Ákærð fyrir að myrða mann sem kúgaði móður hennar með kynlífsmyndbandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2023 00:23 Saqib Hussain og Mohammed Hashim Ijazuddin létust í bílslysi á A46-veginum nálægt Leicester þegar bíll þeirra var þvingaður af veginum. Leicestershire Police TikTok-áhrifavaldur ætlaði að leggja gildru fyrir mann sem var að fjárkúga móður hennar með kynlífsmyndbandi. Menn á hennar vegum þvinguðu bíl mannsins af veginum með þeim afleiðingum að hann og vinur hans létust. Konan og móðir hennar hafa verið ákærðar fyrir morð ásamt sex öðrum. Saqib Hussain og Mohammed Hashim Ijazuddin létust í bílslysi á A46-veginum nálægt Leicester í febrúar 2022. Í neyðarlínusímtali rétt áður en áreksturinn átti sér stað greindi Hussain frá því að lambhúshettuklæddir menn væru að reyna að þvinga bílinn af veginum. Eftir rannsókn lögreglu kom í ljós að það voru brögð í tafli og mennirnir voru í raun myrtir. TikTok-áhrifavaldurinn Mahek Bukhari, móðir hennar Ansreen Bukhari og sex aðrir hafa verið ákærð fyrir að myrða mennina. Á mánudag sögðu saksóknarar í Leicester Crown Court að málið einkenndist af „ást, þráhyggju, fjárkúgun og að endingu kaldrifjuðu morði“. Ást sem varð að þráhyggju Upphaf málsins má rekja til ástarsambands milli hins 21 árs gamla Saqib Hussain frá Oxfordskíri og hinnar 45 ára gömlu Ansreen Bukhari frá Stoke-on-Trent. Þau hófu ástarsamband árið 2019 sem hún batt enda á í janúar 2022. Hussain tók sambandsslitunum illa og reyndi ítrekað að hafa samband við Bukhari. Fyrir dómnum lýsti lögmaður hegðun Hussain sem „stöðugt þráhyggjukenndari“ meðan hann „játaði ást sína á henni“ og „grátbað hana“ að halda sambandi þeirra áfram. „Reiði hans birtist í tilraun til að kúga Ansreen Bukhari til að sannfæra hana til að hafa samband við hann,“ sagði lögmaðurinn. Í skilaboðum hafi Hussain hótað að senda kynferðislegt efni sem hann hafði tekið af Ansreen á eiginmann hennar og son. Hafði áhyggjur af fylgjendatölum sínum Dóttir Buhari, hin 23 ára Mahek Bukhari vissi af ástarsambandi Hussain og móður sinnar. Þegar hún heyrði af fjárkúgunartilraunum Hussain hafði hún áhyggjur af áhrifunum sem málið gæti haft á bæði fjölskylduna og fylgjendatölur hennar á samfélagsmiðlum. Hún sendi þá skilaboð á Hussain þar sem hún sagði hann mundu fljótlega sjá hreyfingar í málinu. Eftir það sendi hún WhatsApp-skilaboð á móður sína þar sem sagði: „Bráðum læt ég gaura ráðast á hann og hann mun ekki vita hvaða dagur er“. Skjáskot úr TikTok-myndbandi eftir Bukhari þar sem hún státar sig af góðu sambandi við móður sína.Skjáskot Í dómsalnum var greint frá því að Hussain hefði krafið Ansreen um allt að þrjú þúsund pund, pening sem hann hafði eytt á stefnumótum á meðan þau voru saman. Þau skipulögðu fund í Leicester þar sem hún ætlaði að skila honum peningnum. Í raun ætluðu mæðgurnar ekki að láta peninginn af hendi heldur gera síma Hussain upptækan. Þegar það varð ljóst í augum mæðgnanna að það þyrfti að „þagga niður í“ Hussain urðu hinir sakborningarnir viðriðnir í málinu. Ætlun hópsins hafi verið að ginna Hussain á fundinn með því að lofa að borga pundin þrjú þúsund til baka. Á fundinum vonaðist hópurinn eftir því að hræða Hussain til að gefa þeim símann. „Þeir eru að reyna að drepa mig“ Hinn 21 árs gamli Mohammed Ijazuddin keyrði Hussain á fundinn en þeir komust aldrei á leiðarenda þar sem bíll þeirra var þvingaður af veginum. Neyðarlínusímtal sem Hussain hringdi á leiðinni á fundinn var spilað í dómsalnum. Í símtalinu sagði Hussain „Það eru menn að elta mig, þeir eru klæddir í lambhúshettur... þeir eru að reyna að keyra okkur af veginum.“ Hann sagði einnig „Þeir eru að reyna að drepa mig, ég mun deyja... gerðu það herra, ég þarf hjálp.“ Að lokum sagði hann að mennirnir væru að reyna að klessa aftan á bílinn og að hann væri að fara að deyja. Síðan heyrðist öskur og símtalinu lauk. Símtalið hafi komið lögreglunni á sporið um að þetta bílslys væri ekkert venjulegt slys. Í eftilitsmyndböndum af staðnum mátti sjá Skoda-bíl mannanna tveggja í ljósum logum Mahek Bukhari hefur lýst yfir sakleysi sínu í tveimur ákæruliðum í málinu. Málið er enn fyrir dómi og eflaust á meira eftir að koma í ljós. Bretland TikTok Erlend sakamál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Saqib Hussain og Mohammed Hashim Ijazuddin létust í bílslysi á A46-veginum nálægt Leicester í febrúar 2022. Í neyðarlínusímtali rétt áður en áreksturinn átti sér stað greindi Hussain frá því að lambhúshettuklæddir menn væru að reyna að þvinga bílinn af veginum. Eftir rannsókn lögreglu kom í ljós að það voru brögð í tafli og mennirnir voru í raun myrtir. TikTok-áhrifavaldurinn Mahek Bukhari, móðir hennar Ansreen Bukhari og sex aðrir hafa verið ákærð fyrir að myrða mennina. Á mánudag sögðu saksóknarar í Leicester Crown Court að málið einkenndist af „ást, þráhyggju, fjárkúgun og að endingu kaldrifjuðu morði“. Ást sem varð að þráhyggju Upphaf málsins má rekja til ástarsambands milli hins 21 árs gamla Saqib Hussain frá Oxfordskíri og hinnar 45 ára gömlu Ansreen Bukhari frá Stoke-on-Trent. Þau hófu ástarsamband árið 2019 sem hún batt enda á í janúar 2022. Hussain tók sambandsslitunum illa og reyndi ítrekað að hafa samband við Bukhari. Fyrir dómnum lýsti lögmaður hegðun Hussain sem „stöðugt þráhyggjukenndari“ meðan hann „játaði ást sína á henni“ og „grátbað hana“ að halda sambandi þeirra áfram. „Reiði hans birtist í tilraun til að kúga Ansreen Bukhari til að sannfæra hana til að hafa samband við hann,“ sagði lögmaðurinn. Í skilaboðum hafi Hussain hótað að senda kynferðislegt efni sem hann hafði tekið af Ansreen á eiginmann hennar og son. Hafði áhyggjur af fylgjendatölum sínum Dóttir Buhari, hin 23 ára Mahek Bukhari vissi af ástarsambandi Hussain og móður sinnar. Þegar hún heyrði af fjárkúgunartilraunum Hussain hafði hún áhyggjur af áhrifunum sem málið gæti haft á bæði fjölskylduna og fylgjendatölur hennar á samfélagsmiðlum. Hún sendi þá skilaboð á Hussain þar sem hún sagði hann mundu fljótlega sjá hreyfingar í málinu. Eftir það sendi hún WhatsApp-skilaboð á móður sína þar sem sagði: „Bráðum læt ég gaura ráðast á hann og hann mun ekki vita hvaða dagur er“. Skjáskot úr TikTok-myndbandi eftir Bukhari þar sem hún státar sig af góðu sambandi við móður sína.Skjáskot Í dómsalnum var greint frá því að Hussain hefði krafið Ansreen um allt að þrjú þúsund pund, pening sem hann hafði eytt á stefnumótum á meðan þau voru saman. Þau skipulögðu fund í Leicester þar sem hún ætlaði að skila honum peningnum. Í raun ætluðu mæðgurnar ekki að láta peninginn af hendi heldur gera síma Hussain upptækan. Þegar það varð ljóst í augum mæðgnanna að það þyrfti að „þagga niður í“ Hussain urðu hinir sakborningarnir viðriðnir í málinu. Ætlun hópsins hafi verið að ginna Hussain á fundinn með því að lofa að borga pundin þrjú þúsund til baka. Á fundinum vonaðist hópurinn eftir því að hræða Hussain til að gefa þeim símann. „Þeir eru að reyna að drepa mig“ Hinn 21 árs gamli Mohammed Ijazuddin keyrði Hussain á fundinn en þeir komust aldrei á leiðarenda þar sem bíll þeirra var þvingaður af veginum. Neyðarlínusímtal sem Hussain hringdi á leiðinni á fundinn var spilað í dómsalnum. Í símtalinu sagði Hussain „Það eru menn að elta mig, þeir eru klæddir í lambhúshettur... þeir eru að reyna að keyra okkur af veginum.“ Hann sagði einnig „Þeir eru að reyna að drepa mig, ég mun deyja... gerðu það herra, ég þarf hjálp.“ Að lokum sagði hann að mennirnir væru að reyna að klessa aftan á bílinn og að hann væri að fara að deyja. Síðan heyrðist öskur og símtalinu lauk. Símtalið hafi komið lögreglunni á sporið um að þetta bílslys væri ekkert venjulegt slys. Í eftilitsmyndböndum af staðnum mátti sjá Skoda-bíl mannanna tveggja í ljósum logum Mahek Bukhari hefur lýst yfir sakleysi sínu í tveimur ákæruliðum í málinu. Málið er enn fyrir dómi og eflaust á meira eftir að koma í ljós.
Bretland TikTok Erlend sakamál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira