„Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. apríl 2023 18:54 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna í dag. Hulda Margrét „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. „Við erum rosalega hægir, við erum að gera þetta á 80-90%. Menn héldu að það væri nóg en það er það bara ekki. Keflavík kemur og verjast vel, þeir eru sáttir með eitt stig á útivelli. Mér fannst við alltof kærulausir á boltanum, við erum að reyna of flókna hluti. Við hefðum vissulega geta skorað en við erum ekki að skapa nóg til þess að ég sé ánægður.“ Keflavík beiti skyndisóknum í dag og komst mokkrum sinnum í góð færi. Heimamenn virtust vera í brasi með þessar skyndisóknir. „Þeir voru að komast í skyndisóknir og við erum bara of hægir í spilinu. Við erum að gera of flókna hluti. Það er ekki millisvæði á móti liði sem liggur til baka og eru duglegir, þannig frammistaðan er bara alls ekki nógu góð og við getum bara verið þokkalega sáttir við þetta eina stig en maður er með óbragð í munninn að hafa ekki gert þetta betur. Ef við ætlum að spila svona að þá erum við ekki að fara að vera í toppbaráttu í sumar.“ Eins og áður sagði beiti Keflavík skyndisóknum og komust í nokkur ákjósanleg færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. KA átti betri áhlaup eftir því sem leið á síðari hálfleikinn. „Við vorum heppnir að það var 0-0 í hálfleik en sem betur fer spiluðum við aðeins betur í seinni hálfleik. Við eigum skot í slá og hann ver einu sinni mjög vel frá Bjarna og þá vildum við fá eina vítaspyrnu en heildarbragurinn á þessum leik var bara ekki nógu góður.“ Hallgrímur var ósáttur við margt hjá sínum leikmönnum og þá meðal annars hvað þeir eyddu orku í að pirra sig á einstaka dómum. „Við vorum líka að láta dóma fara í taugarnar á okkur en mér fannst dómarinn bara standa sig vel, allavega betur en mitt lið. Menn þurfa að fara að setja hausinn á réttan stað, við þurfum að fá frammistöður sem sæmir okkur og þá fara hlutirnir að snúast í rétta átt aftur.“ Næsta verkefni KA er á útivelli á móti Víking R. „Við þurfum að gera töluvert betur ef við ætlum að fá eitthvað gott úr þeim leik en þetta hafa verið hörku viðeignir á móti Víking R. þannig við erum spenntir.“ KA Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira
„Við erum rosalega hægir, við erum að gera þetta á 80-90%. Menn héldu að það væri nóg en það er það bara ekki. Keflavík kemur og verjast vel, þeir eru sáttir með eitt stig á útivelli. Mér fannst við alltof kærulausir á boltanum, við erum að reyna of flókna hluti. Við hefðum vissulega geta skorað en við erum ekki að skapa nóg til þess að ég sé ánægður.“ Keflavík beiti skyndisóknum í dag og komst mokkrum sinnum í góð færi. Heimamenn virtust vera í brasi með þessar skyndisóknir. „Þeir voru að komast í skyndisóknir og við erum bara of hægir í spilinu. Við erum að gera of flókna hluti. Það er ekki millisvæði á móti liði sem liggur til baka og eru duglegir, þannig frammistaðan er bara alls ekki nógu góð og við getum bara verið þokkalega sáttir við þetta eina stig en maður er með óbragð í munninn að hafa ekki gert þetta betur. Ef við ætlum að spila svona að þá erum við ekki að fara að vera í toppbaráttu í sumar.“ Eins og áður sagði beiti Keflavík skyndisóknum og komust í nokkur ákjósanleg færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. KA átti betri áhlaup eftir því sem leið á síðari hálfleikinn. „Við vorum heppnir að það var 0-0 í hálfleik en sem betur fer spiluðum við aðeins betur í seinni hálfleik. Við eigum skot í slá og hann ver einu sinni mjög vel frá Bjarna og þá vildum við fá eina vítaspyrnu en heildarbragurinn á þessum leik var bara ekki nógu góður.“ Hallgrímur var ósáttur við margt hjá sínum leikmönnum og þá meðal annars hvað þeir eyddu orku í að pirra sig á einstaka dómum. „Við vorum líka að láta dóma fara í taugarnar á okkur en mér fannst dómarinn bara standa sig vel, allavega betur en mitt lið. Menn þurfa að fara að setja hausinn á réttan stað, við þurfum að fá frammistöður sem sæmir okkur og þá fara hlutirnir að snúast í rétta átt aftur.“ Næsta verkefni KA er á útivelli á móti Víking R. „Við þurfum að gera töluvert betur ef við ætlum að fá eitthvað gott úr þeim leik en þetta hafa verið hörku viðeignir á móti Víking R. þannig við erum spenntir.“
KA Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira