Tólf ára Íslandsmeistari vill verða sú besta í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 07:35 Garima Nitinkumar Kalugade með bikarinn og ásamt hinum verðlaunahöfunum í hennar flokki. Tennissamband Íslands - TSÍ Garima Nitinkumar Kalugade er aðeins tólf ára gömul en náði því engu að síður um helgina að verða Íslandsmeistari kvenna í tennis. Hún vann fráfarandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum en fyrsta fullorðinsmótið vann hún í fyrra þá aðeins ellefu ára. Garima var í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu í gær og þar leyndi sér ekki að hún hefur mikinn metnað til að ná langt og hún er líka óhrædd við að opinbera risastór markmið sín. „Þetta er alveg ný tilfinning, öðruvísi en að vera yngri flokka leikmaður. En þetta er ekki búið því mig langar að verða aðeins betri, mikið betri,“ sagði Garima í viðtalinu við RÚV en hún hefur æft tennis frá því hún var fimm ára. Garima æfir fjórum sinnum í viku og mætir eldsnemma á morgnana fyrir skóla, um eða fyrir klukkan sex og svo aftur seinni partinn eftir skóla. Hún segir ekkert mál að vakna svona snemma. „Nei, því ég gerði það á Indlandi og held því bara áfram,“ sagði Garima. Garima er líka staðráðin í að ná sem lengst í íþróttinni. „Mig langar að vera númer eitt í heiminum og vinna fullt af stórmótum. Ég vil láta taka eftir mér. Mig langar að verða miklu betri en Roger Federer og Rafael Nadal," sagðu Garima. Það gerist þó ekki yfir eina nótt og mun kalla á mikla vinnu. Það eru enn sex ár í átján ára afmælið og því hefur hún tímann með sér. „Já, það mun taka langan tíma en ég er að hugsa til langframa. Íslandsmótið er bara lítið en að ná árangri í heiminum er stórt. Þannig að ég þarf bara að bíða og halda áfram að æfa," sagði Garima við RÚV en það má sjá viðtalið hér. Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Hún vann fráfarandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum en fyrsta fullorðinsmótið vann hún í fyrra þá aðeins ellefu ára. Garima var í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu í gær og þar leyndi sér ekki að hún hefur mikinn metnað til að ná langt og hún er líka óhrædd við að opinbera risastór markmið sín. „Þetta er alveg ný tilfinning, öðruvísi en að vera yngri flokka leikmaður. En þetta er ekki búið því mig langar að verða aðeins betri, mikið betri,“ sagði Garima í viðtalinu við RÚV en hún hefur æft tennis frá því hún var fimm ára. Garima æfir fjórum sinnum í viku og mætir eldsnemma á morgnana fyrir skóla, um eða fyrir klukkan sex og svo aftur seinni partinn eftir skóla. Hún segir ekkert mál að vakna svona snemma. „Nei, því ég gerði það á Indlandi og held því bara áfram,“ sagði Garima. Garima er líka staðráðin í að ná sem lengst í íþróttinni. „Mig langar að vera númer eitt í heiminum og vinna fullt af stórmótum. Ég vil láta taka eftir mér. Mig langar að verða miklu betri en Roger Federer og Rafael Nadal," sagðu Garima. Það gerist þó ekki yfir eina nótt og mun kalla á mikla vinnu. Það eru enn sex ár í átján ára afmælið og því hefur hún tímann með sér. „Já, það mun taka langan tíma en ég er að hugsa til langframa. Íslandsmótið er bara lítið en að ná árangri í heiminum er stórt. Þannig að ég þarf bara að bíða og halda áfram að æfa," sagði Garima við RÚV en það má sjá viðtalið hér.
Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira