Mikil uppbygging á döfinni í eina Garðyrkjuskóla landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2023 20:05 Ásmundur var leystur út með fallegum blómvendi og grænmetiskörfu frá Garðyrkjuskólanum. Hér er hann ásamt Guðríði Helgadóttur, staðarhaldara á Reykjum á opna húsinu í skólanum á sumardaginn fyrsta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðherra menntamála boðar mikla uppbyggingu í eina Garðyrkjuskóla landsins, sem er til húsa á Reykjum í Ölfusi. Mikill áhugi er á námi í skólanum en hann fór frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1. ágúst síðastliðinn. Á sumardaginn fyrsta er alltaf opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum þar sem fólk kemur og fagnar sumrinu. Það klikkaði ekki í ár. Fjöldi fólks heimsótti skólann til að njóta gróðursins og skoða það sem nemendur og starfsfólk skólans er að fást við. Sérstök hátíðardagskrá var haldin þar, sem hvatningaverðlaun garðyrkjunnar og heiðursverðlaun garðyrkjunnar voru afhent. Þá tilkynnti mennta- og barnamálaráðherra í ræðu sinni að mikil uppbygging væri fram undan á Reykjum, ekki síst þegar um húsakost skólans væri að ræða, enda byggingar og gróðurhús orðin mjög léleg. En hvernig hefur samstarfið gengið við Fjölbrautaskóla Suðurlands? „Það gengur bara mjög vel og það eru gríðarleg tækifæri í þessari samvinnu. Það finna allir til ábyrgðar gagnvart næstu skrefum, sem er áframhaldandi uppbygging og við höfum verið að vinna að því í góðu samstarfi við skólana og við atvinnulífið að vinna áætlun um það hvað þurfi að ráðast í í framkvæmdum á Reykjum og við erum að teikna það upp já að koma því öllu af stað,“ segir Ásmundur Einar, ráðherra. En hvað á að gera, hver verða stærstu verkin? „Það eru framkvæmdir við byggingarnar á Reykjum. Það er líka að fjölga brautum og koma upp reglulegri tengingu við atvinnulífið þannig að skólinn geti dafnað með sjálfstæða rót þó að hann sé undir Fjölbrautaskóla Suðurlands.“ Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Ásmund Einar, er hann með græna fingur? „Ekki get ég nú sagt að ég sé með mjög grænar fingur en ég aðstoða stundum tengdamóður mína ef hún þarf að laga eða smíða í gróðurhúsinu. Ég tók eina helgi nú á vordögum að laga gluggana í gróðurhúsinu hjá henni,“ segir Ásmundur Einar hlæjandi. Og ertu duglegur að borða íslenskt grænmeti? „Já, ég geri það, íslenskt grænmeti með íslensku lambakjöti, það er ekkert betra en það,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Á sumardaginn fyrsta er alltaf opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum þar sem fólk kemur og fagnar sumrinu. Það klikkaði ekki í ár. Fjöldi fólks heimsótti skólann til að njóta gróðursins og skoða það sem nemendur og starfsfólk skólans er að fást við. Sérstök hátíðardagskrá var haldin þar, sem hvatningaverðlaun garðyrkjunnar og heiðursverðlaun garðyrkjunnar voru afhent. Þá tilkynnti mennta- og barnamálaráðherra í ræðu sinni að mikil uppbygging væri fram undan á Reykjum, ekki síst þegar um húsakost skólans væri að ræða, enda byggingar og gróðurhús orðin mjög léleg. En hvernig hefur samstarfið gengið við Fjölbrautaskóla Suðurlands? „Það gengur bara mjög vel og það eru gríðarleg tækifæri í þessari samvinnu. Það finna allir til ábyrgðar gagnvart næstu skrefum, sem er áframhaldandi uppbygging og við höfum verið að vinna að því í góðu samstarfi við skólana og við atvinnulífið að vinna áætlun um það hvað þurfi að ráðast í í framkvæmdum á Reykjum og við erum að teikna það upp já að koma því öllu af stað,“ segir Ásmundur Einar, ráðherra. En hvað á að gera, hver verða stærstu verkin? „Það eru framkvæmdir við byggingarnar á Reykjum. Það er líka að fjölga brautum og koma upp reglulegri tengingu við atvinnulífið þannig að skólinn geti dafnað með sjálfstæða rót þó að hann sé undir Fjölbrautaskóla Suðurlands.“ Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Ásmund Einar, er hann með græna fingur? „Ekki get ég nú sagt að ég sé með mjög grænar fingur en ég aðstoða stundum tengdamóður mína ef hún þarf að laga eða smíða í gróðurhúsinu. Ég tók eina helgi nú á vordögum að laga gluggana í gróðurhúsinu hjá henni,“ segir Ásmundur Einar hlæjandi. Og ertu duglegur að borða íslenskt grænmeti? „Já, ég geri það, íslenskt grænmeti með íslensku lambakjöti, það er ekkert betra en það,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira