Nýtt afbrigði sem valdið hefur augnsýkingum ekki greinst hér á landi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2023 14:51 Guðrún segir að mikil fjölgun hafi orðið á smitum af völdum Arcturus í Indlandi en afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi. Vísir/Arnar Alþjóðleg heilbrigðisyfirvöld fylgjast náið með nýju undirafbrigði Ómíkrón XBB veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og heitir latneska heitinu Arcturus. Fjölgun augnsýkinga hefur verið tengd við afbrigðið í frásögnum á netinu. Sóttvarnarlæknir segir ekki að merkja fjölgun slíkra sýkinga í gögnum heilbrigðisyfirvalda. Afbrigðið hefur enn ekki greinst hér á landi en tilfellum fer fjölgandi á alþjóðavísu og því megi búast við því. Afbrigðið hefur hlotið heitið XBB.1.16. af heilbrigðisyfirvöldum en einnig hlotið latneska heitið Arcturus sem upprunalega má finna í grísku og þýðir verndari, að því er fram kemur í umfjöllun LA Times. Afbrigðið fannst fyrst í Indlandi en hefur nú greinst í yfir tuttugu löndum. „Þetta tiltekna afbrigði Ómíkron XBB hefur ekki greinst hér en hins vegar er annað og náskylt undiraafbrigði ómíkron XBB.1.5 ríkjandi hérlendis eins og í mörgum löndum,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir í svari við fyrirspurn Vísis. „XBB.1.16 hefur sérstaklega verið að breiðast út í Indlandi en einnig komið í mörg önnur lönd samkvæmt þeim upplýsingum sem fást frá raðgreiningum og þá má búast við því hingað,“ segir Guðrún. Frásagnir af fjölgun augnsýkinga á samfélagsmiðlum Frásagnir af fjölgun augnsýkinga sem hluti af einkennum vegna afbrigðisins hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum. Vitnar LA Times meðal annars í Twitter færslu indverska læknisins Vipin M. Vashishtha. Hann segist hafa tekið eftir fjölgun augnsýkinga, þá sérstaklega í ungabörnum sem greinst hafi með afbrigðið. Guðrún segir í svörum við fyrirspurn Vísis að ekki hafi orðið vart við ný einkenni sem fylgi afbrigðinu, augnsýkingar hafi áður verið og séu enn ein af mögulegum einkennum vegna sýkinga sem valda Covid-19 „Aftur á móti hefur ekki orðið vart við ný einkenni eða verri veikindi vegna þessara fjölmörgu ómíkron afbrigða sem eru í gangi og þar með talið ekki vegna XBB.1.5 eða XBB.1.16,“ segir Guðrún. „Bólga og roði í auga (tárubólga) er þekkt einkenni vegna Covid-19 (og margra annarra veirusýkinga) þó það sé ekki algengt einkenni og okkur er ekki kunnugt um að það sé algengara með þessu afbrigði frekar en öðrum.“ Smitum af völdum Arcturus hratt fjölgandi Í umfjöllun LA Times kemur fram að næstmesta fjölda Covid smita í Bandaríkjunum nú megi rekja til Arcturus afbrigðsins, eða 7,2 prósent miðað við upplýsingar frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum. Í upphafi apríl mánaðar var fjöldi smita af völdum afbrigðisins 2,1 prósent af öllum smitum á meðan hið ríkjandi afbrigði XBB.1.5 ber ábyrgð á 78 prósentum nýrra smita vestanhafs. „Þetta er afbrigði sem við fylgjumst vel með,“ segir Maria Van Kerkhove hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í samtali við miðilinn. 1 til 3 prósent smitaðra hafi hingað til fengið einkenni líkt og augnsýkingu vegna Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil fækkun umframdauðsfalla Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. 19. apríl 2023 15:59 „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Afbrigðið hefur hlotið heitið XBB.1.16. af heilbrigðisyfirvöldum en einnig hlotið latneska heitið Arcturus sem upprunalega má finna í grísku og þýðir verndari, að því er fram kemur í umfjöllun LA Times. Afbrigðið fannst fyrst í Indlandi en hefur nú greinst í yfir tuttugu löndum. „Þetta tiltekna afbrigði Ómíkron XBB hefur ekki greinst hér en hins vegar er annað og náskylt undiraafbrigði ómíkron XBB.1.5 ríkjandi hérlendis eins og í mörgum löndum,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir í svari við fyrirspurn Vísis. „XBB.1.16 hefur sérstaklega verið að breiðast út í Indlandi en einnig komið í mörg önnur lönd samkvæmt þeim upplýsingum sem fást frá raðgreiningum og þá má búast við því hingað,“ segir Guðrún. Frásagnir af fjölgun augnsýkinga á samfélagsmiðlum Frásagnir af fjölgun augnsýkinga sem hluti af einkennum vegna afbrigðisins hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum. Vitnar LA Times meðal annars í Twitter færslu indverska læknisins Vipin M. Vashishtha. Hann segist hafa tekið eftir fjölgun augnsýkinga, þá sérstaklega í ungabörnum sem greinst hafi með afbrigðið. Guðrún segir í svörum við fyrirspurn Vísis að ekki hafi orðið vart við ný einkenni sem fylgi afbrigðinu, augnsýkingar hafi áður verið og séu enn ein af mögulegum einkennum vegna sýkinga sem valda Covid-19 „Aftur á móti hefur ekki orðið vart við ný einkenni eða verri veikindi vegna þessara fjölmörgu ómíkron afbrigða sem eru í gangi og þar með talið ekki vegna XBB.1.5 eða XBB.1.16,“ segir Guðrún. „Bólga og roði í auga (tárubólga) er þekkt einkenni vegna Covid-19 (og margra annarra veirusýkinga) þó það sé ekki algengt einkenni og okkur er ekki kunnugt um að það sé algengara með þessu afbrigði frekar en öðrum.“ Smitum af völdum Arcturus hratt fjölgandi Í umfjöllun LA Times kemur fram að næstmesta fjölda Covid smita í Bandaríkjunum nú megi rekja til Arcturus afbrigðsins, eða 7,2 prósent miðað við upplýsingar frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum. Í upphafi apríl mánaðar var fjöldi smita af völdum afbrigðisins 2,1 prósent af öllum smitum á meðan hið ríkjandi afbrigði XBB.1.5 ber ábyrgð á 78 prósentum nýrra smita vestanhafs. „Þetta er afbrigði sem við fylgjumst vel með,“ segir Maria Van Kerkhove hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í samtali við miðilinn. 1 til 3 prósent smitaðra hafi hingað til fengið einkenni líkt og augnsýkingu vegna Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil fækkun umframdauðsfalla Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. 19. apríl 2023 15:59 „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Mikil fækkun umframdauðsfalla Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. 19. apríl 2023 15:59
„Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00