Fjarnám í þjóðfræði Hafrún Eva Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2023 07:00 Árið 2020 var viðburðarríkt hjá mér. Fyrir utan upphaf Covid19 og öllu því fíaskói sem fylgdi því eignaðist ég mitt annað barn og í fæðingarorlofinu mínu flutti ég af suðurlandinu og norður fyrir heiði. Það að vera innilokuð í Covid19 takmörkunum og í fæðingarorlofi á nýjum stað þar sem ég þekkti fáa gerði það að verkum að ég ósjálfrátt einangraðist og mér hundleiddist. Þá tók ég þá ákvörðun að skrá mig í nám, fyrir valinu varð þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þetta var þá í þriðja sinn sem ég skráði mig í háskólanám en í hinum tilfellunum flosnaði ég upp úr námi eingöngu af því að ég bjó ekki á höfuðborgarsvæðinu og fannst illa haldið utan um fjarnema. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég skoðaði námsskránna hjá þjóðfræðinni að öll fögin voru kennd í fjarnámi og höfðu verið það um árabil samhliða staðnáminu. Þó að fyrsta árið hafi svo verið kennt eingöngu í fjarnámi vegna faraldursins tók ég strax eftir því hversu viljugir og lausnamiðaðir kennararnir voru til þess að láta námið ganga upp. Þegar háskólinn var opnaður aftur og staðnemendur fóru aftur að mæta í skólastofu þá héldu kennararnir áfram að styðja við fjarnemendur með ýmsum ráðum, sumir kennarar buðu upp á vikulega fjarnámsfundi þar sem fjarnemar gátu hist á Zoom og rætt námið og aðrir stigu skrefinu lengra og buðu fjarnemum inn í stofuna með aðstoð tækninnar. Mér telst svo til að á þeim þremur árum sem ég hef verið í fjarnámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands hafi ég mætt í skólabygginguna alls átta sinnum. Samt kemur það ekki að sök þar sem þjóðfræðihópurinn er þéttur og þó svo að ég hafi ekki hitt flesta samnemendur mína í eigin persónu, lít ég á marga þeirra sem vini mína, ásamt því að kennararnir eru boðnir og búnir að aðstoða mann eftir þörfum, brenna fyrir sitt starf og leggja jafn mikinn metnað í að sinna fjarnemum eins og staðnemum. Það að geta stundað háskólanám annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu en fengið jafn mikinn aðgang og stuðning frá kennurum eins og staðnemar fá er afskaplega dýrmætt og raunar mikilvægt jafnréttis- og aðgengismál. Í fyrri háskólatilraunum mínum upplifði ég að ég yrði sjálflærð ef ég myndi útskrifast, en í þjóðfræðinni er ég partur af hópnum og fæ alla kennslu og upplifunina að vera í háskóla jafnt við samnemendur mína. Því má segja að þjóðfræðin sé sammála mér um að það sé orðið algjörlega úrelt fyrirkomulag að fólk þurfi að flytja hreppaflutningum til þess eins að mennta sig. Höfundur er fjarnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 var viðburðarríkt hjá mér. Fyrir utan upphaf Covid19 og öllu því fíaskói sem fylgdi því eignaðist ég mitt annað barn og í fæðingarorlofinu mínu flutti ég af suðurlandinu og norður fyrir heiði. Það að vera innilokuð í Covid19 takmörkunum og í fæðingarorlofi á nýjum stað þar sem ég þekkti fáa gerði það að verkum að ég ósjálfrátt einangraðist og mér hundleiddist. Þá tók ég þá ákvörðun að skrá mig í nám, fyrir valinu varð þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þetta var þá í þriðja sinn sem ég skráði mig í háskólanám en í hinum tilfellunum flosnaði ég upp úr námi eingöngu af því að ég bjó ekki á höfuðborgarsvæðinu og fannst illa haldið utan um fjarnema. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég skoðaði námsskránna hjá þjóðfræðinni að öll fögin voru kennd í fjarnámi og höfðu verið það um árabil samhliða staðnáminu. Þó að fyrsta árið hafi svo verið kennt eingöngu í fjarnámi vegna faraldursins tók ég strax eftir því hversu viljugir og lausnamiðaðir kennararnir voru til þess að láta námið ganga upp. Þegar háskólinn var opnaður aftur og staðnemendur fóru aftur að mæta í skólastofu þá héldu kennararnir áfram að styðja við fjarnemendur með ýmsum ráðum, sumir kennarar buðu upp á vikulega fjarnámsfundi þar sem fjarnemar gátu hist á Zoom og rætt námið og aðrir stigu skrefinu lengra og buðu fjarnemum inn í stofuna með aðstoð tækninnar. Mér telst svo til að á þeim þremur árum sem ég hef verið í fjarnámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands hafi ég mætt í skólabygginguna alls átta sinnum. Samt kemur það ekki að sök þar sem þjóðfræðihópurinn er þéttur og þó svo að ég hafi ekki hitt flesta samnemendur mína í eigin persónu, lít ég á marga þeirra sem vini mína, ásamt því að kennararnir eru boðnir og búnir að aðstoða mann eftir þörfum, brenna fyrir sitt starf og leggja jafn mikinn metnað í að sinna fjarnemum eins og staðnemum. Það að geta stundað háskólanám annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu en fengið jafn mikinn aðgang og stuðning frá kennurum eins og staðnemar fá er afskaplega dýrmætt og raunar mikilvægt jafnréttis- og aðgengismál. Í fyrri háskólatilraunum mínum upplifði ég að ég yrði sjálflærð ef ég myndi útskrifast, en í þjóðfræðinni er ég partur af hópnum og fæ alla kennslu og upplifunina að vera í háskóla jafnt við samnemendur mína. Því má segja að þjóðfræðin sé sammála mér um að það sé orðið algjörlega úrelt fyrirkomulag að fólk þurfi að flytja hreppaflutningum til þess eins að mennta sig. Höfundur er fjarnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar