Opnar fyrir það að Meistaradeildarleikir verði spilaðir í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 16:00 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, með Meistaradeildarbikarinn. Getty/Matthias Hangst Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, afskrifar alls ekki að spila stórleiki í Meistaradeildinni í fótbolta hinum megin við Atlantshafið. Ceferin ræddi þennan möguleika í viðtali hjá Roger Bennett í vinsæla bandaríska fótboltaþættinum „Men in Blazers“ en Meistaradeildin er alltaf að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum. UEFA president Aleksander Ceferin is open to a discussion about playing significant Champions League games in the United States https://t.co/3Etk80jHRf— ESPN FC (@ESPNFC) April 25, 2023 „Það er möguleiki á að Meistaradeildin verði spiluð í Bandaríkjunum. Við höfum hafið viðræður. Í ár fer úrslitaleikurinn fram í Istanbul, 2024 verður hann í London og árið 2025 fer hann fram í München. Eftir það getum við skoðað það. Sjáum til. Það er möguleiki,“ sagði Aleksander Ceferin. Það liggur í augum uppi að þessi leikur verður væntanlega úrslitaleikur keppninnar sem er sá eini sem er spilaður á hlutlausum velli. Það var fyrst árið 2016 sem Ceferin fór að tala um hugmynd sína að spila Evrópuleiki í Bandaríkjunum. Gab Marcotti hjá ESPN segir að þetta hafi verið rætt á síðasta fundi framkvæmdanefndar UEFA sem fram fór í Króatíu en eins og fundi knattspyrnusambanda Evrópu í Istanbul. Ceferin hefur ávallt neitað að slíkar umræður hafi farið fram en nú virðist það vera breytt. UEFA President eferin: Champions League games being played in USA? It's possible. We started to discuss about that , told @MenInBlazers. In 2025, the final is in Munich after that, let's see . pic.twitter.com/7T00qLik9e— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 25, 2023 Ceferin ræddi líka fjárhafslegan ávinning af þessu í viðtalinu við Bennett. „Fótbolti er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum þessa dagana. Ameríkanar eru tilbúnir að borga mikið fyrir það besta og ekkert fyrir það sem fyrir neðan það. Þeir fylgjast því með evrópska fótboltanum eins og körfuboltaáhugafólk fylgist með NBA-deildinni í Bandaríkjunum,“ sagði Ceferin. „Þetta er mjög mikilvægur markaður fyrir okkur í framtíðinni. Við erum líka að selja sjónvarpsréttinn þangað. Styrktaraðilar frá Bandaríkjunum er svona lala í dag en hér í Bandaríkjunum þá markaðssetningin allt önnur en í Evrópu. Á því sviði eru Ameríkanar miklu hæfileikaríkari en við Evrópubúarnir,“ sagði Ceferin. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Ceferin ræddi þennan möguleika í viðtali hjá Roger Bennett í vinsæla bandaríska fótboltaþættinum „Men in Blazers“ en Meistaradeildin er alltaf að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum. UEFA president Aleksander Ceferin is open to a discussion about playing significant Champions League games in the United States https://t.co/3Etk80jHRf— ESPN FC (@ESPNFC) April 25, 2023 „Það er möguleiki á að Meistaradeildin verði spiluð í Bandaríkjunum. Við höfum hafið viðræður. Í ár fer úrslitaleikurinn fram í Istanbul, 2024 verður hann í London og árið 2025 fer hann fram í München. Eftir það getum við skoðað það. Sjáum til. Það er möguleiki,“ sagði Aleksander Ceferin. Það liggur í augum uppi að þessi leikur verður væntanlega úrslitaleikur keppninnar sem er sá eini sem er spilaður á hlutlausum velli. Það var fyrst árið 2016 sem Ceferin fór að tala um hugmynd sína að spila Evrópuleiki í Bandaríkjunum. Gab Marcotti hjá ESPN segir að þetta hafi verið rætt á síðasta fundi framkvæmdanefndar UEFA sem fram fór í Króatíu en eins og fundi knattspyrnusambanda Evrópu í Istanbul. Ceferin hefur ávallt neitað að slíkar umræður hafi farið fram en nú virðist það vera breytt. UEFA President eferin: Champions League games being played in USA? It's possible. We started to discuss about that , told @MenInBlazers. In 2025, the final is in Munich after that, let's see . pic.twitter.com/7T00qLik9e— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 25, 2023 Ceferin ræddi líka fjárhafslegan ávinning af þessu í viðtalinu við Bennett. „Fótbolti er gríðarlega vinsæll í Bandaríkjunum þessa dagana. Ameríkanar eru tilbúnir að borga mikið fyrir það besta og ekkert fyrir það sem fyrir neðan það. Þeir fylgjast því með evrópska fótboltanum eins og körfuboltaáhugafólk fylgist með NBA-deildinni í Bandaríkjunum,“ sagði Ceferin. „Þetta er mjög mikilvægur markaður fyrir okkur í framtíðinni. Við erum líka að selja sjónvarpsréttinn þangað. Styrktaraðilar frá Bandaríkjunum er svona lala í dag en hér í Bandaríkjunum þá markaðssetningin allt önnur en í Evrópu. Á því sviði eru Ameríkanar miklu hæfileikaríkari en við Evrópubúarnir,“ sagði Ceferin.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira