Ætla að skoða veru RÚV á auglýsingamarkaði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2023 16:51 Í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina segir að vera RÚV á auglýsingamarkaði hafa verið pólitískt bitbein undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra hyggjast setja á laggirnar þriggja manna starfshóp um málefni Ríkisútvarpsins. Hópnum er ætlað að ljúka vinnu sinni eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að markmið hópsins sé tvíþætt. Annars vegar að skoða mögulegar leiðir og tillögur til að breyta eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV til að minnka umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði, og hins vegar skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). Í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina í dag segir meðal annars að vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði hafi verið pólitískt bitbein hér á landi til fjölda ára. „Þá hafa einkareknir fjölmiðlar gagnrýnt umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði um árabil og þá skökku samkeppnisstöðu sem þau skapi á innlendum fjölmiðlamarkaði. Þó hefur verið á það bent, til að mynda í skýrslu nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá árinu 2018, að ekki sé sjálfgefið að hagur einkarekinna fjölmiðla vænkist með brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði.“ Greiðslur til erlendra aðila aukist samfellt Þá segir í minnisblaðinu að góðar líkur séu á því að auglýsingaféð leiti frekar úr landi og ofan í vasa alþjóðlegra tæknirisa á borð við Facebook, Google og YouTube eins og þróunin hafi verið á undanförnum árum. Í samantekt Hagstofunnar frá 7. desember 2022 kemur fram að greiðslur til erlendra aðila vegna birtingar auglýsinga hafi aukist samfellt undanfarin ár og nær tvöfaldast á tæpum áratug og þannig farið úr tæpum fimm milljörðum króna árið 2013 í tæpa 9,5 milljarða árið 2021. Tæplega helmingur þess fjár sem varið var til birtingar auglýsinga árið 2021 rann til erlendra aðila. Hlutdeild RÚV í auglýsingatekjum innlendra fjölmiðla jókst á milli áranna 2020 og 2021, úr 17% í 19%, samkvæmt samantekt Hagstofunnar frá 16. desember 2022. Þá jukust tekjur RÚV, sem að mestu eru tilkomnar vegna sölu auglýsinga og kostana, um 372 milljónir króna milli ára og voru um 2,4 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt samstæðureikningi RÚV fyrir árið 2022. „Þar sem ekki er fyllilega ljóst hvort brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði myndi skila tilætluðum árangri er ráðgert að koma á fót starfshópi sem skoði hvernig breyta megi eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV með það að markmiði að draga úr umsvifum ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði. Þá skal starfshópurinn sömuleiðis skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við LSR, sem hefur reynst félaginu afar íþyngjandi.“ Í starfshópnum munu sitja þrír fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og menningar- og viðskiptaráðuneytis, sem leiðir hópinn. ráðuneytanna og er hópnum ætlað Gert er ráð fyrir vinnunni verði lokið eigi síðar en 1. júlí n.k. svo unnt sé að leggja fram frumvarp á haustþingi ef þess gerist þörf. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar segir að markmið hópsins sé tvíþætt. Annars vegar að skoða mögulegar leiðir og tillögur til að breyta eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV til að minnka umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði, og hins vegar skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR). Í minnisblaði sem lagt var fyrir ríkisstjórnina í dag segir meðal annars að vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði hafi verið pólitískt bitbein hér á landi til fjölda ára. „Þá hafa einkareknir fjölmiðlar gagnrýnt umsvif ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði um árabil og þá skökku samkeppnisstöðu sem þau skapi á innlendum fjölmiðlamarkaði. Þó hefur verið á það bent, til að mynda í skýrslu nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla frá árinu 2018, að ekki sé sjálfgefið að hagur einkarekinna fjölmiðla vænkist með brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði.“ Greiðslur til erlendra aðila aukist samfellt Þá segir í minnisblaðinu að góðar líkur séu á því að auglýsingaféð leiti frekar úr landi og ofan í vasa alþjóðlegra tæknirisa á borð við Facebook, Google og YouTube eins og þróunin hafi verið á undanförnum árum. Í samantekt Hagstofunnar frá 7. desember 2022 kemur fram að greiðslur til erlendra aðila vegna birtingar auglýsinga hafi aukist samfellt undanfarin ár og nær tvöfaldast á tæpum áratug og þannig farið úr tæpum fimm milljörðum króna árið 2013 í tæpa 9,5 milljarða árið 2021. Tæplega helmingur þess fjár sem varið var til birtingar auglýsinga árið 2021 rann til erlendra aðila. Hlutdeild RÚV í auglýsingatekjum innlendra fjölmiðla jókst á milli áranna 2020 og 2021, úr 17% í 19%, samkvæmt samantekt Hagstofunnar frá 16. desember 2022. Þá jukust tekjur RÚV, sem að mestu eru tilkomnar vegna sölu auglýsinga og kostana, um 372 milljónir króna milli ára og voru um 2,4 milljarðar króna á síðasta ári samkvæmt samstæðureikningi RÚV fyrir árið 2022. „Þar sem ekki er fyllilega ljóst hvort brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði myndi skila tilætluðum árangri er ráðgert að koma á fót starfshópi sem skoði hvernig breyta megi eðli og umfangi auglýsingadeildar RÚV með það að markmiði að draga úr umsvifum ríkisfjölmiðilsins á auglýsingamarkaði. Þá skal starfshópurinn sömuleiðis skoða möguleika á að létta lífeyrisskuldbindingum RÚV við LSR, sem hefur reynst félaginu afar íþyngjandi.“ Í starfshópnum munu sitja þrír fulltrúar forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og menningar- og viðskiptaráðuneytis, sem leiðir hópinn. ráðuneytanna og er hópnum ætlað Gert er ráð fyrir vinnunni verði lokið eigi síðar en 1. júlí n.k. svo unnt sé að leggja fram frumvarp á haustþingi ef þess gerist þörf.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira