Það var fljótt ljóst í hvað stefndi því Aron og félagar tóku forystuna strax á tólftu mínútu leiksins áður en liðið bætti tveimur mörkum til viðbótar við fyrir hálfleik og staðan var því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Aron var svo tekinn af velli í hálfleik, en Al Arabi bætti þremur mörkum við með stuttu millibili um miðjan seinni hálfleikinn. Liðsmenn Al Sailiya náðu að klóra í bakkann á 85. mínútu, en Aron og félagar endurheimstu sex marka forskot á annarri mínútu uppbótartíma og þar við sat.
Niðurstaðan því öruggur 7-1 sigur Al Arabi og liðið því á leið í úrslit katarska bikarsins þar sem Al Sadd verður andstæðingur þeirra.