Telja hesta og ruslarottur fá betri snjómokstur Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2023 08:52 Ef rottur ækju bílum nytu þær betri vetrarþjónustu en íbúar Álfabrekku á Fáskrúðsfirði ef marka má bréf sem íbúarnir sendu sveitarfélaginu Fjarðabyggð. Vísir/Getty/samsett Íbúar við Álfabrekku í efri byggðum Fáskrúðsfjarðar eru ósáttir við að vera á meðal alsíðustu íbúa til að fá götu sína rudda eftir snjókomu. Þeir telja „hesta og ruslarottur“ hærra skrifaðar þar sem vegur að gámavöllum og hesthúsum sé yfirleitt ruddur á undan þeirra götu. Megn óánægja íbúanna með forgangsröðun í snjóruðningi á Fáskrúðsfirði kemur fram í bréfi sem tíu þeirra skrifuðu undir og sendu bæjarráði Fjarðabyggðar. Bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins á mánudag. Í því segja þeir ekki boðlegt að Álfabrekka sé ekki rudd svo dögum skipti og krefjast þess að málunum verði kippt í lag fyrir næsta vetur. „Það er dapurlegt að sjá að við íbúar Álfabrekku skulum vera með alsíðustu íbúum Fáskrúðsfjarðar til að fá götuna rudda, meira að segja vegurinn inn að gámavöllum og hesthúsunum er yfirleitt ruddur á undan Álfabrekku svo segja má að hestar og ruslarottur séu hærra skrifaða en við,“ segir í bréfinu. Gagnrýna íbúarnir að gatan sé ekki rudd svo dögum skipti. Þegar mesta snjókoma í manna minnum gekk yfir bæinn í mars hafi gatan verið algerlega ófær öllum bílum í tvo daga. Flest allar götur bæjarins hafi hins vegar verið orðnar færar og nánast fullhreinsaðar þegar Álfabrekka var rudd. Börðust við að halda aðalgötum opnum Haraldur L. Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að mokað sé eftir forgangsáætlun fyrir bæinn. Húsagötur og fáfarnar safngötur eru þar aftastar í röðinni á eftir stofnbrautum og stofn- og tengistígum. Hvað umkvartanir Álfabrekkubúa um að þeir séu skör neðar en ruslarottur og hestar segir Haraldur að alltaf sé mokað að gámavöllunum þegar þar er opið, Vegurinn þangað sé ekki í fyrsta þjónustuflokki en síðastur þar á eftir. Vegurinn að hesthúsum bæjarins sé alltaf ruddur síðast og húsagötur mokaðar áður. Hins vegar hafi verið mokað að hesthúsunum til þess að búa til rennu fyrir krapaflóð síðustu vikuna í mars. Krapaflóð féllu þá á Fáskrúðsfirði þegar rigningu gerði ofan í snjóþyngsli. „Þá voru menn bara að berjast við að halda aðalgötum opnum, þannig að það var ekkert óeðlilegt við það. Menn höfðu ekki undan, við höfðum bara ekki fleiri tæki,“ segir hann. Erindi íbúanna við Álfabrekku var vísað til mannvirkja- og veitunefndar Fjarðabyggðar. Haraldur segir að það verði væntanlega tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Fjarðabyggð Snjómokstur Samgöngur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Megn óánægja íbúanna með forgangsröðun í snjóruðningi á Fáskrúðsfirði kemur fram í bréfi sem tíu þeirra skrifuðu undir og sendu bæjarráði Fjarðabyggðar. Bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins á mánudag. Í því segja þeir ekki boðlegt að Álfabrekka sé ekki rudd svo dögum skipti og krefjast þess að málunum verði kippt í lag fyrir næsta vetur. „Það er dapurlegt að sjá að við íbúar Álfabrekku skulum vera með alsíðustu íbúum Fáskrúðsfjarðar til að fá götuna rudda, meira að segja vegurinn inn að gámavöllum og hesthúsunum er yfirleitt ruddur á undan Álfabrekku svo segja má að hestar og ruslarottur séu hærra skrifaða en við,“ segir í bréfinu. Gagnrýna íbúarnir að gatan sé ekki rudd svo dögum skipti. Þegar mesta snjókoma í manna minnum gekk yfir bæinn í mars hafi gatan verið algerlega ófær öllum bílum í tvo daga. Flest allar götur bæjarins hafi hins vegar verið orðnar færar og nánast fullhreinsaðar þegar Álfabrekka var rudd. Börðust við að halda aðalgötum opnum Haraldur L. Haraldsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, segir að mokað sé eftir forgangsáætlun fyrir bæinn. Húsagötur og fáfarnar safngötur eru þar aftastar í röðinni á eftir stofnbrautum og stofn- og tengistígum. Hvað umkvartanir Álfabrekkubúa um að þeir séu skör neðar en ruslarottur og hestar segir Haraldur að alltaf sé mokað að gámavöllunum þegar þar er opið, Vegurinn þangað sé ekki í fyrsta þjónustuflokki en síðastur þar á eftir. Vegurinn að hesthúsum bæjarins sé alltaf ruddur síðast og húsagötur mokaðar áður. Hins vegar hafi verið mokað að hesthúsunum til þess að búa til rennu fyrir krapaflóð síðustu vikuna í mars. Krapaflóð féllu þá á Fáskrúðsfirði þegar rigningu gerði ofan í snjóþyngsli. „Þá voru menn bara að berjast við að halda aðalgötum opnum, þannig að það var ekkert óeðlilegt við það. Menn höfðu ekki undan, við höfðum bara ekki fleiri tæki,“ segir hann. Erindi íbúanna við Álfabrekku var vísað til mannvirkja- og veitunefndar Fjarðabyggðar. Haraldur segir að það verði væntanlega tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Fjarðabyggð Snjómokstur Samgöngur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira