Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 2-1 Breiðablik | Dramatík í Eyjum Einar Kárason skrifar 23. apríl 2023 15:15 vísir/hulda margrét Prýðisveður var á blautum Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum þegar ÍBV tók á móti Breiðablik í þriðju umferð bestu deildarinnar. Eyjamenn enn í leit að sínum fyrstu stigum á meðan Blikar höfðu tapað einum og unnið einn fyrir leik dagsins. Marktækifæri voru af skornum skammti fyrri hluta fyrri hálfleiks en það voru heimamenn sem komust nálægt því að brjóta ísinn eftir um tíu mínútna leik þegar Jón Ingason átti skalla að marki eftir hornspyrnu frá Felix Erni Friðrikssyni en gestunum tókst að bjarga á línu. Aftur voru þeir nálægt því að koma boltanum í netið þegar Hermann Þór Ragnarsson átti skalla úr teig en Anton Ari Einarsson gerði vel í að verja boltann sem stefndi upp í samskeytin. Blikar fóru að færa sig framar á völlinn eftir því sem leið á og áttu fínan kafla eftir rúmlega hálftíma leik. Nokkrum mínútum eftir að gestirnir höfðu sótt hart að marki heimamanna kom hins vegar fyrsta markið. Felix Örn Friðriksson átti þá frábæra sendingu inn í teig á Sverri Pál Hjaltested. Anton Ari varði vel en boltinn barst út á Halldór Jón Sigurð Þórðarson sem skoraði af stuttu færi þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Kópavogsbúar voru nálægt því að jafna leikinn mínútum síðar þegar Patrik Johannesen átti skalla að marki en Jón Kristinn Elíasson náði með herkjum að blaka boltanum yfir. Jöfnunarmarkið kom þó áður en flautað var til hálfleiks. Jón Ingason braut af sér vinstra megin við eigin teig og í stað þess að koma sér í stöðu ákvað hann að malda í móinn. Jason Daði Svanþórsson tók spyrnuna strax, fann Viktor Karl Einarsson sem sendi á Höskuld Gunnlaugsson inni í teig ÍBV sem átti ekki erfitt með að koma boltanum í netið með höfðinu. Staðan jöfn á ný og flautað var til hálfleiks um leið og Eyjamenn tóku miðjuna. Breiðablik hóf síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri en þétt vörn ÍBV gaf fá færi á sér. Damir Muminovic átti skalla eftir hornspyrnu Höskuldar eftir klukkustundar leik en boltinn hárfínt fram hjá stönginni fjær. Eftir fjörugan fyrri hálfleik voru síðari fjörutíu og fimm mínúturnar ekki jafn líflegar hvað varðar færasköpun og spilamennsku. Hart var tekist á og þrátt fyrir álitlegar sóknir höfðu markmenn liðanna takmarkað að gera. Þegar tíu mínútur voru eftir hefðu, og áttu, heimamenn að komast yfir. Felix Örn fékk boltann vinstra megin í teig Blika og átti skot að marki. Boltinn virtist ætla að læðast í hornið fjær þegar Breki Ómarsson, nýkominn inn sem varamaður, rekur tánna í boltann og setur hann yfir markið. Breka til varnar var Viktor Örn Margeirsson mættur niður á línu en færið það gott að boltinn hefði átt að enda í netinu. Í netið fór hann loks, djúpt í uppbótatíma, úr vítaspyrnu eftir að hendi var dæmd á Breiðablik. Sverrir Páll rak boltann upp að endalínu og átti fyrirgjöf sem hafnaði í hönd Viktors Arnar og vítaspyrna dæmd. Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, fór á punktinn og skoraði af öryggi fram hjá Antoni Ara sem skutlaði sér í gagnstætt horn. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og frækinn sigur Eyjamanna á Breiðablik staðreynd. ÍBV að sækja sínu fyrstu þrjú stig en Blikar þar með búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Bestu deildinni. Af hverju vann ÍBV? Þrátt fyrir óhagstæð úrslit það sem af er sumars er ÍBV í Eyjum alltaf ÍBV í Eyjum. Þær mættu gestunum með krafti og, þrátt fyrir að sitja neðar á vellinum, sköpuðu þeir fleiri marktækifæri, sér í lagi í fyrri hálfleik. Föstu leikatriðin vógu mikinn í sóknarleik heimamanna og stóðust þeir árásir Blika að undanskildu jöfnunarmarkinu. Hverjir stóðu upp úr? Sverrir Páll Hjaltested var góður í liði heimamanna. Vann vel upp á topp og elti hvern einasta bolta. Þrátt fyrir takmörkuð færi á hann skotið sem Anton Ari ver áður en Halldór Jón skorar og vinnur vítaspyrnuna í uppbótatíma. Eiður Aron spilaði vel að venju og sýndi stáltaugar þegar hann setti boltann í netið úr vítaspyrnunni. Hvað gekk illa? Frábærlega mannað lið Blika átti erfitt með að skapa sér alvöru marktækifæri gegn vörn ÍBV sem leyfði sér að liggja mjög aftarlega. Jason Daði og Ágúst Hlynsson hafa verið meira áberandi en þeir voru í þessum leik og sama má segja um flesta leikmenn Breiðabliks. Hvað gerist næst? Eyjamenn gera sér leið til Keflavíkur á laugardaginn næstkomandi en degi fyrr fá Blikar Fram í heimsókn. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV: Þvílíkt kredit á þessa stráka Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, alltaf líflegur.Vísir/Hulda Margrét Eyjamenn þurftu að bíða lengi eftir fyrstu þremur stigunum síðasta sumar en Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var himinlifandi með að ná þeim inn snemma í ár gegn Íslandsmeisturunum. ,,Þetta var frábær leikur í heildina. Hugarfarið, baráttan og liðsandinn stórkostlegur. Þvílíkt kredit á þessa stráka í klefanum eftir þunga byrjun. Það er aldrei gefin tomma eftir og menn beygjast ekki né bogna. Það er bara næsti leikur og á móti sterku Blikaliði og að vera þetta öflugir í níutíu mínútur þarf karakter og þeir sýndu hann svo sannarlega.” ,,Komnir á Hásteinsvöll og það er gott að spila hérna heima. Við vitum að hverju við göngum. Eftir að ferðast í alla leiki er gott að mæta aftur heim á Hásteinsvöll og byrja á sigri. Það sýnir karakterinn, eins og í fyrra, eftir engan sigurleik fyrr en eftir tólf leiki. Við gefumst aldrei upp. Þetta var svakalega öflugur leikur. Við fengum svolítið af færum en það var högg að fá á sig þetta mark miðað við gang leiksins. Við áttum þetta skilið á endanum.” Mikið hefur verið rætt um breidd Eyjamanna, eða skort á henni. Samkvæmt Hermanni er verið að leitast eftir mannskap. ,,Við vitum að við erum ekki stærsti hópurinn. Það er verið að vinna í því. Eitthvað hefur ekki gengið upp og klikkað en það er ekki búið að loka glugganum. Við vitum að hverju við göngum, leikmönnunum sem við höfum, og ég treysti þeim. Óheppilegt að leikmenn í sömu stöðu séu allir frá í einu. Það er hægt að babbla eitthvað um þetta.” ,,Við erum alltaf bjartir í Eyjum,” sagði Hermann um framhaldið. ,,Alltaf sól og sumar hér og það eru komnir tveir leikir í röð þar sem við sýnum okkar rétta andlit og frábært hugarfar. Við vitum alveg hvað við höfum í höndunum.” Óskar Hrafn: Fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik Óskar Hrafn, þjálfari BreiðabliksVísir/Diego ,,Ég er sammála. Við tökum mið af aðstæðum, vindinum og grasinu,” sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks um að þetta hafi verið óhefðbundinn fótboltaleikur. ,,Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik. Einbeitingarleysi á síðustu mínútunni. Ég veit ekki hvort þetta var víti, ég sá það ekki. Þeir segja að hann hafi fengið boltann í andlitið.” ,,Það vantaði að vera aðeins kraftmeiri og ákvarðanatöku á síðasta þriðjung. Við sköpuðum fullt af góðum stöðum. Mér fannst seinni hálfleikurinn að stærstum hluta vera ljómandi fínn hjá okkur þar til það kom á síðasta þriðjung. Þar fannst mér við eiga í vandræðum með að búa til færi úr stöðunum. Það vantar kannski eitthvað hungur en við vorum í tómum vandræðum í föstum leikatriðum. Þeir skapa sér ekki mikið en voru hættulegir þar. Svona er þessi fótbolti. Við erum búnir að kasta frá okkur jafnteflum í tveimur leikjum sem er eitthvað sem við þurfum að skoða.” Tveir tapleikir gegn liðum sem liggja ,,Það er erfitt að brjóta ÍBV á bak aftur, ég held að allir viti það. ÍBV er með gott lið og eru sterkir á heimavelli. Þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur. Mér fannst við spila þokkalega miðað við aðstæður. Þeir eru með öfluga varnarmenn og eru sterkir inni í teig. Vinna vel og leggja sig fram. Við eigum að vera færir um það að finna leiðir fram hjá þeim eins og öðrum en því miður sköpuðum við okkur ekki nógu mikið í dag,” sagði Óskar. Besta deild karla ÍBV Breiðablik
Prýðisveður var á blautum Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum þegar ÍBV tók á móti Breiðablik í þriðju umferð bestu deildarinnar. Eyjamenn enn í leit að sínum fyrstu stigum á meðan Blikar höfðu tapað einum og unnið einn fyrir leik dagsins. Marktækifæri voru af skornum skammti fyrri hluta fyrri hálfleiks en það voru heimamenn sem komust nálægt því að brjóta ísinn eftir um tíu mínútna leik þegar Jón Ingason átti skalla að marki eftir hornspyrnu frá Felix Erni Friðrikssyni en gestunum tókst að bjarga á línu. Aftur voru þeir nálægt því að koma boltanum í netið þegar Hermann Þór Ragnarsson átti skalla úr teig en Anton Ari Einarsson gerði vel í að verja boltann sem stefndi upp í samskeytin. Blikar fóru að færa sig framar á völlinn eftir því sem leið á og áttu fínan kafla eftir rúmlega hálftíma leik. Nokkrum mínútum eftir að gestirnir höfðu sótt hart að marki heimamanna kom hins vegar fyrsta markið. Felix Örn Friðriksson átti þá frábæra sendingu inn í teig á Sverri Pál Hjaltested. Anton Ari varði vel en boltinn barst út á Halldór Jón Sigurð Þórðarson sem skoraði af stuttu færi þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Kópavogsbúar voru nálægt því að jafna leikinn mínútum síðar þegar Patrik Johannesen átti skalla að marki en Jón Kristinn Elíasson náði með herkjum að blaka boltanum yfir. Jöfnunarmarkið kom þó áður en flautað var til hálfleiks. Jón Ingason braut af sér vinstra megin við eigin teig og í stað þess að koma sér í stöðu ákvað hann að malda í móinn. Jason Daði Svanþórsson tók spyrnuna strax, fann Viktor Karl Einarsson sem sendi á Höskuld Gunnlaugsson inni í teig ÍBV sem átti ekki erfitt með að koma boltanum í netið með höfðinu. Staðan jöfn á ný og flautað var til hálfleiks um leið og Eyjamenn tóku miðjuna. Breiðablik hóf síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri en þétt vörn ÍBV gaf fá færi á sér. Damir Muminovic átti skalla eftir hornspyrnu Höskuldar eftir klukkustundar leik en boltinn hárfínt fram hjá stönginni fjær. Eftir fjörugan fyrri hálfleik voru síðari fjörutíu og fimm mínúturnar ekki jafn líflegar hvað varðar færasköpun og spilamennsku. Hart var tekist á og þrátt fyrir álitlegar sóknir höfðu markmenn liðanna takmarkað að gera. Þegar tíu mínútur voru eftir hefðu, og áttu, heimamenn að komast yfir. Felix Örn fékk boltann vinstra megin í teig Blika og átti skot að marki. Boltinn virtist ætla að læðast í hornið fjær þegar Breki Ómarsson, nýkominn inn sem varamaður, rekur tánna í boltann og setur hann yfir markið. Breka til varnar var Viktor Örn Margeirsson mættur niður á línu en færið það gott að boltinn hefði átt að enda í netinu. Í netið fór hann loks, djúpt í uppbótatíma, úr vítaspyrnu eftir að hendi var dæmd á Breiðablik. Sverrir Páll rak boltann upp að endalínu og átti fyrirgjöf sem hafnaði í hönd Viktors Arnar og vítaspyrna dæmd. Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrirliði ÍBV, fór á punktinn og skoraði af öryggi fram hjá Antoni Ara sem skutlaði sér í gagnstætt horn. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og frækinn sigur Eyjamanna á Breiðablik staðreynd. ÍBV að sækja sínu fyrstu þrjú stig en Blikar þar með búnir að tapa tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í Bestu deildinni. Af hverju vann ÍBV? Þrátt fyrir óhagstæð úrslit það sem af er sumars er ÍBV í Eyjum alltaf ÍBV í Eyjum. Þær mættu gestunum með krafti og, þrátt fyrir að sitja neðar á vellinum, sköpuðu þeir fleiri marktækifæri, sér í lagi í fyrri hálfleik. Föstu leikatriðin vógu mikinn í sóknarleik heimamanna og stóðust þeir árásir Blika að undanskildu jöfnunarmarkinu. Hverjir stóðu upp úr? Sverrir Páll Hjaltested var góður í liði heimamanna. Vann vel upp á topp og elti hvern einasta bolta. Þrátt fyrir takmörkuð færi á hann skotið sem Anton Ari ver áður en Halldór Jón skorar og vinnur vítaspyrnuna í uppbótatíma. Eiður Aron spilaði vel að venju og sýndi stáltaugar þegar hann setti boltann í netið úr vítaspyrnunni. Hvað gekk illa? Frábærlega mannað lið Blika átti erfitt með að skapa sér alvöru marktækifæri gegn vörn ÍBV sem leyfði sér að liggja mjög aftarlega. Jason Daði og Ágúst Hlynsson hafa verið meira áberandi en þeir voru í þessum leik og sama má segja um flesta leikmenn Breiðabliks. Hvað gerist næst? Eyjamenn gera sér leið til Keflavíkur á laugardaginn næstkomandi en degi fyrr fá Blikar Fram í heimsókn. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV: Þvílíkt kredit á þessa stráka Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, alltaf líflegur.Vísir/Hulda Margrét Eyjamenn þurftu að bíða lengi eftir fyrstu þremur stigunum síðasta sumar en Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var himinlifandi með að ná þeim inn snemma í ár gegn Íslandsmeisturunum. ,,Þetta var frábær leikur í heildina. Hugarfarið, baráttan og liðsandinn stórkostlegur. Þvílíkt kredit á þessa stráka í klefanum eftir þunga byrjun. Það er aldrei gefin tomma eftir og menn beygjast ekki né bogna. Það er bara næsti leikur og á móti sterku Blikaliði og að vera þetta öflugir í níutíu mínútur þarf karakter og þeir sýndu hann svo sannarlega.” ,,Komnir á Hásteinsvöll og það er gott að spila hérna heima. Við vitum að hverju við göngum. Eftir að ferðast í alla leiki er gott að mæta aftur heim á Hásteinsvöll og byrja á sigri. Það sýnir karakterinn, eins og í fyrra, eftir engan sigurleik fyrr en eftir tólf leiki. Við gefumst aldrei upp. Þetta var svakalega öflugur leikur. Við fengum svolítið af færum en það var högg að fá á sig þetta mark miðað við gang leiksins. Við áttum þetta skilið á endanum.” Mikið hefur verið rætt um breidd Eyjamanna, eða skort á henni. Samkvæmt Hermanni er verið að leitast eftir mannskap. ,,Við vitum að við erum ekki stærsti hópurinn. Það er verið að vinna í því. Eitthvað hefur ekki gengið upp og klikkað en það er ekki búið að loka glugganum. Við vitum að hverju við göngum, leikmönnunum sem við höfum, og ég treysti þeim. Óheppilegt að leikmenn í sömu stöðu séu allir frá í einu. Það er hægt að babbla eitthvað um þetta.” ,,Við erum alltaf bjartir í Eyjum,” sagði Hermann um framhaldið. ,,Alltaf sól og sumar hér og það eru komnir tveir leikir í röð þar sem við sýnum okkar rétta andlit og frábært hugarfar. Við vitum alveg hvað við höfum í höndunum.” Óskar Hrafn: Fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik Óskar Hrafn, þjálfari BreiðabliksVísir/Diego ,,Ég er sammála. Við tökum mið af aðstæðum, vindinum og grasinu,” sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks um að þetta hafi verið óhefðbundinn fótboltaleikur. ,,Mér fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik. Einbeitingarleysi á síðustu mínútunni. Ég veit ekki hvort þetta var víti, ég sá það ekki. Þeir segja að hann hafi fengið boltann í andlitið.” ,,Það vantaði að vera aðeins kraftmeiri og ákvarðanatöku á síðasta þriðjung. Við sköpuðum fullt af góðum stöðum. Mér fannst seinni hálfleikurinn að stærstum hluta vera ljómandi fínn hjá okkur þar til það kom á síðasta þriðjung. Þar fannst mér við eiga í vandræðum með að búa til færi úr stöðunum. Það vantar kannski eitthvað hungur en við vorum í tómum vandræðum í föstum leikatriðum. Þeir skapa sér ekki mikið en voru hættulegir þar. Svona er þessi fótbolti. Við erum búnir að kasta frá okkur jafnteflum í tveimur leikjum sem er eitthvað sem við þurfum að skoða.” Tveir tapleikir gegn liðum sem liggja ,,Það er erfitt að brjóta ÍBV á bak aftur, ég held að allir viti það. ÍBV er með gott lið og eru sterkir á heimavelli. Þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur. Mér fannst við spila þokkalega miðað við aðstæður. Þeir eru með öfluga varnarmenn og eru sterkir inni í teig. Vinna vel og leggja sig fram. Við eigum að vera færir um það að finna leiðir fram hjá þeim eins og öðrum en því miður sköpuðum við okkur ekki nógu mikið í dag,” sagði Óskar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti