Lokuðu dyrnar í heilbrigðiskerfinu Kristín Davíðsdóttir skrifar 24. apríl 2023 08:01 Frá árinu 2005 hef ég starfað sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef starfað á bráðamóttökum og legudeildum, hérlendis og erlendis. Árið 2021 hóf ég störf hjá Frú Ragnheiði hvar skjólstæðingahópurinn samanstendur fyrst og fremst af fólki sem glímir við þungan vímuefnavanda - að stærstum hluta ungt fólk. Þessi hópur samanstendur af fólki sem samfélagið lætur sig lítið varða, nema þá kannski helst þegar þau valda öðrum ónæði eða þegar þörf er á fjöður í hattinn. Þegar maður starfar í heilbrigðiskerfinu er dauðinn órjúfanlegur hluti af vinnunni - þannig er einfaldlega gangur lífsins. Það er hins vegar þyngra en tárum taki hve áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er á meðal þeirra sem glíma við fíknivanda. Á þeim tæplega tveimur árum sem ég hef starfað með þessum hópi, bæði á vettvangi og innan LSH, hafa nokkrir tugir látið lífið vegna síns sjúkdóms. Tugir ungra einstaklinga sem áttu allt lífið framundan. Hvergi annars staðar í mínu starfi hef ég upplifað það að jafn stór hluti minna skjólstæðinga láti lífið - gjarnan af orsökum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Ef við rýnum í tölfræðina sem sýnir okkur hve margir látast á hverju ári vegna lyfja þ.e. hin svokölluðu lyfjatengdu andlát sést glögglega að þau hafa farið stigvaxandi hérlendis undanfarin ár. En það er mikil einföldun að halda því fram að þeir sem tilgreindir eru þar séu einu einstaklingarnir sem láta lífið vegna fíknisjúkdóms. Það eru svo miklu miklu fleiri sem láta lífð eða örkumlast af afleiddum orsökum vímuefnanotkunarinnar. Árið 2021 létust 46 einstaklingar vegna lyfja á Íslandi - af þeim voru 26 undir 45 ára. Til viðbótar létust 13 einstaklingar í sjálfsvígi. Við erum því að tala um nærri 40 einstaklinga á aldrinum 18-45 ára en það samsvarar nærri einum á viku. Til að setja þetta í samhengi þá er lyfjainntaka gefin upp sem dánarorsök hjá 55% þeirra sem létust árið 2021 á aldrinum 18-44 ára. Miðað við þessar upplýsingar hljótum við að spyrja okkur hvers vegna ekki er sett meira púður í það að sinna einstaklingum sem glíma við fíknivanda. Meðferðarúrræðin sem standa þessum einstaklingum til boða eru fá og nær öll rekin af frjálsum félagasamtökum. Hið opinbera gerir lítið þrátt fyrir þann gríðarlega toll sem þessi sjúkdómur tekur - hvernig má það vera? Við lestur blaðanna í dag rakst ég á viðtal við móður 19 ára drengs sem lét lífið vegna fíknivanda fyrr á þessu ári. Það sem stakk mig við þessa lesningu voru orð hennar um heilbrigðiskerfið - þar sem hún talaði um að hafa alls staðar komið að lokuðum dyrum. Að sonur hennar hefði að vísu verið á fíknigeðdeild en ekki verið nógu geðveikur til að komast í langtímameðferð þar og að langir biðlistarnir hefðu verið á öðrum meðferðarstofnunum. Mér er með öllu fyrirmunað að skilja forgangsröðunina á þessum málaflokki en því miður er saga þessarar konu ekki einsdæmi. Þetta er saga sem við heyrum mjög reglulega þegar einstaklingar sem glíma við fíknivanda og/eða aðstandendur þeirra hafa samband til þess að grátbiðja um aðstoð. Að vera í dagneyslu ópíoíða er dauðans alvara og að það skuli vera jafn langir biðlistar eftir hjálp og raun ber vitni er algjörlega galið. Annað svipað dæmi var þegar móðir ungs manns sótti hann nýlega til útlanda til að koma honum heim og undir læknishendur. Það sem tók hins vegar við hjá henni var að sitja heima yfir fárveikum syni sínum þar sem allar dyr virtust lokaðar. Eða parið sem kom frá Danmörku og hafði samband við Frú Ragnheiði til að spyrjast fyrir um það hvar methadon klíníkin væri því þau væru á methadon meðferð sem þau þyrftu að halda áfram á - enn einar lokaðar dyr! Á tyllidögum er rætt um þennan veika og viðkvæma hóp sem þarf á aukinni þjónustu að halda - en því miður virðast ekki vera til peningar og ef það strandar ekki á peningunum þá er það iðulega pólitíkin sem stendur í veginum. Nú þegar heilbrigðisráðherra hefur látið sig málaflokkinn varða og viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að framkvæmda sé þörf er ekki úr vegi að hvetja til þess að þegar verði hafist handa. Sem dæmi má nefna að neyslurýminu Ylju, sem Rauði krossinn rak til eins árs, var lokað í síðasta mánuði og enn hefur ekki fengist húsnæði til að halda rekstrinum áfram þrátt fyrir að peningar hafi verið tryggðir til a.m.k. næstu tveggja ára. Reynslan sýndi okkur að á stað sem þessum er hægt að auka mikið við þjónustuna með litlum tilkostnaði og ná þannig til hóps af fólki sem annars getur reynst erfitt að nálgast, m.a. vegna reynslu þeirra af öllum lokuðu dyrunum í kerfinu. Í hverri einustu viku deyr einstaklingur hérlendis vegna fíknisjúkdóms - það þýðir að í hverri einustu viku missir móðir barnið sitt vegna þess að við sem samfélag erum ekki að standa okkur í stykkinu - við getum gert miklu