Telja hesta og ruslarottur fá betri snjómokstur Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 08:52 Ef rottur ækju bílum nytu þær betri vetrarþjónustu en íbúar Álfabrekku á Fáskrúðsfirði ef marka má bréf sem íbúarnir sendu sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Vísir/Getty/samsett Íbúar við Álfabrekku í efri byggðum Fáskrúðsfjarðar eru ósáttir við að vera á meðal alsíðustu íbúa til að fá götu sína rudda eftir snjókomu. Þeir telja „hesta og ruslarottur“ hærra skrifaðar þar sem vegur að gámavöllum og hesthúsum sé yfirleitt ruddur á undan þeirra götu. Megn óánægja íbúanna með forgangsröðun í snjóruðningi á Fáskrúðsfirði kemur fram í bréfi sem tíu þeirra skrifuðu undir og sendu bæjarráði Fjarðabyggðar. Bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins á mánudag. Í því segja þeir ekki boðlegt að Álfabrekka sé ekki rudd svo dögum skipti og krefjast þess að málunum verði kippt í lag fyrir næsta vetur. „Það er dapurlegt að sjá að við íbúar Álfabrekku skulum vera með alsíðustu íbúum Fáskrúðsfjarðar til að fá götuna rudda, meira að segja vegurinn inn að gámavöllum og hesthúsunum er yfirleitt ruddur á undan Álfabrekku svo segja má að hestar og ruslarottur séu hærra skrifaða en við,“ segir í bréfinu. Gagnrýna íbúarnir að gatan sé ekki rudd svo dögum skipti. Þegar mesta snjókoma í manna minnum gekk yfir bæinn í mars hafi gatan verið algerlega ófær öllum bílum í tvo daga. Flest allar götur bæjarins hafi hins vegar verið orðnar færar og nánast fullhreinsaðar þegar Álfabrekka var rudd. Börðust við að halda aðalgötum opnum Haraldur L. Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að mokað sé eftir forgangsáætlun fyrir bæinn. Húsagötur og fáfarnar safngötur eru þar aftastar í röðinni á eftir stofnbrautum og stofn- og tengistígum. Hvað umkvartanir Álfabrekkubúa um að þeir séu skör neðar en ruslarottur og hestar segir Haraldur að alltaf sé mokað að gámavöllunum þegar þar er opið, Vegurinn þangað sé ekki í fyrsta þjónustuflokki en síðastur þar á eftir. Vegurinn að hesthúsum bæjarins sé alltaf ruddur síðast og húsagötur mokaðar áður. Hins vegar hafi verið mokað að hesthúsunum til þess að búa til rennu fyrir krapaflóð síðustu vikuna í mars. Krapaflóð féllu þá á Fáskrúðsfirði þegar rigningu gerði ofan í snjóþyngsli. „Þá voru menn bara að berjast við að halda aðalgötum opnum, þannig að það var ekkert óeðlilegt við það. Menn höfðu ekki undan, við höfðum bara ekki fleiri tæki,“ segir hann. Erindi íbúanna við Álfabrekku var vísað til mannvirkja- og veitunefndar Fjarðabyggðar. Haraldur segir að það verði væntanlega tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Fjarðabyggð Snjómokstur Samgöngur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Megn óánægja íbúanna með forgangsröðun í snjóruðningi á Fáskrúðsfirði kemur fram í bréfi sem tíu þeirra skrifuðu undir og sendu bæjarráði Fjarðabyggðar. Bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins á mánudag. Í því segja þeir ekki boðlegt að Álfabrekka sé ekki rudd svo dögum skipti og krefjast þess að málunum verði kippt í lag fyrir næsta vetur. „Það er dapurlegt að sjá að við íbúar Álfabrekku skulum vera með alsíðustu íbúum Fáskrúðsfjarðar til að fá götuna rudda, meira að segja vegurinn inn að gámavöllum og hesthúsunum er yfirleitt ruddur á undan Álfabrekku svo segja má að hestar og ruslarottur séu hærra skrifaða en við,“ segir í bréfinu. Gagnrýna íbúarnir að gatan sé ekki rudd svo dögum skipti. Þegar mesta snjókoma í manna minnum gekk yfir bæinn í mars hafi gatan verið algerlega ófær öllum bílum í tvo daga. Flest allar götur bæjarins hafi hins vegar verið orðnar færar og nánast fullhreinsaðar þegar Álfabrekka var rudd. Börðust við að halda aðalgötum opnum Haraldur L. Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að mokað sé eftir forgangsáætlun fyrir bæinn. Húsagötur og fáfarnar safngötur eru þar aftastar í röðinni á eftir stofnbrautum og stofn- og tengistígum. Hvað umkvartanir Álfabrekkubúa um að þeir séu skör neðar en ruslarottur og hestar segir Haraldur að alltaf sé mokað að gámavöllunum þegar þar er opið, Vegurinn þangað sé ekki í fyrsta þjónustuflokki en síðastur þar á eftir. Vegurinn að hesthúsum bæjarins sé alltaf ruddur síðast og húsagötur mokaðar áður. Hins vegar hafi verið mokað að hesthúsunum til þess að búa til rennu fyrir krapaflóð síðustu vikuna í mars. Krapaflóð féllu þá á Fáskrúðsfirði þegar rigningu gerði ofan í snjóþyngsli. „Þá voru menn bara að berjast við að halda aðalgötum opnum, þannig að það var ekkert óeðlilegt við það. Menn höfðu ekki undan, við höfðum bara ekki fleiri tæki,“ segir hann. Erindi íbúanna við Álfabrekku var vísað til mannvirkja- og veitunefndar Fjarðabyggðar. Haraldur segir að það verði væntanlega tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Fjarðabyggð Snjómokstur Samgöngur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent