„Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. apríl 2023 18:54 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna í dag. Hulda Margrét „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. „Við erum rosalega hægir, við erum að gera þetta á 80-90%. Menn héldu að það væri nóg en það er það bara ekki. Keflavík kemur og verjast vel, þeir eru sáttir með eitt stig á útivelli. Mér fannst við alltof kærulausir á boltanum, við erum að reyna of flókna hluti. Við hefðum vissulega geta skorað en við erum ekki að skapa nóg til þess að ég sé ánægður.“ Keflavík beiti skyndisóknum í dag og komst mokkrum sinnum í góð færi. Heimamenn virtust vera í brasi með þessar skyndisóknir. „Þeir voru að komast í skyndisóknir og við erum bara of hægir í spilinu. Við erum að gera of flókna hluti. Það er ekki millisvæði á móti liði sem liggur til baka og eru duglegir, þannig frammistaðan er bara alls ekki nógu góð og við getum bara verið þokkalega sáttir við þetta eina stig en maður er með óbragð í munninn að hafa ekki gert þetta betur. Ef við ætlum að spila svona að þá erum við ekki að fara að vera í toppbaráttu í sumar.“ Eins og áður sagði beiti Keflavík skyndisóknum og komust í nokkur ákjósanleg færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. KA átti betri áhlaup eftir því sem leið á síðari hálfleikinn. „Við vorum heppnir að það var 0-0 í hálfleik en sem betur fer spiluðum við aðeins betur í seinni hálfleik. Við eigum skot í slá og hann ver einu sinni mjög vel frá Bjarna og þá vildum við fá eina vítaspyrnu en heildarbragurinn á þessum leik var bara ekki nógu góður.“ Hallgrímur var ósáttur við margt hjá sínum leikmönnum og þá meðal annars hvað þeir eyddu orku í að pirra sig á einstaka dómum. „Við vorum líka að láta dóma fara í taugarnar á okkur en mér fannst dómarinn bara standa sig vel, allavega betur en mitt lið. Menn þurfa að fara að setja hausinn á réttan stað, við þurfum að fá frammistöður sem sæmir okkur og þá fara hlutirnir að snúast í rétta átt aftur.“ Næsta verkefni KA er á útivelli á móti Víking R. „Við þurfum að gera töluvert betur ef við ætlum að fá eitthvað gott úr þeim leik en þetta hafa verið hörku viðeignir á móti Víking R. þannig við erum spenntir.“ KA Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Sjá meira
„Við erum rosalega hægir, við erum að gera þetta á 80-90%. Menn héldu að það væri nóg en það er það bara ekki. Keflavík kemur og verjast vel, þeir eru sáttir með eitt stig á útivelli. Mér fannst við alltof kærulausir á boltanum, við erum að reyna of flókna hluti. Við hefðum vissulega geta skorað en við erum ekki að skapa nóg til þess að ég sé ánægður.“ Keflavík beiti skyndisóknum í dag og komst mokkrum sinnum í góð færi. Heimamenn virtust vera í brasi með þessar skyndisóknir. „Þeir voru að komast í skyndisóknir og við erum bara of hægir í spilinu. Við erum að gera of flókna hluti. Það er ekki millisvæði á móti liði sem liggur til baka og eru duglegir, þannig frammistaðan er bara alls ekki nógu góð og við getum bara verið þokkalega sáttir við þetta eina stig en maður er með óbragð í munninn að hafa ekki gert þetta betur. Ef við ætlum að spila svona að þá erum við ekki að fara að vera í toppbaráttu í sumar.“ Eins og áður sagði beiti Keflavík skyndisóknum og komust í nokkur ákjósanleg færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. KA átti betri áhlaup eftir því sem leið á síðari hálfleikinn. „Við vorum heppnir að það var 0-0 í hálfleik en sem betur fer spiluðum við aðeins betur í seinni hálfleik. Við eigum skot í slá og hann ver einu sinni mjög vel frá Bjarna og þá vildum við fá eina vítaspyrnu en heildarbragurinn á þessum leik var bara ekki nógu góður.“ Hallgrímur var ósáttur við margt hjá sínum leikmönnum og þá meðal annars hvað þeir eyddu orku í að pirra sig á einstaka dómum. „Við vorum líka að láta dóma fara í taugarnar á okkur en mér fannst dómarinn bara standa sig vel, allavega betur en mitt lið. Menn þurfa að fara að setja hausinn á réttan stað, við þurfum að fá frammistöður sem sæmir okkur og þá fara hlutirnir að snúast í rétta átt aftur.“ Næsta verkefni KA er á útivelli á móti Víking R. „Við þurfum að gera töluvert betur ef við ætlum að fá eitthvað gott úr þeim leik en þetta hafa verið hörku viðeignir á móti Víking R. þannig við erum spenntir.“
KA Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Sjá meira