Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 25. apríl 2023 11:06 Slökkviliði barst útkall um klukkan tvö í nótt en eldurinn var ekki slökktur fyrr en um klukkan átta í morgun. Vísir/Egill Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. „Við fyrstu tilkynningu sjáum við að það er tilkynnt um eld í skipi í Njarðvíkurhöfn sem sé sirka 200 tonna netabátur. Þegar fyrsti dælubíll kemur á staðinn sér hann strax að það er mjög mikill hiti og eldur í skipinu þannig að ákveðið er að kalla út allt lið Brunavarna Suðurnesja,“ segir Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Klippa: Skipsbruni í Njarðvík Lögregla hafi flutt einn, sem komst út að sjálfsdáðum, á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Annar, sem var um borð í skipinu ögn lengur, hafi verið fluttur þangað af sjúkrabíl en um hálftíma síðar á Landspítalann í Fossvogi. Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjórinn á Grímsnesi, greindi frá því í viðtali við fréttastofu að sá sem var fluttur á Landspítala hafi verið með mikið brunasár á baki og sé nú haldið sofandi. Þá hafi öll áhöfnin, samtals sjö skipverjar, verið umborð í skipinu þegar eldurinn kviknaði en fjórir hafi komist út hratt og örugglega. „Þá liggur fyrir að þriðji aðilinn er um borð. Aðstæður voru töluvert erfiðar. Reykköfunarteymi fer inn um lúgu og finna mannin á millidekkinu og koma honum að lúgunni. Síðan er töluverð vinna við að ná manninum upp. Það þurfti að hífa hann upp á dekkið. Þegar hann er kominn upp eru hafnar endurlífgunartilraunir á manninum sem því miður tókust ekki,“ segir Sigurður. Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir slökkvistarfið hafa verið mjög erfitt.Vísir/Egill Maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sigvaldi sagði í samtali við fréttastofu fyrr í morgun að maðurinn sé pólskur og hafi starfað hjá honum í um áratug en búið mun lengur hér á landi. Hann láti eftir sig eiginkonu og unglingssson í Póllandi. Sigurður segir eldinn hafa verið mjög erfiðann við að fást. Hitamyndavélar hafi mælt eldinn um 500 gráðu heitan. Slökkvilið er enn við vinnu í höfninni.Vísir/Egill „Eldur í skipun er einn sá erfiðari sem við eigum við að etja. Sérstaklega vegna mikils hita sem skapast: Stálið og það er alltaf erfitt að ventílera svona skip og koma hitanum í burtu. Það var rosalega mikill hiti allan tíman og þeir áttu í töluverðum erfiðleikum með að koma honum í burt. Þeir náðu að opna stjórnborðslúguna og þá náðu þeir aðeins að ventílera skipið og komast að eldinum,“ segir Sigurður. Enn sé óvíst hvar eldurinn kviknaði en eldur hafi logað út um alla glugga í brúnni. Eftir að slökkvistarf hófst hafi skipið farið að halla talsvert á bakborða. Mikill eldur var í skipinu.Vísir/Egill „Þá var hleypt úr tönkum til að rétta skipið af og svo var ákveðið að færa skipið innar í höfnina. Í öryggisskyni var sett flotgirðing í kring ef það kæmi til mengun frá skipinu. Slökkvistarfið stóð eiginlega til alveg átt í morgun. Það er enn verið að athuga með glæður og nú verið að dæla úr skipinu til að létta á því.“ Reykjanesbær Slökkvilið Lögreglumál Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07 Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Við fyrstu tilkynningu sjáum við að það er tilkynnt um eld í skipi í Njarðvíkurhöfn sem sé sirka 200 tonna netabátur. Þegar fyrsti dælubíll kemur á staðinn sér hann strax að það er mjög mikill hiti og eldur í skipinu þannig að ákveðið er að kalla út allt lið Brunavarna Suðurnesja,“ segir Sigurður Skarphéðinsson varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Klippa: Skipsbruni í Njarðvík Lögregla hafi flutt einn, sem komst út að sjálfsdáðum, á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Annar, sem var um borð í skipinu ögn lengur, hafi verið fluttur þangað af sjúkrabíl en um hálftíma síðar á Landspítalann í Fossvogi. Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjórinn á Grímsnesi, greindi frá því í viðtali við fréttastofu að sá sem var fluttur á Landspítala hafi verið með mikið brunasár á baki og sé nú haldið sofandi. Þá hafi öll áhöfnin, samtals sjö skipverjar, verið umborð í skipinu þegar eldurinn kviknaði en fjórir hafi komist út hratt og örugglega. „Þá liggur fyrir að þriðji aðilinn er um borð. Aðstæður voru töluvert erfiðar. Reykköfunarteymi fer inn um lúgu og finna mannin á millidekkinu og koma honum að lúgunni. Síðan er töluverð vinna við að ná manninum upp. Það þurfti að hífa hann upp á dekkið. Þegar hann er kominn upp eru hafnar endurlífgunartilraunir á manninum sem því miður tókust ekki,“ segir Sigurður. Sigurður Skarphéðinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segir slökkvistarfið hafa verið mjög erfitt.Vísir/Egill Maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sigvaldi sagði í samtali við fréttastofu fyrr í morgun að maðurinn sé pólskur og hafi starfað hjá honum í um áratug en búið mun lengur hér á landi. Hann láti eftir sig eiginkonu og unglingssson í Póllandi. Sigurður segir eldinn hafa verið mjög erfiðann við að fást. Hitamyndavélar hafi mælt eldinn um 500 gráðu heitan. Slökkvilið er enn við vinnu í höfninni.Vísir/Egill „Eldur í skipun er einn sá erfiðari sem við eigum við að etja. Sérstaklega vegna mikils hita sem skapast: Stálið og það er alltaf erfitt að ventílera svona skip og koma hitanum í burtu. Það var rosalega mikill hiti allan tíman og þeir áttu í töluverðum erfiðleikum með að koma honum í burt. Þeir náðu að opna stjórnborðslúguna og þá náðu þeir aðeins að ventílera skipið og komast að eldinum,“ segir Sigurður. Enn sé óvíst hvar eldurinn kviknaði en eldur hafi logað út um alla glugga í brúnni. Eftir að slökkvistarf hófst hafi skipið farið að halla talsvert á bakborða. Mikill eldur var í skipinu.Vísir/Egill „Þá var hleypt úr tönkum til að rétta skipið af og svo var ákveðið að færa skipið innar í höfnina. Í öryggisskyni var sett flotgirðing í kring ef það kæmi til mengun frá skipinu. Slökkvistarfið stóð eiginlega til alveg átt í morgun. Það er enn verið að athuga með glæður og nú verið að dæla úr skipinu til að létta á því.“
Reykjanesbær Slökkvilið Lögreglumál Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07 Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45