Bed Bath & Beyond gjaldþrota Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 06:39 Bed Bath & Beyond verslanirnar eru 475 talsins og eru staðsettar víðs vegar um Bandaríkin. Getty/Lindsey Nicholson Verslunarkeðjan Bed Bath & Beyond hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Mun öllum verslunum þeirra vera lokað á næstu vikum. Verða allar eignir félagsins seldar á næstu vikum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir að ástæðan sé að ekki hafi tekist að tryggja fjármögnun félagsins sem rekur verslanirnar. Hefur félagið átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna mikillar aukningar í starfsemi netverslana. Þegar Bed Bath & Beyond var upp á sitt besta árið 2010 voru 970 verslanir staðsettar um öll Bandaríkin en síðustu ár hefur þeim fækkað um helming og eru þær í dag 475 talsins. Verður þeim öllum lokað á næstu vikum. „Milljónir viðskiptavina hafa treyst okkur í gegnum þeirra mikilvægustu áfanga í lífinu, frá því að fara í háskóla yfir í að gifta sig, frá því að koma sér fyrir á nýju heimili yfir í að eignast barn,“ er haft eftir forstjóra fyrirtækisins, Sue Gove, í tilkynningu. Fyrsta verslun Bed Bath & Beyond var opnuð árið 1971 undir merkjunum Bed 'n Bath. Í gegnum árin hafa Bandaríkjamenn geta keypt nánast hvað sem er sem tengist heimilinu í verslunum þeirra. Nýlega greindi félagið frá því að það ætlaði að selja hlutabréf í sjálfum sér að virði 300 milljónum dollara. Ef það tækist ekki væri mögulegt að félagið yrði gjaldþrota. Bandaríkin Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir að ástæðan sé að ekki hafi tekist að tryggja fjármögnun félagsins sem rekur verslanirnar. Hefur félagið átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna mikillar aukningar í starfsemi netverslana. Þegar Bed Bath & Beyond var upp á sitt besta árið 2010 voru 970 verslanir staðsettar um öll Bandaríkin en síðustu ár hefur þeim fækkað um helming og eru þær í dag 475 talsins. Verður þeim öllum lokað á næstu vikum. „Milljónir viðskiptavina hafa treyst okkur í gegnum þeirra mikilvægustu áfanga í lífinu, frá því að fara í háskóla yfir í að gifta sig, frá því að koma sér fyrir á nýju heimili yfir í að eignast barn,“ er haft eftir forstjóra fyrirtækisins, Sue Gove, í tilkynningu. Fyrsta verslun Bed Bath & Beyond var opnuð árið 1971 undir merkjunum Bed 'n Bath. Í gegnum árin hafa Bandaríkjamenn geta keypt nánast hvað sem er sem tengist heimilinu í verslunum þeirra. Nýlega greindi félagið frá því að það ætlaði að selja hlutabréf í sjálfum sér að virði 300 milljónum dollara. Ef það tækist ekki væri mögulegt að félagið yrði gjaldþrota.
Bandaríkin Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf