Ætlum við að rétt slefa í gegn? Kristinn Árni L. Hróbjartsson skrifar 21. apríl 2023 13:31 „Allt fyrir ofan fimm er óborguð yfirvinna,” sagði eldri nemandi við mig, óharnaðan busa, þegar ég mætti á mína fyrstu kóræfingu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Með öðrum orðum þá taldi hann ekki taka því að leggja meira á sig en lágmarkið til að ná prófi. Ég lét þessa ráðgjöf reyndar sem vind um eyru þjóta að mestu, en hef á móti heiðrað þetta lífsmottó þegar kemur að þátttöku í búningapartýum þar sem ég læt yfirleitt duga að mæta sem “venjulegur miðaldra pabbi í peysu.” Reyndar er þessi skólafélagi minn í dag framarlega á heimsvísu á sínu sviði, svo líklega fylgdi hann ekki sjálfur eigin ráðleggingum. En afhverju er ég að rifja þetta upp? Jú, í nóvember síðastliðnum var ég staddur í Sharm-el-Sheikh í Egyptalandi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27. Það kom mér á óvart að þrátt fyrir að útfösun jarðefnaeldsneytis eigi að vera stærsta forgangsmál okkar tíma, nýttu samninganefndir stóru ríkjanna tímann í að togast á um hvort draga ætti úr notkun alls jarðefnaeldsneytis, eða einblína á að minnka notkun kola (líkt og niðurstaðan var á síðustu ráðstefnunni, COP26). Glöggir lesendur vita sjálfsagt að hvorugt er nóg til að ná yfirlýstum markmiðum um að halda okkur innan 1,5 gráðu hlýnunar. Enda birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna nýverið skýrslu sem er lokaviðvörun nefndarinnar um að þetta takmark sé að verða óraunhæft nema ef þjóðir heimsins taki sig verulega á. Við erum því að fjarlægjast þetta markmið. Það gleymist hins vegar oft í umræðunni að heimurinn við 1,5 gráðu er engin drauma niðurstaða, langt í frá. Einnar-kommu-fimm gráðu markmiðið er sambærilegt við að slefa með 4,5 í stærðfræði 303. Nokkuð sem við virðumst hafa sætt okkur við en ólíkt STÆ303 þá er ekki í boði að skrá sig í endurtekt og taka prófið aftur. Líkur á óafturkræfum breytingum á umhverfinu aukast margfalt því meira sem við nálgumst 1,5 gráðu hlýnun. Þar má til dæmis nefna algjöra eyðileggingu kóralrifa, breytingu á mikilvægum hafstraumum í Norður Atlantshafi, bráðnun Grænlandsjökuls og útrýmingu nánast allra fjallajökla. Við birtingu skýrslu milliríkjanefndarinnar varaði Antonio Gueterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, við því að mannkynið væri komið út á þunnan ís og að ísinn væri að bráðna hratt. Þrátt fyrir allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnir heimsins hafa nú þegar sett af stað stefnir samt í 2,8 gráðu hækkun (samkvæmt UNEP). Við, lötu unglingarnir sem ætluðu að slefa í Vistkerfastjórnun 103, erum því ekki bara að fara að klúðra prófinu, heldur föllum við líklega á mætingu áður en til þess kemur… Og hvað er þá til ráða? Það er kominn tími til að skrúfa upp metnaðinn því að vandinn er stór. Á meðan restin af heiminum keppist við að gera orkukerfi landa sinna sjálfbær er Ísland í þeirri öfundsverðu stöðu að búa nú þegar að sjálfbæru orkukerfi. Vegna útsjónarsemi fyrri kynslóða erum við með forskot. En miklu forskoti fylgir mikil ábyrgð. Okkur ber skylda til að nota forskotið til að leggja okkar af mörkum og helst að stefna að árangri umfram markmiðið. Einsetja okkur að dúxa verkefnið og þannig hjálpa öðrum þjóðum og sjálfum okkur að komast í gegnum þetta. Fyrri kynslóðum landsmanna tókst að búa til sjálfbært orkukerfi með lítið á milli handanna. Okkar kynslóð þarf að endurtaka leikinn, skipta út kerfum, endurhugsa aðferðir, þróa nýjar lausnir og sannreyna í raunverulegum aðstæðum. Við þurfum að nýta sérstöðu Íslands með hagsmuni alls mannkyns að leiðarljósi. Þó að Ísland sé lítið, þá getum við sýnt öðrum þjóðum að það er hægt að breyta kerfunum okkar og minnka umhverfisskaðann án þess að fórna lífsgæðum. Það er ekki óborguð yfirvinna heldur loforð um stórhátíðarkaup fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Kristinn Árni L. Hróbjartsson Höfundur er framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi og áhugamaður um að gera meira en lágmarkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
„Allt fyrir ofan fimm er óborguð yfirvinna,” sagði eldri nemandi við mig, óharnaðan busa, þegar ég mætti á mína fyrstu kóræfingu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Með öðrum orðum þá taldi hann ekki taka því að leggja meira á sig en lágmarkið til að ná prófi. Ég lét þessa ráðgjöf reyndar sem vind um eyru þjóta að mestu, en hef á móti heiðrað þetta lífsmottó þegar kemur að þátttöku í búningapartýum þar sem ég læt yfirleitt duga að mæta sem “venjulegur miðaldra pabbi í peysu.” Reyndar er þessi skólafélagi minn í dag framarlega á heimsvísu á sínu sviði, svo líklega fylgdi hann ekki sjálfur eigin ráðleggingum. En afhverju er ég að rifja þetta upp? Jú, í nóvember síðastliðnum var ég staddur í Sharm-el-Sheikh í Egyptalandi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27. Það kom mér á óvart að þrátt fyrir að útfösun jarðefnaeldsneytis eigi að vera stærsta forgangsmál okkar tíma, nýttu samninganefndir stóru ríkjanna tímann í að togast á um hvort draga ætti úr notkun alls jarðefnaeldsneytis, eða einblína á að minnka notkun kola (líkt og niðurstaðan var á síðustu ráðstefnunni, COP26). Glöggir lesendur vita sjálfsagt að hvorugt er nóg til að ná yfirlýstum markmiðum um að halda okkur innan 1,5 gráðu hlýnunar. Enda birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna nýverið skýrslu sem er lokaviðvörun nefndarinnar um að þetta takmark sé að verða óraunhæft nema ef þjóðir heimsins taki sig verulega á. Við erum því að fjarlægjast þetta markmið. Það gleymist hins vegar oft í umræðunni að heimurinn við 1,5 gráðu er engin drauma niðurstaða, langt í frá. Einnar-kommu-fimm gráðu markmiðið er sambærilegt við að slefa með 4,5 í stærðfræði 303. Nokkuð sem við virðumst hafa sætt okkur við en ólíkt STÆ303 þá er ekki í boði að skrá sig í endurtekt og taka prófið aftur. Líkur á óafturkræfum breytingum á umhverfinu aukast margfalt því meira sem við nálgumst 1,5 gráðu hlýnun. Þar má til dæmis nefna algjöra eyðileggingu kóralrifa, breytingu á mikilvægum hafstraumum í Norður Atlantshafi, bráðnun Grænlandsjökuls og útrýmingu nánast allra fjallajökla. Við birtingu skýrslu milliríkjanefndarinnar varaði Antonio Gueterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, við því að mannkynið væri komið út á þunnan ís og að ísinn væri að bráðna hratt. Þrátt fyrir allar þær aðgerðir sem ríkisstjórnir heimsins hafa nú þegar sett af stað stefnir samt í 2,8 gráðu hækkun (samkvæmt UNEP). Við, lötu unglingarnir sem ætluðu að slefa í Vistkerfastjórnun 103, erum því ekki bara að fara að klúðra prófinu, heldur föllum við líklega á mætingu áður en til þess kemur… Og hvað er þá til ráða? Það er kominn tími til að skrúfa upp metnaðinn því að vandinn er stór. Á meðan restin af heiminum keppist við að gera orkukerfi landa sinna sjálfbær er Ísland í þeirri öfundsverðu stöðu að búa nú þegar að sjálfbæru orkukerfi. Vegna útsjónarsemi fyrri kynslóða erum við með forskot. En miklu forskoti fylgir mikil ábyrgð. Okkur ber skylda til að nota forskotið til að leggja okkar af mörkum og helst að stefna að árangri umfram markmiðið. Einsetja okkur að dúxa verkefnið og þannig hjálpa öðrum þjóðum og sjálfum okkur að komast í gegnum þetta. Fyrri kynslóðum landsmanna tókst að búa til sjálfbært orkukerfi með lítið á milli handanna. Okkar kynslóð þarf að endurtaka leikinn, skipta út kerfum, endurhugsa aðferðir, þróa nýjar lausnir og sannreyna í raunverulegum aðstæðum. Við þurfum að nýta sérstöðu Íslands með hagsmuni alls mannkyns að leiðarljósi. Þó að Ísland sé lítið, þá getum við sýnt öðrum þjóðum að það er hægt að breyta kerfunum okkar og minnka umhverfisskaðann án þess að fórna lífsgæðum. Það er ekki óborguð yfirvinna heldur loforð um stórhátíðarkaup fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Kristinn Árni L. Hróbjartsson Höfundur er framkvæmdastjóri Running Tide á Íslandi og áhugamaður um að gera meira en lágmarkið.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun