Líklegt að við sjáum nýja ríkisstjórnarflokka á næsta kjörtímabili Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2023 23:02 Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir líklegt að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Skoðanakannanir sýni hins vegar breytt landslag. Stöð 2 Prófessor í stjórnmálafræði segir nokkuð ljóst að breytingar verði á ríkisstjórnarflokkum eftir næstu alþingiskosningar miðað við nýjustu skoðanakönnun Maskínu. Hún telur þó að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Samfylkingin mælist nú með 25,7 prósent fylgi og hefur fylgi flokksins aukist um tæp sextán prósentustig frá alþingiskosningunum í september 2021. Fylgið hefur ekki verið jafn hátt síðan 2010. Í könnun Maskínu hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna á kjörtímabilinu og nemur nú 37 prósentum. Stærstur ríkisstjórnarflokkanna er Sjálfstæðisflokkurinn, með 18,7 prósenta fylgi, þar á eftir Framsóknarflokkurinn með 10,2 prósenta fylgi og Vinstri græn með 8,2 prósent. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur að vendingarnar segi landsmönnum einkum tvennt. Annars vegar að hrun í fylgi ríkisstjórnarflokkanna sé vegna óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið en allir meirihlutaflokkar hafa tapað fylgi síðan í síðustu kosningum. Og hins vegar að aukið fylgi Samfylkingarinnar megi líklega rekja til nýrra áherslubreytinga innan flokksins. „Það sem er óvanalegt er að [Samfylkingin] er að mælast stigvaxandi í könnunum, þetta er ekki bara eitthvað svona skot upp og niður eins og kemur stundum. Samfylkingin breytti um forystu og breytti líka um málefnaáherslur á sama tíma. Eins og þau sögðu sjálf, þau fóru aftur í kjarnann á jafnaðarmennskunni. Og það virðist hafa, alla vega enn sem komið er, gert Samfylkinguna að svona leiðtogaflokki - eða alla vega stærsta flokki í stjórnarandstöðunni.“ Eva Heiða telur að gott gengi flokksins í skoðanakönnunum megi einnig rekja til persónufylgis Kristrúnar Frostadóttur formanns en telur að áherslubreytingar og ný forysta hljóti að verka saman. Hún segir lágt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki endilega „sögulega lágt,“ enda algengt að fylgi ríkisstjórna dali þegar líða taki á kjörtímabilið. En er ríkisstjórnin búin að vera? „Það er mjög líklegt að hún haldi út kjörtímabilið en á maður ekki að segja bara að ef það yrði kosið núna þá myndi hún ekki halda þessum velli samkvæmt þessum könnum. Og það er kannski ýmislegt sem lítur út fyrir að við munum fá nýja ríkisstjórnarflokka eftir næstu kosningar. En auðvitað á maður aldrei að spá,“ segir Eva Heiða að lokum. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með 25,7 prósent fylgi og hefur fylgi flokksins aukist um tæp sextán prósentustig frá alþingiskosningunum í september 2021. Fylgið hefur ekki verið jafn hátt síðan 2010. Í könnun Maskínu hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki mælst minna á kjörtímabilinu og nemur nú 37 prósentum. Stærstur ríkisstjórnarflokkanna er Sjálfstæðisflokkurinn, með 18,7 prósenta fylgi, þar á eftir Framsóknarflokkurinn með 10,2 prósenta fylgi og Vinstri græn með 8,2 prósent. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, telur að vendingarnar segi landsmönnum einkum tvennt. Annars vegar að hrun í fylgi ríkisstjórnarflokkanna sé vegna óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið en allir meirihlutaflokkar hafa tapað fylgi síðan í síðustu kosningum. Og hins vegar að aukið fylgi Samfylkingarinnar megi líklega rekja til nýrra áherslubreytinga innan flokksins. „Það sem er óvanalegt er að [Samfylkingin] er að mælast stigvaxandi í könnunum, þetta er ekki bara eitthvað svona skot upp og niður eins og kemur stundum. Samfylkingin breytti um forystu og breytti líka um málefnaáherslur á sama tíma. Eins og þau sögðu sjálf, þau fóru aftur í kjarnann á jafnaðarmennskunni. Og það virðist hafa, alla vega enn sem komið er, gert Samfylkinguna að svona leiðtogaflokki - eða alla vega stærsta flokki í stjórnarandstöðunni.“ Eva Heiða telur að gott gengi flokksins í skoðanakönnunum megi einnig rekja til persónufylgis Kristrúnar Frostadóttur formanns en telur að áherslubreytingar og ný forysta hljóti að verka saman. Hún segir lágt fylgi ríkisstjórnarflokkanna ekki endilega „sögulega lágt,“ enda algengt að fylgi ríkisstjórna dali þegar líða taki á kjörtímabilið. En er ríkisstjórnin búin að vera? „Það er mjög líklegt að hún haldi út kjörtímabilið en á maður ekki að segja bara að ef það yrði kosið núna þá myndi hún ekki halda þessum velli samkvæmt þessum könnum. Og það er kannski ýmislegt sem lítur út fyrir að við munum fá nýja ríkisstjórnarflokka eftir næstu kosningar. En auðvitað á maður aldrei að spá,“ segir Eva Heiða að lokum.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira