fram kemur að við gerð tillagnanna hafi verið byggt á greiningarvinnu KPMG og umsögnum forstöðumanna menningarhúsanna. Þá hafi menningarstefna Kópavogsbæjar verið höfð að leiðarljósi. Á heimasíðu Héraðsskjalasafns Kópavogs segir að það hafi verið stofnað árið 2000 og að aðdragandi stofnunarinnar hafi verið Bæjarskjalasafn Kópavogs sem hafi starfað á bæjarskrifstofum Kópavogs frá árinu 1978.
Kópavogur Söfn Menning Tengdar fréttir Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Tillaga um lokun Borgarskjalasafns samþykkt Tillaga borgastjóra um framtíðarstarfssemi á starfssemi Borgarskjalasafns var samþykkt í borgarstjórnarfundi í dag með ellefu atkvæðum gegn tíu. 7. mars 2023 21:12