betur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2005 hef ég starfað sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef starfað á bráðamóttökum og legudeildum, hérlendis og erlendis. Árið 2021 hóf ég störf hjá Frú Ragnheiði hvar skjólstæðingahópurinn samanstendur fyrst og fremst af fólki sem glímir við þungan vímuefnavanda - að stærstum hluta ungt fólk. Þessi hópur samanstendur af fólki sem samfélagið lætur sig lítið varða, nema þá kannski helst þegar þau valda öðrum ónæði eða þegar þörf er á fjöður í hattinn. Þegar maður starfar í heilbrigðiskerfinu er dauðinn órjúfanlegur hluti af vinnunni - þannig er einfaldlega gangur lífsins. Það er hins vegar þyngra en tárum taki hve áþreifanlegur og hversdagslegur dauðinn er á meðal þeirra sem glíma við fíknivanda. Á þeim tæplega tveimur árum sem ég hef starfað með þessum hópi, bæði á vettvangi og innan LSH, hafa nokkrir tugir látið lífið vegna síns sjúkdóms. Tugir ungra einstaklinga sem áttu allt lífið framundan. Hvergi annars staðar í mínu starfi hef ég upplifað það að jafn stór hluti minna skjólstæðinga láti lífið - gjarnan af orsökum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Ef við rýnum í tölfræðina sem sýnir okkur hve margir látast á hverju ári vegna lyfja þ.e. hin svokölluðu lyfjatengdu andlát sést glögglega að þau hafa farið stigvaxandi hérlendis undanfarin ár. En það er mikil einföldun að halda því fram að þeir sem tilgreindir eru þar séu einu einstaklingarnir sem láta lífið vegna fíknisjúkdóms. Það eru svo miklu miklu fleiri sem láta lífð eða örkumlast af afleiddum orsökum vímuefnanotkunarinnar. Árið 2021 létust 46 einstaklingar vegna lyfja á Íslandi - af þeim voru 26 undir 45 ára. Til viðbótar létust 13 einstaklingar í sjálfsvígi. Við erum því að tala um nærri 40 einstaklinga á aldrinum 18-45 ára en það samsvarar nærri einum á viku. Til að setja þetta í samhengi þá er lyfjainntaka gefin upp sem dánarorsök hjá 55% þeirra sem létust árið 2021 á aldrinum 18-44 ára. Miðað við þessar upplýsingar hljótum við að spyrja okkur hvers vegna ekki er sett meira púður í það að sinna einstaklingum sem glíma við fíknivanda. Meðferðarúrræðin sem standa þessum einstaklingum til boða eru fá og nær öll rekin af frjálsum félagasamtökum. Hið opinbera gerir lítið þrátt fyrir þann gríðarlega toll sem þessi sjúkdómur tekur - hvernig má það vera? Við lestur blaðanna í dag rakst ég á viðtal við móður 19 ára drengs sem lét lífið vegna fíknivanda fyrr á þessu ári. Það sem stakk mig við þessa lesningu voru orð hennar um heilbrigðiskerfið - þar sem hún talaði um að hafa alls staðar komið að lokuðum dyrum. Að sonur hennar hefði að vísu verið á fíknigeðdeild en ekki verið nógu geðveikur til að komast í langtímameðferð þar og að langir biðlistarnir hefðu verið á öðrum meðferðarstofnunum. Mér er með öllu fyrirmunað að skilja forgangsröðunina á þessum málaflokki en því miður er saga þessarar konu ekki einsdæmi. Þetta er saga sem við heyrum mjög reglulega þegar einstaklingar sem glíma við fíknivanda og/eða aðstandendur þeirra hafa samband til þess að grátbiðja um aðstoð. Að vera í dagneyslu ópíoíða er dauðans alvara og að það skuli vera jafn langir biðlistar eftir hjálp og raun ber vitni er algjörlega galið. Annað svipað dæmi var þegar móðir ungs manns sótti hann nýlega til útlanda til að koma honum heim og undir læknishendur. Það sem tók hins vegar við hjá henni var að sitja heima yfir fárveikum syni sínum þar sem allar dyr virtust lokaðar. Eða parið sem kom frá Danmörku og hafði samband við Frú Ragnheiði til að spyrjast fyrir um það hvar methadon klíníkin væri því þau væru á methadon meðferð sem þau þyrftu að halda áfram á - enn einar lokaðar dyr! Á tyllidögum er rætt um þennan veika og viðkvæma hóp sem þarf á aukinni þjónustu að halda - en því miður virðast ekki vera til peningar og ef það strandar ekki á peningunum þá er það iðulega pólitíkin sem stendur í veginum. Nú þegar heilbrigðisráðherra hefur látið sig málaflokkinn varða og viðrað þá skoðun sína í fjölmiðlum að framkvæmda sé þörf er ekki úr vegi að hvetja til þess að þegar verði hafist handa. Sem dæmi má nefna að neyslurýminu Ylju, sem Rauði krossinn rak til eins árs, var lokað í síðasta mánuði og enn hefur ekki fengist húsnæði til að halda rekstrinum áfram þrátt fyrir að peningar hafi verið tryggðir til a.m.k. næstu tveggja ára. Reynslan sýndi okkur að á stað sem þessum er hægt að auka mikið við þjónustuna með litlum tilkostnaði og ná þannig til hóps af fólki sem annars getur reynst erfitt að nálgast, m.a. vegna reynslu þeirra af öllum lokuðu dyrunum í kerfinu. Í hverri einustu viku deyr einstaklingur hérlendis vegna fíknisjúkdóms - það þýðir að í hverri einustu viku missir móðir barnið sitt vegna þess að við sem samfélag erum ekki að standa okkur í stykkinu - við getum gert miklu betur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.
OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar